John Grant og Helgi Björns sömdu lagið Finish on Top 9. mars 2012 10:00 gott samstarf Helgi Björnsson og John Grant við upptökurnar á laginu Finish on Top. „Það var virkilega svalt að vinna með Helga,“ segir bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant. Hann og Helgi Björnsson hafa nýlokið við að semja lagið Finish on Top. Það verður spilað í þættinum Hljómskálinn í Sjónvarpinu á laugardaginn. Þar verður umfjöllunarefnið sveitaböll á Íslandi og eru bæði Helgi og Grant á meðal viðmælenda. Samstarfið átti sér stuttan aðdraganda. Kiddi, gítarleikari í Hjálmum og einn umsjónarmanna Hljómskálans, hafði samband við Helga síðasta laugardag og spurði hvort hann og félagar hans í SS Sól vildu starfa með einhverjum í þættinum. Helgi stakk óvænt upp á Grant og fékk hann til samstarfs við sig í gegnum Stephan Stephensen úr GusGus. Þar eru hæg heimatökin því Grant er að vinna með Bigga Veiru úr GusGus að næstu plötu sinni eins og Fréttablaðið hefur greint frá. „Helgi, President Bongo [Stephan Stephensen] og ég fengum okkur kvöldmat og fórum síðan í hljóðverið hans Stebba til að semja textann. Ég var fljótur að semja nokkur textabrot og við fórum yfir þau saman til að sjá hvort þau pössuðu,“ segir Grant. „Næsta dag fórum við í hljóðver og tókum lagið upp. Það gekk ótrúlega auðveldlega fyrir sig og var mjög skemmtilegt. Það var virkilega þægilegt og gaman að vinna með Helga og við hlógum mikið saman.“ Helgi er einnig ánægður með samstarfið við þennan þekkta tónlistarmann. „Við Sólin vorum að djamma á þessu á laugardeginum á Akureyri í „sándtékki“. Svo hitti ég John á mánudeginum og við kláruðum lagið,“ segir Helgi. „Þetta var mjög skemmtilegt. Hann er rosa ljúfur strákur og þægilegur. Hann er auðvitað sprúðlandi „talent“ og við rúlluðum þessu upp.“ Lagið verður hugsanlega gefið út en það fer eftir viðbrögðunum sem það fær eftir sýningu þáttarins. Mikil eftirvænting ríkir eftir næstu plötu Johns Grant en sú fyrsta, Queen of Denmark, var kjörin plata ársins 2010 af breska tónlistartímaritinu Mojo. Grant hefur tvívegis spilað hér á landi og heldur eina tónleika til viðbótar í Háskólabíói í júlí. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Það var virkilega svalt að vinna með Helga,“ segir bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant. Hann og Helgi Björnsson hafa nýlokið við að semja lagið Finish on Top. Það verður spilað í þættinum Hljómskálinn í Sjónvarpinu á laugardaginn. Þar verður umfjöllunarefnið sveitaböll á Íslandi og eru bæði Helgi og Grant á meðal viðmælenda. Samstarfið átti sér stuttan aðdraganda. Kiddi, gítarleikari í Hjálmum og einn umsjónarmanna Hljómskálans, hafði samband við Helga síðasta laugardag og spurði hvort hann og félagar hans í SS Sól vildu starfa með einhverjum í þættinum. Helgi stakk óvænt upp á Grant og fékk hann til samstarfs við sig í gegnum Stephan Stephensen úr GusGus. Þar eru hæg heimatökin því Grant er að vinna með Bigga Veiru úr GusGus að næstu plötu sinni eins og Fréttablaðið hefur greint frá. „Helgi, President Bongo [Stephan Stephensen] og ég fengum okkur kvöldmat og fórum síðan í hljóðverið hans Stebba til að semja textann. Ég var fljótur að semja nokkur textabrot og við fórum yfir þau saman til að sjá hvort þau pössuðu,“ segir Grant. „Næsta dag fórum við í hljóðver og tókum lagið upp. Það gekk ótrúlega auðveldlega fyrir sig og var mjög skemmtilegt. Það var virkilega þægilegt og gaman að vinna með Helga og við hlógum mikið saman.“ Helgi er einnig ánægður með samstarfið við þennan þekkta tónlistarmann. „Við Sólin vorum að djamma á þessu á laugardeginum á Akureyri í „sándtékki“. Svo hitti ég John á mánudeginum og við kláruðum lagið,“ segir Helgi. „Þetta var mjög skemmtilegt. Hann er rosa ljúfur strákur og þægilegur. Hann er auðvitað sprúðlandi „talent“ og við rúlluðum þessu upp.“ Lagið verður hugsanlega gefið út en það fer eftir viðbrögðunum sem það fær eftir sýningu þáttarins. Mikil eftirvænting ríkir eftir næstu plötu Johns Grant en sú fyrsta, Queen of Denmark, var kjörin plata ársins 2010 af breska tónlistartímaritinu Mojo. Grant hefur tvívegis spilað hér á landi og heldur eina tónleika til viðbótar í Háskólabíói í júlí. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira