Lækka virðisaukaskatt á græna bíla 20. mars 2012 09:00 Rafbílakynning í Hörpu, rafjeppar, Northern Lights Energy, EVEN Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt að lækka skatta á umhverfisvæna bíla. Frumvarp þess efnis var kynnt þingflokkum stjórnarflokkanna í gær, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Samkvæmt frumvarpinu mun virðisaukaskattur á rafmagnsbíla, sem kosta allt að sex milljónir króna, lækka um allt að 1,5 milljónir króna. Virðisaukaskattur á tengiltvinnbíla, sem kosta allt að fjórar milljónir króna, mun lækka um allt að eina milljón króna. Að öllu óbreyttu ætti sá afsláttur að skila sér beint í útsöluverð bílanna. Sami skattaafsláttur hefur verið veittur á vetnisbíla en þessar tegundir eru nefndar hreinorkubílar þar sem þeir losa ekkert af gróðurhúsalofttegundum. Tengiltvinnbílar eru rafmagnsbílar með lítilli bensínvél sem getur framleitt rafmagn þegar rafgeymirinn tæmist. Aðgerðirnar eru hluti af Grænni orku, sem er verkefni um orkuskipti í samgöngum. Samkvæmt því á hlutdeild innlendrar vistvænnar orku í samgöngum að vera 10 prósent árið 2020. Jón Björn Skúlason, hjá Íslenskri nýorku sem er verkefnisstjóri Grænnar orku, segir að skattalækkunin sé skref í rétta átt. „Þessi bolti er búinn að vera fastur lengi og ef þetta dugir til að hreyfa við markaðnum er það frábært," segir Jón Björn. Hann segir erfitt að meta nákvæmlega áhrif skattalækkunarinnar. „Norðmenn hafa haft svona kerfi lengi og salan á bílunum var lengi að fara af stað. Hún náði hámarki í fyrra þegar um 2.000 rafbílar seldust. Það er þó ekki nema um 1,5 prósent af nýseldum bílum í landinu og rafbílar í Noregi eru ekki nema 0,25 prósent af heildarbílaflotanum, sem þó er heimsmet." Jón Björn segir þó ýmsum spurningum ósvarað og þrátt fyrir þetta skref hafi Íslendingar ekki gengið jafn langt og Norðmenn. „Í Ósló eru um 1.000 ókeypis bílastæði með innstungum, þeir mega aka á strætóakreinum og fá frítt í allar ferjur sem tilheyra almenna vegakerfinu." - kóp Fréttir Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt að lækka skatta á umhverfisvæna bíla. Frumvarp þess efnis var kynnt þingflokkum stjórnarflokkanna í gær, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Samkvæmt frumvarpinu mun virðisaukaskattur á rafmagnsbíla, sem kosta allt að sex milljónir króna, lækka um allt að 1,5 milljónir króna. Virðisaukaskattur á tengiltvinnbíla, sem kosta allt að fjórar milljónir króna, mun lækka um allt að eina milljón króna. Að öllu óbreyttu ætti sá afsláttur að skila sér beint í útsöluverð bílanna. Sami skattaafsláttur hefur verið veittur á vetnisbíla en þessar tegundir eru nefndar hreinorkubílar þar sem þeir losa ekkert af gróðurhúsalofttegundum. Tengiltvinnbílar eru rafmagnsbílar með lítilli bensínvél sem getur framleitt rafmagn þegar rafgeymirinn tæmist. Aðgerðirnar eru hluti af Grænni orku, sem er verkefni um orkuskipti í samgöngum. Samkvæmt því á hlutdeild innlendrar vistvænnar orku í samgöngum að vera 10 prósent árið 2020. Jón Björn Skúlason, hjá Íslenskri nýorku sem er verkefnisstjóri Grænnar orku, segir að skattalækkunin sé skref í rétta átt. „Þessi bolti er búinn að vera fastur lengi og ef þetta dugir til að hreyfa við markaðnum er það frábært," segir Jón Björn. Hann segir erfitt að meta nákvæmlega áhrif skattalækkunarinnar. „Norðmenn hafa haft svona kerfi lengi og salan á bílunum var lengi að fara af stað. Hún náði hámarki í fyrra þegar um 2.000 rafbílar seldust. Það er þó ekki nema um 1,5 prósent af nýseldum bílum í landinu og rafbílar í Noregi eru ekki nema 0,25 prósent af heildarbílaflotanum, sem þó er heimsmet." Jón Björn segir þó ýmsum spurningum ósvarað og þrátt fyrir þetta skref hafi Íslendingar ekki gengið jafn langt og Norðmenn. „Í Ósló eru um 1.000 ókeypis bílastæði með innstungum, þeir mega aka á strætóakreinum og fá frítt í allar ferjur sem tilheyra almenna vegakerfinu." - kóp
Fréttir Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira