Hobbitinn heitir eftir eigandanum sjálfum 20. mars 2012 08:00 Einar fékk viðurnefnið Hobbitinn þegar hann var til sjós. „Ég held að þeir séu varla að fara að setja sig í samband við mann einhvers staðar í afdölum á Íslandi sem er hvort sem er farið á hausinn," segir Einar Magnús Gunnlaugsson, eigandi söluskálans Hobbitans í Ólafsvík. Vísir.is sagði frá því í síðustu viku að eigandi kráarinnar The Hobbit í Southampton á Englandi breytti nafni staðarins eftir að hafa verið hótað málssókn af fyrirtækinu Saul Zaentz í Kaliforníu. Saul Zaentz á réttinn að helstu verkum rithöfundarins JRR Tolkien sem samdi meðal annars Hobbitann og Hringadróttinssögu. Einar kveðst einmitt hafa séð fréttina um krána í Southampton. „Menn hafa verið að gera grín að þessu. Okkur finnst þetta hálfkjánalegt bara. Þeir hafa ekki sett sig í samband við okkur og á meðan þeir gera það ekki þá er ég alveg rólegur," segir vertinn í Hobbitanum alveg afslappaður yfir málinu. Söluskáli hefur verið í húsinu þar sem Hobbitinn er í meira en þrjá áratugi að sögn Einars. Nafninu var hins vegar breytt í Hobbitann fyrir um fimm og hálfu ári. „Þetta kemur í raun Hobbitanum ekkert við – þannig. Ég fékk þetta sem gælunafn á mig til sjós. Af því að ég var minnstur í áhöfninni og feitlaga, hálfsköllóttur og með stóra fætur þá kallaði kokkurinn á bátnum sem ég var á mig Hobbitann. Svo festist það við mig," segir Einar sem kveður reyndar lítið lagt upp úr ævintýraheimi hobbita á staðnum hans. „Við erum með brauðsamlokur sem heita Héraðsfleki og Álfafleki. Svo erum við með Fróðafleka en það er nú bara tekið héðan úr Fróðárhreppi." Hobbitinn er við höfnina í Ólafsvík. Einar segir slangur af ferðamönnum hafa sótt staðinn í vetur. Stemningin sé „svona úti á landi" eins og hann lýsir. „Lógóið okkar er reyndar karl í hobbitagalla. Ferðafólkinu finnst sport að standa fyrir utan og láta taka mynd af sér. Þeir koma hér inn og fá sér að borða og finnst þetta forvitnilegt og fyndið – sérstaklega þegar þeir sjá mig." gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
„Ég held að þeir séu varla að fara að setja sig í samband við mann einhvers staðar í afdölum á Íslandi sem er hvort sem er farið á hausinn," segir Einar Magnús Gunnlaugsson, eigandi söluskálans Hobbitans í Ólafsvík. Vísir.is sagði frá því í síðustu viku að eigandi kráarinnar The Hobbit í Southampton á Englandi breytti nafni staðarins eftir að hafa verið hótað málssókn af fyrirtækinu Saul Zaentz í Kaliforníu. Saul Zaentz á réttinn að helstu verkum rithöfundarins JRR Tolkien sem samdi meðal annars Hobbitann og Hringadróttinssögu. Einar kveðst einmitt hafa séð fréttina um krána í Southampton. „Menn hafa verið að gera grín að þessu. Okkur finnst þetta hálfkjánalegt bara. Þeir hafa ekki sett sig í samband við okkur og á meðan þeir gera það ekki þá er ég alveg rólegur," segir vertinn í Hobbitanum alveg afslappaður yfir málinu. Söluskáli hefur verið í húsinu þar sem Hobbitinn er í meira en þrjá áratugi að sögn Einars. Nafninu var hins vegar breytt í Hobbitann fyrir um fimm og hálfu ári. „Þetta kemur í raun Hobbitanum ekkert við – þannig. Ég fékk þetta sem gælunafn á mig til sjós. Af því að ég var minnstur í áhöfninni og feitlaga, hálfsköllóttur og með stóra fætur þá kallaði kokkurinn á bátnum sem ég var á mig Hobbitann. Svo festist það við mig," segir Einar sem kveður reyndar lítið lagt upp úr ævintýraheimi hobbita á staðnum hans. „Við erum með brauðsamlokur sem heita Héraðsfleki og Álfafleki. Svo erum við með Fróðafleka en það er nú bara tekið héðan úr Fróðárhreppi." Hobbitinn er við höfnina í Ólafsvík. Einar segir slangur af ferðamönnum hafa sótt staðinn í vetur. Stemningin sé „svona úti á landi" eins og hann lýsir. „Lógóið okkar er reyndar karl í hobbitagalla. Ferðafólkinu finnst sport að standa fyrir utan og láta taka mynd af sér. Þeir koma hér inn og fá sér að borða og finnst þetta forvitnilegt og fyndið – sérstaklega þegar þeir sjá mig." gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira