Nýr spítali þjónar 125 þúsund manns 21. mars 2012 06:30 Afhenti spítala Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra afhenti malavískum stjórnvöldum fullbúið sjúkrahús í bænum Monkey Bay við Malaví-vatn. Mynd/Utanríkisráðuneytið Nýr spítali sem byggður hefur verið fyrir þróunarfé frá Íslandi hefur þegar fengið ríflega milljón heimsóknir, þó að formlega hafi hann verið vígður í gær. Sjúkrahúsið þjónar um 125 þúsund manna svæði í Malaví í Suðaustur-Afríku. „Þarna var enginn spítali og nær engin læknisþjónusta þegar Íslendingar hófu hjálparstarf sitt við Malaví-vatnið og spítalinn gjörbreytir lífsgæðum fólksins hér," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, sem afhenti stjórnvöldum í Malaví fullbúið sjúkrahúsið formlega í gær. Bygging sjúkrahússins er stærsta einstaka verkefnið í þróunarsamvinnu sem Ísland hefur staðið fyrir, en verkefnið hefur staðið yfir frá árinu 2000. Össur afhenti spítalann við hátíðlega athöfn í bænum Monkey Bay við Malaví-vatn í gær. Callista Mutharika, forsetafrú Malaví, veitti spítalanum viðtöku. Viðstaddir voru auk hennar ráðherrar, héraðshöfðingjar og embættismenn. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu fagnaði mikill mannfjöldi við afhendinguna. Sjúkrahúsið hefur haft í för með sér byltingu í heilbrigðisþjónustu á þessu fátæka svæði í Malaví. Á spítalanum er göngudeild, skurðdeild og fæðingardeild. Fyrir tilstilli fæðingardeildarinnar hefur mæðradauði og barnadauði minnkað verulega á svæðinu. „Við höfum lagt sérstaka áherslu á barnavernd og aðstoð við mæður, og meðal annars komið á fót tveimur öðrum fæðingardeildum fyrir utan þá sem er við nýja sjúkrahúsið í Monkey Bay. Það segir sína sögu að samtals hafa fast að sextán þúsund börn fæðst á íslensku fæðingardeildunum," segir Össur. „Konurnar koma langt að til að fæða þar, því þær vita að þar eru þær í eins öruggum höndum og hægt er að bjóða upp á við þær aðstæður sem ríkja í örbirgðinni við Malaví-vatnið." Össur lýsti því yfir við afhendingu spítalans að Ísland myndi áfram styðja verkefni til að tryggja íbúum svæðisins hreint vatn. Þegar hafa verið boraðir nærri 500 vatnsbrunnar, og með þeim aðgerðum hefur kóleru verið útrýmt á þeim svæðum. Áður var algengt að vel á annað hundrað tilvik kóleru kæmu upp á þessum svæðum, en síðan brunnarnir voru teknir í notkun hefur ekkert tilvik komið upp. Ísland mun áfram styðja vel við fátæka íbúa Malaví, sagði Össur. Hann kynnti í ræðu sinni fjögurra ára áætlun um aukin fjárframlög til heilbrigðis- og menntamála í Mangochi-héraði, auk vatns og hreinlætismála. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Nýr spítali sem byggður hefur verið fyrir þróunarfé frá Íslandi hefur þegar fengið ríflega milljón heimsóknir, þó að formlega hafi hann verið vígður í gær. Sjúkrahúsið þjónar um 125 þúsund manna svæði í Malaví í Suðaustur-Afríku. „Þarna var enginn spítali og nær engin læknisþjónusta þegar Íslendingar hófu hjálparstarf sitt við Malaví-vatnið og spítalinn gjörbreytir lífsgæðum fólksins hér," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, sem afhenti stjórnvöldum í Malaví fullbúið sjúkrahúsið formlega í gær. Bygging sjúkrahússins er stærsta einstaka verkefnið í þróunarsamvinnu sem Ísland hefur staðið fyrir, en verkefnið hefur staðið yfir frá árinu 2000. Össur afhenti spítalann við hátíðlega athöfn í bænum Monkey Bay við Malaví-vatn í gær. Callista Mutharika, forsetafrú Malaví, veitti spítalanum viðtöku. Viðstaddir voru auk hennar ráðherrar, héraðshöfðingjar og embættismenn. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu fagnaði mikill mannfjöldi við afhendinguna. Sjúkrahúsið hefur haft í för með sér byltingu í heilbrigðisþjónustu á þessu fátæka svæði í Malaví. Á spítalanum er göngudeild, skurðdeild og fæðingardeild. Fyrir tilstilli fæðingardeildarinnar hefur mæðradauði og barnadauði minnkað verulega á svæðinu. „Við höfum lagt sérstaka áherslu á barnavernd og aðstoð við mæður, og meðal annars komið á fót tveimur öðrum fæðingardeildum fyrir utan þá sem er við nýja sjúkrahúsið í Monkey Bay. Það segir sína sögu að samtals hafa fast að sextán þúsund börn fæðst á íslensku fæðingardeildunum," segir Össur. „Konurnar koma langt að til að fæða þar, því þær vita að þar eru þær í eins öruggum höndum og hægt er að bjóða upp á við þær aðstæður sem ríkja í örbirgðinni við Malaví-vatnið." Össur lýsti því yfir við afhendingu spítalans að Ísland myndi áfram styðja verkefni til að tryggja íbúum svæðisins hreint vatn. Þegar hafa verið boraðir nærri 500 vatnsbrunnar, og með þeim aðgerðum hefur kóleru verið útrýmt á þeim svæðum. Áður var algengt að vel á annað hundrað tilvik kóleru kæmu upp á þessum svæðum, en síðan brunnarnir voru teknir í notkun hefur ekkert tilvik komið upp. Ísland mun áfram styðja vel við fátæka íbúa Malaví, sagði Össur. Hann kynnti í ræðu sinni fjögurra ára áætlun um aukin fjárframlög til heilbrigðis- og menntamála í Mangochi-héraði, auk vatns og hreinlætismála. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira