John Grant og Helgi Björns sömdu lagið Finish on Top 9. mars 2012 10:00 gott samstarf Helgi Björnsson og John Grant við upptökurnar á laginu Finish on Top. „Það var virkilega svalt að vinna með Helga,“ segir bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant. Hann og Helgi Björnsson hafa nýlokið við að semja lagið Finish on Top. Það verður spilað í þættinum Hljómskálinn í Sjónvarpinu á laugardaginn. Þar verður umfjöllunarefnið sveitaböll á Íslandi og eru bæði Helgi og Grant á meðal viðmælenda. Samstarfið átti sér stuttan aðdraganda. Kiddi, gítarleikari í Hjálmum og einn umsjónarmanna Hljómskálans, hafði samband við Helga síðasta laugardag og spurði hvort hann og félagar hans í SS Sól vildu starfa með einhverjum í þættinum. Helgi stakk óvænt upp á Grant og fékk hann til samstarfs við sig í gegnum Stephan Stephensen úr GusGus. Þar eru hæg heimatökin því Grant er að vinna með Bigga Veiru úr GusGus að næstu plötu sinni eins og Fréttablaðið hefur greint frá. „Helgi, President Bongo [Stephan Stephensen] og ég fengum okkur kvöldmat og fórum síðan í hljóðverið hans Stebba til að semja textann. Ég var fljótur að semja nokkur textabrot og við fórum yfir þau saman til að sjá hvort þau pössuðu,“ segir Grant. „Næsta dag fórum við í hljóðver og tókum lagið upp. Það gekk ótrúlega auðveldlega fyrir sig og var mjög skemmtilegt. Það var virkilega þægilegt og gaman að vinna með Helga og við hlógum mikið saman.“ Helgi er einnig ánægður með samstarfið við þennan þekkta tónlistarmann. „Við Sólin vorum að djamma á þessu á laugardeginum á Akureyri í „sándtékki“. Svo hitti ég John á mánudeginum og við kláruðum lagið,“ segir Helgi. „Þetta var mjög skemmtilegt. Hann er rosa ljúfur strákur og þægilegur. Hann er auðvitað sprúðlandi „talent“ og við rúlluðum þessu upp.“ Lagið verður hugsanlega gefið út en það fer eftir viðbrögðunum sem það fær eftir sýningu þáttarins. Mikil eftirvænting ríkir eftir næstu plötu Johns Grant en sú fyrsta, Queen of Denmark, var kjörin plata ársins 2010 af breska tónlistartímaritinu Mojo. Grant hefur tvívegis spilað hér á landi og heldur eina tónleika til viðbótar í Háskólabíói í júlí. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Það var virkilega svalt að vinna með Helga,“ segir bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant. Hann og Helgi Björnsson hafa nýlokið við að semja lagið Finish on Top. Það verður spilað í þættinum Hljómskálinn í Sjónvarpinu á laugardaginn. Þar verður umfjöllunarefnið sveitaböll á Íslandi og eru bæði Helgi og Grant á meðal viðmælenda. Samstarfið átti sér stuttan aðdraganda. Kiddi, gítarleikari í Hjálmum og einn umsjónarmanna Hljómskálans, hafði samband við Helga síðasta laugardag og spurði hvort hann og félagar hans í SS Sól vildu starfa með einhverjum í þættinum. Helgi stakk óvænt upp á Grant og fékk hann til samstarfs við sig í gegnum Stephan Stephensen úr GusGus. Þar eru hæg heimatökin því Grant er að vinna með Bigga Veiru úr GusGus að næstu plötu sinni eins og Fréttablaðið hefur greint frá. „Helgi, President Bongo [Stephan Stephensen] og ég fengum okkur kvöldmat og fórum síðan í hljóðverið hans Stebba til að semja textann. Ég var fljótur að semja nokkur textabrot og við fórum yfir þau saman til að sjá hvort þau pössuðu,“ segir Grant. „Næsta dag fórum við í hljóðver og tókum lagið upp. Það gekk ótrúlega auðveldlega fyrir sig og var mjög skemmtilegt. Það var virkilega þægilegt og gaman að vinna með Helga og við hlógum mikið saman.“ Helgi er einnig ánægður með samstarfið við þennan þekkta tónlistarmann. „Við Sólin vorum að djamma á þessu á laugardeginum á Akureyri í „sándtékki“. Svo hitti ég John á mánudeginum og við kláruðum lagið,“ segir Helgi. „Þetta var mjög skemmtilegt. Hann er rosa ljúfur strákur og þægilegur. Hann er auðvitað sprúðlandi „talent“ og við rúlluðum þessu upp.“ Lagið verður hugsanlega gefið út en það fer eftir viðbrögðunum sem það fær eftir sýningu þáttarins. Mikil eftirvænting ríkir eftir næstu plötu Johns Grant en sú fyrsta, Queen of Denmark, var kjörin plata ársins 2010 af breska tónlistartímaritinu Mojo. Grant hefur tvívegis spilað hér á landi og heldur eina tónleika til viðbótar í Háskólabíói í júlí. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira