Telur fordæmisgildi dóms mikið 23. mars 2012 11:30 Björn Bjarnason Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, þarf að fá undanþágu frá Hæstarétti til að fá að áfrýja dómi héraðsdóms í meiðyrðamáli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á hendur Birni. Sótt verður um leyfið eftir helgi segir Jón Magnússon, verjandi Björns. Björn var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur fyrir meiðyrði í garð Jóns Ásgeirs í bók sinni Rosabaugur yfir Íslandi. Hann var dæmdur til að greiða Jóni Ásgeiri 200 þúsund krónur í miskabætur og 200 þúsund til viðbótar til að birta dóminn í fjölmiðlum. Þær upphæðir eru langt undir viðmiðum um þau mál sem heimilt er að áfrýja til Hæstaréttar. Jón Magnússon segir að óskað verði eftir því að Hæstiréttur heimili Birni að áfrýja málinu þar sem fordæmisgildi þess sé mikið. Björn sé dæmdur þrátt fyrir að hann hafi leiðrétt ummæli sín og beðist afsökunar á þeim. Mikilvægt sé að Hæstiréttur skýri hvort leiðrétting og afsökunarbeiðni hafi engin áhrif. Þá telur Jón einnig að skera verði úr um það hvort æra opinberrar persónu á borð við Jón Ásgeir hafi sannarlega verið meidd með misritunum í bók Björns. Fremur óalgengt er að Hæstiréttur veiti undanþágu af þessu tagi. - bj Fréttir Tengdar fréttir Romney þokast nær sigrinum Mitt Romney er kominn langleiðina að því að tryggja sér útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember næstkomandi. Forvali er nú lokið í helmingi ríkjanna. Slagur repúblikana hefur verið afar langur og óvæginn, en Romney hefur smátt og smátt verið að bæta við sig kjörmönnum á flokksþingið í ágúst. Þar verður frambjóðandi flokksins útnefndur til að takast á við Barack Obama forseta. 23. mars 2012 02:00 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, þarf að fá undanþágu frá Hæstarétti til að fá að áfrýja dómi héraðsdóms í meiðyrðamáli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á hendur Birni. Sótt verður um leyfið eftir helgi segir Jón Magnússon, verjandi Björns. Björn var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur fyrir meiðyrði í garð Jóns Ásgeirs í bók sinni Rosabaugur yfir Íslandi. Hann var dæmdur til að greiða Jóni Ásgeiri 200 þúsund krónur í miskabætur og 200 þúsund til viðbótar til að birta dóminn í fjölmiðlum. Þær upphæðir eru langt undir viðmiðum um þau mál sem heimilt er að áfrýja til Hæstaréttar. Jón Magnússon segir að óskað verði eftir því að Hæstiréttur heimili Birni að áfrýja málinu þar sem fordæmisgildi þess sé mikið. Björn sé dæmdur þrátt fyrir að hann hafi leiðrétt ummæli sín og beðist afsökunar á þeim. Mikilvægt sé að Hæstiréttur skýri hvort leiðrétting og afsökunarbeiðni hafi engin áhrif. Þá telur Jón einnig að skera verði úr um það hvort æra opinberrar persónu á borð við Jón Ásgeir hafi sannarlega verið meidd með misritunum í bók Björns. Fremur óalgengt er að Hæstiréttur veiti undanþágu af þessu tagi. - bj
Fréttir Tengdar fréttir Romney þokast nær sigrinum Mitt Romney er kominn langleiðina að því að tryggja sér útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember næstkomandi. Forvali er nú lokið í helmingi ríkjanna. Slagur repúblikana hefur verið afar langur og óvæginn, en Romney hefur smátt og smátt verið að bæta við sig kjörmönnum á flokksþingið í ágúst. Þar verður frambjóðandi flokksins útnefndur til að takast á við Barack Obama forseta. 23. mars 2012 02:00 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Romney þokast nær sigrinum Mitt Romney er kominn langleiðina að því að tryggja sér útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember næstkomandi. Forvali er nú lokið í helmingi ríkjanna. Slagur repúblikana hefur verið afar langur og óvæginn, en Romney hefur smátt og smátt verið að bæta við sig kjörmönnum á flokksþingið í ágúst. Þar verður frambjóðandi flokksins útnefndur til að takast á við Barack Obama forseta. 23. mars 2012 02:00