Arkitektúr, útihúsgögn og erlendir gestir 22. mars 2012 12:00 Fyrirmyndarborg í Ráðhúsinu. Úr fjölmörgum viðburðum er að velja á HönnunarMars. Hér fylgir yfirlit yfir nokkra þeirra en nánari upplýsingar um þessa viðburði og alla hina er að finna á heimasíðunni honnunarmars.is.Í Ráðhúsi Reykjavíkur verður reist Fyrirmyndarborg en það er Arkitektafélag Íslands sem stendur fyrir þeirri uppákomu. „Fjölskyldur og börn geta fengið úthlutað lóð í skipulagi sem verður komið fyrir á gólfi Ráðhússins, þar byggja þau hús, torg og garða," segir á heimasíðu HönnunarMars.Borðið Góa eftir Erlu Sólveigu. Hönnunarsafn Íslands tekur að sjálfsögðu þátt í HönnunarMars og kynnir samstarfsverkefni safnsins og Erlu Sólveigar Óskarsdóttur húsgagnahönnuðar. „Safnið fór þess á leit við Erlu að hún hannaði létt borð fyrir gesti safnsins sem nota mætti bæði úti og inni. Góa er úr áli og er eina íslenska borðið á markaði sem hentar utandyra."HönnunarMarsipan. Matarhönnun ýmiss konar skipar sinn sess á hátíðinni. HönnunarMarsipan snýr aftur og verður hægt að festa kaup á því í Kiosk á Laugavegi 65. Þá er á hátíðinni meðal annars fyrirlestur matarhönnuðarins Marije Vogelsang á fyrirlestrardegi í Gamla bíói. Íslensk hönnun er í aðalhlutverki á HönnunarMars, en í fyrsta skipti í ár sækja erlendir gestir hátíðina heim. Finnska Popup-verslun Design Forum verður starfrækt í Netagerðinni næstu þrjá daga. Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar, segir það ánægjulega nýbreytni: „Við viljum fá erlenda hönnuði á hátíðina."Meðal hönnuða sem taka þátt í hátíðinni eru Sigga Heimis iðnhönnuður og Tinna Gunnarsdóttir. Sigga sýnir ný húsgögn og nytjahluti, innblásna af hafinu og fortíðinni, sem framleiddir eru á Íslandi en á sama stað sýna Anna María og David Sandahl skartgripi. Sýning með verkum Tinnu Gunnarsdóttur verður svo opnuð í Listasafni Íslands. HönnunarMars Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Úr fjölmörgum viðburðum er að velja á HönnunarMars. Hér fylgir yfirlit yfir nokkra þeirra en nánari upplýsingar um þessa viðburði og alla hina er að finna á heimasíðunni honnunarmars.is.Í Ráðhúsi Reykjavíkur verður reist Fyrirmyndarborg en það er Arkitektafélag Íslands sem stendur fyrir þeirri uppákomu. „Fjölskyldur og börn geta fengið úthlutað lóð í skipulagi sem verður komið fyrir á gólfi Ráðhússins, þar byggja þau hús, torg og garða," segir á heimasíðu HönnunarMars.Borðið Góa eftir Erlu Sólveigu. Hönnunarsafn Íslands tekur að sjálfsögðu þátt í HönnunarMars og kynnir samstarfsverkefni safnsins og Erlu Sólveigar Óskarsdóttur húsgagnahönnuðar. „Safnið fór þess á leit við Erlu að hún hannaði létt borð fyrir gesti safnsins sem nota mætti bæði úti og inni. Góa er úr áli og er eina íslenska borðið á markaði sem hentar utandyra."HönnunarMarsipan. Matarhönnun ýmiss konar skipar sinn sess á hátíðinni. HönnunarMarsipan snýr aftur og verður hægt að festa kaup á því í Kiosk á Laugavegi 65. Þá er á hátíðinni meðal annars fyrirlestur matarhönnuðarins Marije Vogelsang á fyrirlestrardegi í Gamla bíói. Íslensk hönnun er í aðalhlutverki á HönnunarMars, en í fyrsta skipti í ár sækja erlendir gestir hátíðina heim. Finnska Popup-verslun Design Forum verður starfrækt í Netagerðinni næstu þrjá daga. Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar, segir það ánægjulega nýbreytni: „Við viljum fá erlenda hönnuði á hátíðina."Meðal hönnuða sem taka þátt í hátíðinni eru Sigga Heimis iðnhönnuður og Tinna Gunnarsdóttir. Sigga sýnir ný húsgögn og nytjahluti, innblásna af hafinu og fortíðinni, sem framleiddir eru á Íslandi en á sama stað sýna Anna María og David Sandahl skartgripi. Sýning með verkum Tinnu Gunnarsdóttur verður svo opnuð í Listasafni Íslands.
HönnunarMars Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira