Allir kaflarnir verði opnaðir fyrir árslok 30. mars 2012 08:00 Viðræður Sérlausnir sem önnur ríki, til dæmis Finnar, hafa fengið í viðræðum við ESB verða ekki færðar sjálfkrafa yfir á önnur lönd, sagði Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, í Brussel í gær.Fréttablaðið/stefán Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins (ESB), vonast til þess að búið verði að opna alla samningskafla í aðildarviðræðum við Ísland fyrir árslok. Füle lét þessi orð falla á fundi með íslenskum blaðamönnum í Brussel í gær, í aðdraganda fjórðu ríkjaráðstefnu Íslands og ESB sem fer fram í dag. Á ráðstefnunni verða opnaðir fjórir samningskaflar, um orkumál, utanríkis-, öryggis- og varnarmál og neytenda- og heilsuvernd. Fyrirfram er búist við því að tveimur síðustu köflunum verði lokað samdægurs, enda sé samhljómur í samningsafstöðu Íslands og ESB í þeim málaflokkum. Varðandi kaflann um samkeppnismál leggur Ísland meðal annars áherslu á að viðhalda núverandi fyrirkomulagi á verslun með áfengi og tóbak, enda sé það í samræmi við ákvæði EES-samningsins og regluverk ESB, en í afstöðu Íslands kemur einnig fram að í þeim málaflokki sé einnig beðið þess að Eftirlitsstofnun EFTA muni ljúka athugun sinni á starfsemi Íbúðalánasjóðs. Í orkumálum fór Ísland fram á aðlögunartímabil og sérlausnir, meðal annars vegna ákvæða um að aðildarríki ESB þurfi að viðhalda lágmarksbirgðum af olíu fyrir 90 daga notkun. Birgðastaða Íslands er jafnan um 32 dagar, en í stað þess að auka birgðir er þess farið á leit að Ísland fái tíma til að draga úr notkun olíu með auknu hlutfalli endurnýjanlegra orkugjafa, fram til þess að núverandi magn muni nægja í tilskyldan tíma. Þá er meðal annars hnykkt á þeim ákvæðum ESB-sáttmálans sem lúta að yfirráðum aðildarlanda yfir orkuauðlindum og að eignarhald Íslands yfir orkugjöfum sínum og rétturinn til að stjórna þeim haldist óskertur. Ef fram fer sem horfir í dag, verður búið að opna fimmtán samningskafla af 33 og loka tíu þeirra. Enn mun þó standa eftir að opna marga veigamikla kafla sem fyrirfram er talið að verði erfiðastir viðfangs, til dæmis um stjórn fiskveiða, landbúnað, byggðamál og umhverfismál. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður fiskveiðikaflinn þó ekki opnaður fyrr en í fyrsta lagi á seinni helmingi ársins, en þá munu Kýpur fara með formennsku í ESB. Füle minntist í tali sínu á sérstöðu Íslands, sérstaklega varðandi legu landsins. Aðspurður út í möguleikann á sérlausnum, byggðum á samsvarandi lausnum sem ríki hafa fengið í fyrri aðildarviðræðum (til dæmis fékk Finnland ákveðna sérlausn vegna landbúnaðar á norðurslóðum) svaraði Füle: „Já og nei. Annars vegar sýna sérlausnir í fyrri viðræðum að sambandið reyni að koma til móts við sérstöðu ríkja í viðræðum. Það sé þó innan marka ESB-sáttmálans. Hins vegar yfirfærum við ekki slíkar lausnir sjálfkrafa frá einum viðræðum til annarra, þó við höfum þær vissulega til hliðsjónar." thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Sjá meira
Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins (ESB), vonast til þess að búið verði að opna alla samningskafla í aðildarviðræðum við Ísland fyrir árslok. Füle lét þessi orð falla á fundi með íslenskum blaðamönnum í Brussel í gær, í aðdraganda fjórðu ríkjaráðstefnu Íslands og ESB sem fer fram í dag. Á ráðstefnunni verða opnaðir fjórir samningskaflar, um orkumál, utanríkis-, öryggis- og varnarmál og neytenda- og heilsuvernd. Fyrirfram er búist við því að tveimur síðustu köflunum verði lokað samdægurs, enda sé samhljómur í samningsafstöðu Íslands og ESB í þeim málaflokkum. Varðandi kaflann um samkeppnismál leggur Ísland meðal annars áherslu á að viðhalda núverandi fyrirkomulagi á verslun með áfengi og tóbak, enda sé það í samræmi við ákvæði EES-samningsins og regluverk ESB, en í afstöðu Íslands kemur einnig fram að í þeim málaflokki sé einnig beðið þess að Eftirlitsstofnun EFTA muni ljúka athugun sinni á starfsemi Íbúðalánasjóðs. Í orkumálum fór Ísland fram á aðlögunartímabil og sérlausnir, meðal annars vegna ákvæða um að aðildarríki ESB þurfi að viðhalda lágmarksbirgðum af olíu fyrir 90 daga notkun. Birgðastaða Íslands er jafnan um 32 dagar, en í stað þess að auka birgðir er þess farið á leit að Ísland fái tíma til að draga úr notkun olíu með auknu hlutfalli endurnýjanlegra orkugjafa, fram til þess að núverandi magn muni nægja í tilskyldan tíma. Þá er meðal annars hnykkt á þeim ákvæðum ESB-sáttmálans sem lúta að yfirráðum aðildarlanda yfir orkuauðlindum og að eignarhald Íslands yfir orkugjöfum sínum og rétturinn til að stjórna þeim haldist óskertur. Ef fram fer sem horfir í dag, verður búið að opna fimmtán samningskafla af 33 og loka tíu þeirra. Enn mun þó standa eftir að opna marga veigamikla kafla sem fyrirfram er talið að verði erfiðastir viðfangs, til dæmis um stjórn fiskveiða, landbúnað, byggðamál og umhverfismál. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður fiskveiðikaflinn þó ekki opnaður fyrr en í fyrsta lagi á seinni helmingi ársins, en þá munu Kýpur fara með formennsku í ESB. Füle minntist í tali sínu á sérstöðu Íslands, sérstaklega varðandi legu landsins. Aðspurður út í möguleikann á sérlausnum, byggðum á samsvarandi lausnum sem ríki hafa fengið í fyrri aðildarviðræðum (til dæmis fékk Finnland ákveðna sérlausn vegna landbúnaðar á norðurslóðum) svaraði Füle: „Já og nei. Annars vegar sýna sérlausnir í fyrri viðræðum að sambandið reyni að koma til móts við sérstöðu ríkja í viðræðum. Það sé þó innan marka ESB-sáttmálans. Hins vegar yfirfærum við ekki slíkar lausnir sjálfkrafa frá einum viðræðum til annarra, þó við höfum þær vissulega til hliðsjónar." thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Sjá meira