Þjóðnýting og misnotkun Þórður snær júlíusson skrifar 16. mars 2012 06:00 Íslendingar eru skyldugir til að greiða í lífeyrissjóði. Hver launamaður greiðir hundruð þúsunda hið minnsta í þá á ári hverju. Í staðinn er þeim lofað „greiðslu lífeyris til æviloka, örorku eða andláts" samkvæmt lögum um lífeyrissjóði. Til að standa við þetta loforð er sjóðunum gert að skila 3,5% raunávöxtun á ári. Lífeyrissjóðir eru skuldbundnir samkvæmt lögum að fjárfesta að minnsta kosti helming eigna sinna, sem í dag eru rúmlega 2.100 milljarðar króna, innanlands. Þess utan eru í gildi gjaldeyrishöft sem gera þeim ókleift að fjárfesta nýjar innborganir í kerfið utan Íslands. Þær eru um 120 milljarðar króna á ári hverju. Ýmsir hafa séð sér leik á borði í þessum aðstæðum. Þeirra á meðal er íslenska ríkið og tæknilega gjaldþrota sveitafélög. Hægt og rólega hafa þessir aðilar látið lífeyrissjóðina kaupa upp skuldir sínar. Í byrjun árs 2007 áttu sjóðirnir skuldabréf útgefin af þeim fyrir um 55 milljarða króna. Þá voru slík bréf 3,6% af heildareignum sjóðanna. Í lok september 2008, við anddyri hrunsins, nam eignin 97 milljörðum króna og hlutfallið af heildareignum var 5,5%. Í lok janúar síðastliðins áttu íslenskir lífeyrissjóðir skuldabréf ríkis og sveitarfélaga fyrir 297,4 milljarða króna. Þau eru nú 13,9% af heildareignum þeirra. Þar sem nýir fjárfestingarmöguleikar á Íslandi eru nánast engir er hrikaleg stærð lífeyrissjóðanna í íslensku samhengi bóluvaldandi. Þá neyðast þeir líka til að leita í gerninga sem eru ekki nægilega arðbærir. Með öðrum orðum eru kjöraðstæður til að neyða þá til að taka þátt í fjárfestingum sem eru andstæðar starfsmarkmiði þeirra. Innanríkisráðherrann vill til dæmis að lífeyrissjóðir einbeiti sér að óútskýrðum „samfélagslega verðugum verkefnum" og að þeir séu nýttir til „markvissrar uppbyggingar á innviðum samfélagsins". Seðlabankanum fannst kjörið að neyða sjóðina til að taka þátt í gjaldeyrisútboðum sínum með hótunum um himinháa skattlagningu yrðu þeir ekki við þeim kröfum. Aðrir vilja nota peninga sjóðanna til að byggja risavaxið sjúkrahús, endurfjármagna himinháan byggingarkostnað tónlistarhúss, grafa göng, byggja vegi eða „leiðrétta forsendubresti" fyrir nokkra tugi milljarða króna sem þröngur hópur skuldara telur sig hafa orðið fyrir. En lífeyrissjóðir eiga ekkert að gera þessa hluti. Þeir eiga, fyrst og fremst, að geta borgað Íslendingum sómasamlegan lífeyri þegar þeir eru orðnir gamlir og víkja af vinnumarkaði fyrir nýjum kynslóðum. Allar ákvarðanir þeirra eiga að miðast við það, og því á að hleypa sjóðunum út úr íslensku hagkerfi til að fjárfesta. Frekar ætti að takmarka heimildir lífeyrissjóða til innlendra fjárfestinga við um það bil þriðjung af ráðstöfunarfé þeirra. Í dag eru þær um 75% þess. Þetta er ekki óþekkt og leysir misnotkunarvandann. Norðmenn til að mynda setja allt ráðstöfunarfé olíusjóðs síns í fjárfestingar erlendis. Sú hægláta þjóðnýting sem á sér stað á lífeyri landsmanna er af völdum manna sem hugsa til skamms tíma, ekki lengri. Takmark hennar er að nýta núna fé sem er í eigu komandi kynslóða lífeyrisþega til að létta tímabundna skuldabyrði eða til að láta drauma um óarðbærar framkvæmdir verða að veruleika. Og það er rangt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun
Íslendingar eru skyldugir til að greiða í lífeyrissjóði. Hver launamaður greiðir hundruð þúsunda hið minnsta í þá á ári hverju. Í staðinn er þeim lofað „greiðslu lífeyris til æviloka, örorku eða andláts" samkvæmt lögum um lífeyrissjóði. Til að standa við þetta loforð er sjóðunum gert að skila 3,5% raunávöxtun á ári. Lífeyrissjóðir eru skuldbundnir samkvæmt lögum að fjárfesta að minnsta kosti helming eigna sinna, sem í dag eru rúmlega 2.100 milljarðar króna, innanlands. Þess utan eru í gildi gjaldeyrishöft sem gera þeim ókleift að fjárfesta nýjar innborganir í kerfið utan Íslands. Þær eru um 120 milljarðar króna á ári hverju. Ýmsir hafa séð sér leik á borði í þessum aðstæðum. Þeirra á meðal er íslenska ríkið og tæknilega gjaldþrota sveitafélög. Hægt og rólega hafa þessir aðilar látið lífeyrissjóðina kaupa upp skuldir sínar. Í byrjun árs 2007 áttu sjóðirnir skuldabréf útgefin af þeim fyrir um 55 milljarða króna. Þá voru slík bréf 3,6% af heildareignum sjóðanna. Í lok september 2008, við anddyri hrunsins, nam eignin 97 milljörðum króna og hlutfallið af heildareignum var 5,5%. Í lok janúar síðastliðins áttu íslenskir lífeyrissjóðir skuldabréf ríkis og sveitarfélaga fyrir 297,4 milljarða króna. Þau eru nú 13,9% af heildareignum þeirra. Þar sem nýir fjárfestingarmöguleikar á Íslandi eru nánast engir er hrikaleg stærð lífeyrissjóðanna í íslensku samhengi bóluvaldandi. Þá neyðast þeir líka til að leita í gerninga sem eru ekki nægilega arðbærir. Með öðrum orðum eru kjöraðstæður til að neyða þá til að taka þátt í fjárfestingum sem eru andstæðar starfsmarkmiði þeirra. Innanríkisráðherrann vill til dæmis að lífeyrissjóðir einbeiti sér að óútskýrðum „samfélagslega verðugum verkefnum" og að þeir séu nýttir til „markvissrar uppbyggingar á innviðum samfélagsins". Seðlabankanum fannst kjörið að neyða sjóðina til að taka þátt í gjaldeyrisútboðum sínum með hótunum um himinháa skattlagningu yrðu þeir ekki við þeim kröfum. Aðrir vilja nota peninga sjóðanna til að byggja risavaxið sjúkrahús, endurfjármagna himinháan byggingarkostnað tónlistarhúss, grafa göng, byggja vegi eða „leiðrétta forsendubresti" fyrir nokkra tugi milljarða króna sem þröngur hópur skuldara telur sig hafa orðið fyrir. En lífeyrissjóðir eiga ekkert að gera þessa hluti. Þeir eiga, fyrst og fremst, að geta borgað Íslendingum sómasamlegan lífeyri þegar þeir eru orðnir gamlir og víkja af vinnumarkaði fyrir nýjum kynslóðum. Allar ákvarðanir þeirra eiga að miðast við það, og því á að hleypa sjóðunum út úr íslensku hagkerfi til að fjárfesta. Frekar ætti að takmarka heimildir lífeyrissjóða til innlendra fjárfestinga við um það bil þriðjung af ráðstöfunarfé þeirra. Í dag eru þær um 75% þess. Þetta er ekki óþekkt og leysir misnotkunarvandann. Norðmenn til að mynda setja allt ráðstöfunarfé olíusjóðs síns í fjárfestingar erlendis. Sú hægláta þjóðnýting sem á sér stað á lífeyri landsmanna er af völdum manna sem hugsa til skamms tíma, ekki lengri. Takmark hennar er að nýta núna fé sem er í eigu komandi kynslóða lífeyrisþega til að létta tímabundna skuldabyrði eða til að láta drauma um óarðbærar framkvæmdir verða að veruleika. Og það er rangt.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun