Nýr spítali þjónar 125 þúsund manns 21. mars 2012 06:30 Afhenti spítala Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra afhenti malavískum stjórnvöldum fullbúið sjúkrahús í bænum Monkey Bay við Malaví-vatn. Mynd/Utanríkisráðuneytið Nýr spítali sem byggður hefur verið fyrir þróunarfé frá Íslandi hefur þegar fengið ríflega milljón heimsóknir, þó að formlega hafi hann verið vígður í gær. Sjúkrahúsið þjónar um 125 þúsund manna svæði í Malaví í Suðaustur-Afríku. „Þarna var enginn spítali og nær engin læknisþjónusta þegar Íslendingar hófu hjálparstarf sitt við Malaví-vatnið og spítalinn gjörbreytir lífsgæðum fólksins hér," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, sem afhenti stjórnvöldum í Malaví fullbúið sjúkrahúsið formlega í gær. Bygging sjúkrahússins er stærsta einstaka verkefnið í þróunarsamvinnu sem Ísland hefur staðið fyrir, en verkefnið hefur staðið yfir frá árinu 2000. Össur afhenti spítalann við hátíðlega athöfn í bænum Monkey Bay við Malaví-vatn í gær. Callista Mutharika, forsetafrú Malaví, veitti spítalanum viðtöku. Viðstaddir voru auk hennar ráðherrar, héraðshöfðingjar og embættismenn. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu fagnaði mikill mannfjöldi við afhendinguna. Sjúkrahúsið hefur haft í för með sér byltingu í heilbrigðisþjónustu á þessu fátæka svæði í Malaví. Á spítalanum er göngudeild, skurðdeild og fæðingardeild. Fyrir tilstilli fæðingardeildarinnar hefur mæðradauði og barnadauði minnkað verulega á svæðinu. „Við höfum lagt sérstaka áherslu á barnavernd og aðstoð við mæður, og meðal annars komið á fót tveimur öðrum fæðingardeildum fyrir utan þá sem er við nýja sjúkrahúsið í Monkey Bay. Það segir sína sögu að samtals hafa fast að sextán þúsund börn fæðst á íslensku fæðingardeildunum," segir Össur. „Konurnar koma langt að til að fæða þar, því þær vita að þar eru þær í eins öruggum höndum og hægt er að bjóða upp á við þær aðstæður sem ríkja í örbirgðinni við Malaví-vatnið." Össur lýsti því yfir við afhendingu spítalans að Ísland myndi áfram styðja verkefni til að tryggja íbúum svæðisins hreint vatn. Þegar hafa verið boraðir nærri 500 vatnsbrunnar, og með þeim aðgerðum hefur kóleru verið útrýmt á þeim svæðum. Áður var algengt að vel á annað hundrað tilvik kóleru kæmu upp á þessum svæðum, en síðan brunnarnir voru teknir í notkun hefur ekkert tilvik komið upp. Ísland mun áfram styðja vel við fátæka íbúa Malaví, sagði Össur. Hann kynnti í ræðu sinni fjögurra ára áætlun um aukin fjárframlög til heilbrigðis- og menntamála í Mangochi-héraði, auk vatns og hreinlætismála. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Nýr spítali sem byggður hefur verið fyrir þróunarfé frá Íslandi hefur þegar fengið ríflega milljón heimsóknir, þó að formlega hafi hann verið vígður í gær. Sjúkrahúsið þjónar um 125 þúsund manna svæði í Malaví í Suðaustur-Afríku. „Þarna var enginn spítali og nær engin læknisþjónusta þegar Íslendingar hófu hjálparstarf sitt við Malaví-vatnið og spítalinn gjörbreytir lífsgæðum fólksins hér," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, sem afhenti stjórnvöldum í Malaví fullbúið sjúkrahúsið formlega í gær. Bygging sjúkrahússins er stærsta einstaka verkefnið í þróunarsamvinnu sem Ísland hefur staðið fyrir, en verkefnið hefur staðið yfir frá árinu 2000. Össur afhenti spítalann við hátíðlega athöfn í bænum Monkey Bay við Malaví-vatn í gær. Callista Mutharika, forsetafrú Malaví, veitti spítalanum viðtöku. Viðstaddir voru auk hennar ráðherrar, héraðshöfðingjar og embættismenn. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu fagnaði mikill mannfjöldi við afhendinguna. Sjúkrahúsið hefur haft í för með sér byltingu í heilbrigðisþjónustu á þessu fátæka svæði í Malaví. Á spítalanum er göngudeild, skurðdeild og fæðingardeild. Fyrir tilstilli fæðingardeildarinnar hefur mæðradauði og barnadauði minnkað verulega á svæðinu. „Við höfum lagt sérstaka áherslu á barnavernd og aðstoð við mæður, og meðal annars komið á fót tveimur öðrum fæðingardeildum fyrir utan þá sem er við nýja sjúkrahúsið í Monkey Bay. Það segir sína sögu að samtals hafa fast að sextán þúsund börn fæðst á íslensku fæðingardeildunum," segir Össur. „Konurnar koma langt að til að fæða þar, því þær vita að þar eru þær í eins öruggum höndum og hægt er að bjóða upp á við þær aðstæður sem ríkja í örbirgðinni við Malaví-vatnið." Össur lýsti því yfir við afhendingu spítalans að Ísland myndi áfram styðja verkefni til að tryggja íbúum svæðisins hreint vatn. Þegar hafa verið boraðir nærri 500 vatnsbrunnar, og með þeim aðgerðum hefur kóleru verið útrýmt á þeim svæðum. Áður var algengt að vel á annað hundrað tilvik kóleru kæmu upp á þessum svæðum, en síðan brunnarnir voru teknir í notkun hefur ekkert tilvik komið upp. Ísland mun áfram styðja vel við fátæka íbúa Malaví, sagði Össur. Hann kynnti í ræðu sinni fjögurra ára áætlun um aukin fjárframlög til heilbrigðis- og menntamála í Mangochi-héraði, auk vatns og hreinlætismála. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira