Dúkkulísur í stað fyrirsæta 22. mars 2012 09:45 Óhefðbundin sýning Tískusýning verslunarinnar Kiosk verður með óhefðbundum hætti að sögn Eddu Guðmundsdóttur, fatahönnuðar. Dúkkulísur í raunstærð munu sýna vorlínur hönnuðanna.fréttablaðið/ Arnþór Birkisson Dúkkulísutískusýning á vegum Kiosk fer fram á Hótel Lind á föstudaginn kemur. Hver hönnuður hannaði sérstaka dúkkulísu í raunstærð og munu þær sýna fatnað hönnuðanna. Tískuverslunin Kiosk er rekin af hópi fatahönnuða og ætla þeir að sýna vorlínur sínar á heldur óhefðbundinn máta. Hver hönnuður hefur hannað sérstaka dúkkulísu í raunstærð til að sýna fatnað sinn. Að frumsýningu lokinni fara dúkkulísurnar svo á flakk um miðbæinn og koma við á ýmsum skemmtilegum stöðum og verslunum. Edda Guðmundsdóttir, fatahönnuður og einn aðstandenda Kiosk, segir hugmyndina hafa orðið til þegar hönnuðirnir hittust og vörpuðu hugmyndum á milli sín fyrir tískusýninguna. „Ein sýndi okkur hinum gamlar dúkkulísur sem hún átti og okkur fannst hugmyndin um að gera sýningu með dúkkulísum í raunstærð skemmtileg. Hver hönnuður fékk ákveðna útgáfu af dúkkulísu og setti hana í föt og svo voru þær prentaðar út fyrir okkur," útskýrir Edda og bætir við að þar sem „sýningarstúlkurnar" séu ekki göngufærar verði sýningin meira í ætt við útstillingu en hefðbundna tískusýningu. „Það eru allir velkomnir á sýninguna og við Kiosk-liðar verðum þarna í góðum dúkkulísupartýsgír. En ég tek fram að það er stranglega bannað að sulla niður á dúkkulísurnar." Sýningin fer fram á Hótel Lind á Rauðarárstíg 18 og hefst klukkan 17 og stendur til klukkan 20. - sm Lífið Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Dúkkulísutískusýning á vegum Kiosk fer fram á Hótel Lind á föstudaginn kemur. Hver hönnuður hannaði sérstaka dúkkulísu í raunstærð og munu þær sýna fatnað hönnuðanna. Tískuverslunin Kiosk er rekin af hópi fatahönnuða og ætla þeir að sýna vorlínur sínar á heldur óhefðbundinn máta. Hver hönnuður hefur hannað sérstaka dúkkulísu í raunstærð til að sýna fatnað sinn. Að frumsýningu lokinni fara dúkkulísurnar svo á flakk um miðbæinn og koma við á ýmsum skemmtilegum stöðum og verslunum. Edda Guðmundsdóttir, fatahönnuður og einn aðstandenda Kiosk, segir hugmyndina hafa orðið til þegar hönnuðirnir hittust og vörpuðu hugmyndum á milli sín fyrir tískusýninguna. „Ein sýndi okkur hinum gamlar dúkkulísur sem hún átti og okkur fannst hugmyndin um að gera sýningu með dúkkulísum í raunstærð skemmtileg. Hver hönnuður fékk ákveðna útgáfu af dúkkulísu og setti hana í föt og svo voru þær prentaðar út fyrir okkur," útskýrir Edda og bætir við að þar sem „sýningarstúlkurnar" séu ekki göngufærar verði sýningin meira í ætt við útstillingu en hefðbundna tískusýningu. „Það eru allir velkomnir á sýninguna og við Kiosk-liðar verðum þarna í góðum dúkkulísupartýsgír. En ég tek fram að það er stranglega bannað að sulla niður á dúkkulísurnar." Sýningin fer fram á Hótel Lind á Rauðarárstíg 18 og hefst klukkan 17 og stendur til klukkan 20. - sm
Lífið Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira