Falleg sýning um föðurleit Elísabet Brekkan skrifar 10. apríl 2012 14:00 Kristín Þóra og Valur Freyr standa sig afar vel að mati gagnrýnanda. fréttablaðið/Stefán Leikhús. Tengdó. Höfundur: Valur Freyr Einarsson. Leikarar: Kristín Þóra Haraldsdóttir og Valur Freyr Einarsson; Tónlist og hljóðmynd: Davíð Þór Jónsson; Lýsing: Aðalsteinn Stefánsson; Hreyfimyndband: Ilmur Stefánsdóttir og Jón Páll Eyjólfsson; Leikmynd og búningar: Ilmur Stefánsdóttir; Leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson. Borgarleikhúsið í samstarfi við Common Nonsense. Fyrir skemmstu hófst ævintýri sem hrífur og hreyfir við áhorfendum, ævintýri sem er frásögn úr raunveruleikanum. Þeim raunveruleika sem mörg íslensk börn hafa lifað við. Saga Magneu, tengdamóður höfundarins Vals Freys Einarssonar og móður leikmynda- og búningahönnuðarins Ilmar Stefánsdóttur, er sögð af virðingu, hlýju og með greindarlegum undirliggjandi húmor. Sýningin er sett upp á Litla Sviðinu en það er eins konar sexhyrningur eða hringur sem hentar allri myndinni ákaflega vel. Ilmur Stefánsdóttir hefur með dótakassa úr fórum ömmu sinnar og mömmu byggt upp umgjörð sem er einkar heillandi. Á hvítri fallhlíf sem myndar eins og hringlaga himinn yfir leiknum birtast í skuggamyndum tákn og börn og menn og myndir sem glæða verkið lífi og fleiri víddum. Magnea var öðruvísi, kölluð kolamoli. Einhvers staðar langt í burtu á hún pabba því þó svo að henni hafi alltaf verið sagt að hann hafi dáið, þá finnur hún það á sér að hann er til. Hún fæddist árið 1945, allt öðruvísi á litinn en hin börnin í Höfnunum. Móðir hennar var 42 ára gömul, hafði verið gift í áraraðir án þess að eignast eigið barn en svo féll hún fyrir súkkulaðisætum brúneygum grískum guð. Það eru tveir leikarar í verkinu þó hlutverkin séu í raun þrjú. Valur Freyr, sem safnað hefur saman upplýsingum og skrifað verkið, leikur bæði móður Magneu og eins hana sjálfa, en því hlutverki deilir hann með Kristínu Þóru Haraldsdóttur. Framan af býst maður við einhvers konar haldbærri skýringu á því hvers vegna karlmaður er í þessu hlutverki, og maður veltir fyrir sér hvort hann eigi allt í einu að breytast í eitthvað annað, en þegar á leið varð þetta eðlilegasti hlutur í heimi. Kristín Dóra Haraldsdóttir sannfærði okkur um að hún væri lítil og öðruvísi og byrjuð að reykja sjö ára gömul. Henni tókst að segja sögurnar um eineltið á þann hátt að það hefði mátt vera tilfinningalaus manneskja sem komst ekki við. Lýsingar hennar á þeirri skilyrðislausu ást sem Magnea bar til Jóns stjúpa síns var einnig afar falleg. Jón stjúpi dó áður en Magnea byrjaði í barnaskóla en það var skelfileg upplifun sem fallegur ljóshærður drengur með blá augu bjargaði henni úr. Og sá fallegi ljóshærði drengur sat og hélt í höndina á konunni sinni á frumsýningunni. Hér var ævisaga sögð en vitaskuld með tilheyrandi vali höfundar. Leitin að upprunanum og rétturinn á því að vita hver maður er, stýrði framvindunni. Í sýningunni var mikil ljóðræna, mikil fegurð og tónlistin smaug inn undir fallhlífina og lífið og gerði stemninguna fullkomna. Niðurstaða:Sýningin fjallar um tímabil í sögu landsins sem skiptir mjög miklu máli, unnin af ást, virðingu og umhyggju fyrir viðfangsefninu. Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Leikhús. Tengdó. Höfundur: Valur Freyr Einarsson. Leikarar: Kristín Þóra Haraldsdóttir og Valur Freyr Einarsson; Tónlist og hljóðmynd: Davíð Þór Jónsson; Lýsing: Aðalsteinn Stefánsson; Hreyfimyndband: Ilmur Stefánsdóttir og Jón Páll Eyjólfsson; Leikmynd og búningar: Ilmur Stefánsdóttir; Leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson. Borgarleikhúsið í samstarfi við Common Nonsense. Fyrir skemmstu hófst ævintýri sem hrífur og hreyfir við áhorfendum, ævintýri sem er frásögn úr raunveruleikanum. Þeim raunveruleika sem mörg íslensk börn hafa lifað við. Saga Magneu, tengdamóður höfundarins Vals Freys Einarssonar og móður leikmynda- og búningahönnuðarins Ilmar Stefánsdóttur, er sögð af virðingu, hlýju og með greindarlegum undirliggjandi húmor. Sýningin er sett upp á Litla Sviðinu en það er eins konar sexhyrningur eða hringur sem hentar allri myndinni ákaflega vel. Ilmur Stefánsdóttir hefur með dótakassa úr fórum ömmu sinnar og mömmu byggt upp umgjörð sem er einkar heillandi. Á hvítri fallhlíf sem myndar eins og hringlaga himinn yfir leiknum birtast í skuggamyndum tákn og börn og menn og myndir sem glæða verkið lífi og fleiri víddum. Magnea var öðruvísi, kölluð kolamoli. Einhvers staðar langt í burtu á hún pabba því þó svo að henni hafi alltaf verið sagt að hann hafi dáið, þá finnur hún það á sér að hann er til. Hún fæddist árið 1945, allt öðruvísi á litinn en hin börnin í Höfnunum. Móðir hennar var 42 ára gömul, hafði verið gift í áraraðir án þess að eignast eigið barn en svo féll hún fyrir súkkulaðisætum brúneygum grískum guð. Það eru tveir leikarar í verkinu þó hlutverkin séu í raun þrjú. Valur Freyr, sem safnað hefur saman upplýsingum og skrifað verkið, leikur bæði móður Magneu og eins hana sjálfa, en því hlutverki deilir hann með Kristínu Þóru Haraldsdóttur. Framan af býst maður við einhvers konar haldbærri skýringu á því hvers vegna karlmaður er í þessu hlutverki, og maður veltir fyrir sér hvort hann eigi allt í einu að breytast í eitthvað annað, en þegar á leið varð þetta eðlilegasti hlutur í heimi. Kristín Dóra Haraldsdóttir sannfærði okkur um að hún væri lítil og öðruvísi og byrjuð að reykja sjö ára gömul. Henni tókst að segja sögurnar um eineltið á þann hátt að það hefði mátt vera tilfinningalaus manneskja sem komst ekki við. Lýsingar hennar á þeirri skilyrðislausu ást sem Magnea bar til Jóns stjúpa síns var einnig afar falleg. Jón stjúpi dó áður en Magnea byrjaði í barnaskóla en það var skelfileg upplifun sem fallegur ljóshærður drengur með blá augu bjargaði henni úr. Og sá fallegi ljóshærði drengur sat og hélt í höndina á konunni sinni á frumsýningunni. Hér var ævisaga sögð en vitaskuld með tilheyrandi vali höfundar. Leitin að upprunanum og rétturinn á því að vita hver maður er, stýrði framvindunni. Í sýningunni var mikil ljóðræna, mikil fegurð og tónlistin smaug inn undir fallhlífina og lífið og gerði stemninguna fullkomna. Niðurstaða:Sýningin fjallar um tímabil í sögu landsins sem skiptir mjög miklu máli, unnin af ást, virðingu og umhyggju fyrir viðfangsefninu.
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira