Hámarks miskabætur verði fimmfaldaðar 21. mars 2012 07:30 Frumvarp Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vonast til þess að mikil sátt verði um frumvarp um hækkun bótafjárhæða á Alþingi.Fréttablaðið/gva Hámarksbætur sem ríkið greiðir fyrir líkamstjón verða tvöfaldaðar og hámarksbætur fyrir miska verða fimmfaldaðar nái frumvarp Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra fram að ganga. Samkvæmt frumvarpinu, sem samþykkt var á fundi ríkisstjórnarinnar í gær, munu hámarksbætur fyrir líkamstjón verða 5 milljónir króna, en hámarksbætur fyrir miska 3 milljónir króna, segir Ögmundur. „Það er gríðarlegt réttlætismál að hækka þessar upphæðir og jafna á milli þessara flokka," segir Ögmundur. Hann bendir á að miskabætur séu greiddar fórnarlömbum í kynferðisbrotamálum. Hingað til hafi ríkið aðeins greitt fórnarlömbunum 600 þúsund krónur að hámarki, en bætur umfram þá upphæð hafi fórnarlömbin þurft að sækja beint til brotamannanna. „Við erum að rétta hlut fórnarlambanna, þetta er mikið framfaraskref og jafnréttismál," segir Ögmundur. Spurður hvers vegna bótafjárhæðirnar séu ekki þær sömu í báðum flokkum segir Ögmundur: „Miski getur orðið að varanlegu líkamlegu tjóni, og þá gæti viðkomandi fallið í þann flokkinn." Skammtímaskaði geti, til dæmis í kynferðisbrotamálum, orðið að langtímaskaða, og geti því fallið í þann flokk þegar komi að bótum. Til að draga úr kostnaði vegna þessara breytinga verður hætt að greiða bætur fyrir minni háttar varanlegan miska, þegar metin örorka nær ekki 15 prósentum, segir Ögmundur. Heildarkostnaður við allar breytingarnar er talinn nema um 10 milljónum króna á ári. - bj Fréttir Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Hámarksbætur sem ríkið greiðir fyrir líkamstjón verða tvöfaldaðar og hámarksbætur fyrir miska verða fimmfaldaðar nái frumvarp Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra fram að ganga. Samkvæmt frumvarpinu, sem samþykkt var á fundi ríkisstjórnarinnar í gær, munu hámarksbætur fyrir líkamstjón verða 5 milljónir króna, en hámarksbætur fyrir miska 3 milljónir króna, segir Ögmundur. „Það er gríðarlegt réttlætismál að hækka þessar upphæðir og jafna á milli þessara flokka," segir Ögmundur. Hann bendir á að miskabætur séu greiddar fórnarlömbum í kynferðisbrotamálum. Hingað til hafi ríkið aðeins greitt fórnarlömbunum 600 þúsund krónur að hámarki, en bætur umfram þá upphæð hafi fórnarlömbin þurft að sækja beint til brotamannanna. „Við erum að rétta hlut fórnarlambanna, þetta er mikið framfaraskref og jafnréttismál," segir Ögmundur. Spurður hvers vegna bótafjárhæðirnar séu ekki þær sömu í báðum flokkum segir Ögmundur: „Miski getur orðið að varanlegu líkamlegu tjóni, og þá gæti viðkomandi fallið í þann flokkinn." Skammtímaskaði geti, til dæmis í kynferðisbrotamálum, orðið að langtímaskaða, og geti því fallið í þann flokk þegar komi að bótum. Til að draga úr kostnaði vegna þessara breytinga verður hætt að greiða bætur fyrir minni háttar varanlegan miska, þegar metin örorka nær ekki 15 prósentum, segir Ögmundur. Heildarkostnaður við allar breytingarnar er talinn nema um 10 milljónum króna á ári. - bj
Fréttir Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira