Heildarskuldir skólans nema 739 milljónum 21. mars 2012 09:00 á Hvanneyri Ríkisendurskoðun segir fjárveitingar til Landbúnaðarháskólans verða að vera í samræmi við reglur um framlög til framhalds- og háskóla, hvort sem hann verður áfram sjálfstæður háskóli eða sameinast Háskóla Íslands. Fréttablaðið/GVA Uppsafnaður halli Landbúnaðarháskóla Íslands nam 307 milljónum króna í lok síðasta árs. Heildarskuldir skólans nema 739 milljónum og hafa fimmfaldast frá árinu 2005. Í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar eru stjórnendur skólans og yfirvöld menntamála hvött til að taka á vanda skólans. Ríkisendurskoðun hvetur stjórnendur og yfirvöld menntamála til að taka á þessum vanda. Jafnframt minnir stofnunin á að forstöðumenn ríkisstofnana bera samkvæmt lögum ábyrgð á því að starfsemi þeirra sé í samræmi við fjárheimildir. Skólinn var stofnaður árið 2005 með sameiningu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins og Garðyrkjuskóla ríkisins. Í umfjöllun Ríkisendurskoðunar kemur fram að skólinn hefur nánast frá upphafi glímt við fjárhagsvanda sem ágerst hafi með árunum. Bent er á að langstærstur hluti skulda skólans, eða 94 prósent, sé við ríkissjóð. „Ríkisendurskoðun bendir á að hér er um að ræða fjármuni sem Alþingi hefur aldrei samþykkt að verja til skólans." Þá gerir Ríkisendurskoðun athugasemdir við eignasölu Landbúnaðarháskólans á árinu 2009. Þar á meðal er sala skólans á hlut sínum í fyrirtækinu Orf líftækni ehf. fyrir 134 milljónir króna. „Kaupverðið hefur enn ekki fengist greitt og nokkur óvissa er um að svo verði vegna erfiðrar fjárhagsstöðu kaupendanna." Í athugasemdum Ríkisendurskoðunar er áréttað að brýnt sé að tryggja hagsmuni ríkisins vegna viðskiptanna. „Skili þau skólanum ekki raunverulegum tekjum beri að rifta kaupsamningum eða afskrifa eignirnar." Í svörum mennta- og menningarmálaráðuneytisins í skýrslunni við ábendingum Ríkisendurskoðunar kemur fram að nemendum og námsbrautum hafi fjölgað mjög við skólann síðustu ár. „Stjórnendur og mennta- og menningarmálaráðuneytið telja að fjárhagsvanda skólans megi fyrst og fremst rekja til þess að framlög ríkisins hafa ekki haldið í við þessa þróun," segir í umfjöllun Ríkisendurskoðunar. Ríkisendurskoðun áréttar hins vegar að forstöðumaður beri ábyrgð á rekstri stofnunar, þar með talið að umfang starfseminnar sé í samræmi við þær fjárheimildir sem Alþingi ráðstafar til hennar á hverjum tíma. „Sníða verður verkefni skólans að fjárheimildum hans," segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Uppsafnaður halli Landbúnaðarháskóla Íslands nam 307 milljónum króna í lok síðasta árs. Heildarskuldir skólans nema 739 milljónum og hafa fimmfaldast frá árinu 2005. Í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar eru stjórnendur skólans og yfirvöld menntamála hvött til að taka á vanda skólans. Ríkisendurskoðun hvetur stjórnendur og yfirvöld menntamála til að taka á þessum vanda. Jafnframt minnir stofnunin á að forstöðumenn ríkisstofnana bera samkvæmt lögum ábyrgð á því að starfsemi þeirra sé í samræmi við fjárheimildir. Skólinn var stofnaður árið 2005 með sameiningu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins og Garðyrkjuskóla ríkisins. Í umfjöllun Ríkisendurskoðunar kemur fram að skólinn hefur nánast frá upphafi glímt við fjárhagsvanda sem ágerst hafi með árunum. Bent er á að langstærstur hluti skulda skólans, eða 94 prósent, sé við ríkissjóð. „Ríkisendurskoðun bendir á að hér er um að ræða fjármuni sem Alþingi hefur aldrei samþykkt að verja til skólans." Þá gerir Ríkisendurskoðun athugasemdir við eignasölu Landbúnaðarháskólans á árinu 2009. Þar á meðal er sala skólans á hlut sínum í fyrirtækinu Orf líftækni ehf. fyrir 134 milljónir króna. „Kaupverðið hefur enn ekki fengist greitt og nokkur óvissa er um að svo verði vegna erfiðrar fjárhagsstöðu kaupendanna." Í athugasemdum Ríkisendurskoðunar er áréttað að brýnt sé að tryggja hagsmuni ríkisins vegna viðskiptanna. „Skili þau skólanum ekki raunverulegum tekjum beri að rifta kaupsamningum eða afskrifa eignirnar." Í svörum mennta- og menningarmálaráðuneytisins í skýrslunni við ábendingum Ríkisendurskoðunar kemur fram að nemendum og námsbrautum hafi fjölgað mjög við skólann síðustu ár. „Stjórnendur og mennta- og menningarmálaráðuneytið telja að fjárhagsvanda skólans megi fyrst og fremst rekja til þess að framlög ríkisins hafa ekki haldið í við þessa þróun," segir í umfjöllun Ríkisendurskoðunar. Ríkisendurskoðun áréttar hins vegar að forstöðumaður beri ábyrgð á rekstri stofnunar, þar með talið að umfang starfseminnar sé í samræmi við þær fjárheimildir sem Alþingi ráðstafar til hennar á hverjum tíma. „Sníða verður verkefni skólans að fjárheimildum hans," segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent