Gunnar Nelson: Nýt mín ekki í hringnum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. mars 2012 08:00 Andstæðingar Gunnars eiga sér sjaldan umkomuleið þegar hann er búinn að ná þeim niður í búrinu. Það fékk Butenko að reyna fyrir viku.mynd/páll bergmann „Það er ekki það skemmtilegasta við þetta sport að vera í hringnum. Ég get ekki sagt að ég njóti mín eitthvað sérstaklega þar," sagði bardagakappinn Gunnar Nelson sem var í ítarlegu viðtali í íþróttaþættinum á X-inu 977 í gær. Í viðtalinu fór Gunnar yfir víðan völl og viðurkenndi meðal annars að hann nyti sín ekki í hringnum. Gunnar hefur unnið níu bardaga í röð í blönduðum bardagaíþróttum eftir að hafa gert jafntefli í sínum fyrsta. „Ég hef mikla trú á sjálfum mér og hef æft með mörgum þeim bestu í heiminum. Ég hef því reynslu hvað það varðar," sagði Gunnar en hann vildi ekki leggja mat á það hvar hann væri staddur á meðal þeirra bestu í heiminum. Gunnar var einnig spurður út í hvort það væri eitthvað líkt með blönduðum bardagaíþróttum og hnefaleikum að því leyti að menn veldu sér andstæðinga. „Það er eflaust allur gangur á því. Það þarf að vera verðugur andstæðingur en það getur verið erfitt að velja. Hvað getur maður sagt um hver sé verðugur og hver ekki? Mér hefur fundist erfitt að velja mér andstæðing. Ef það er einhver sem hefur svipaða reynslu og gert það gott og talinn almennt sterkur verður það að nægja mér. Ég hef verið að mæta mönnum sem hafa aldrei tapað og unnið fleiri bardaga en ég." Gunnar keppti í sínum fyrsta bardaga um síðustu helgi eftir 17 mánaða hlé. Honum líkar betur að æfa en að keppa. „Ég æfi svona 3-4 tíma á dag eiginlega alla daga. Öll æfing er reynsla og lærdómur," sagði Gunnar en hann hefur líka vakið athygli fyrir að æfa á skýlunni einni fata. „Ég byrjaði að prófa það. Fannst það mjög þægilegt og svo er ég vanafastur. Ég er samt líka í stuttbuxum stundum. Mér finnst samt best að vera í skýlunni." Undirbúningur Gunnars fyrir keppni er ekki óhefðbundinn á neinn hátt en hann notar samt ekki tónlist né er hann hjátrúarfullur. „Ég er ekki með neina tónlist í gangi. Byrja að hita mig upp 40 mínútum fyrir bardaga. Þá liðkar maður sig og byrjar að finna flæðið. Svo fæ ég einn á móti mér og við tuskumst aðeins til. Svo fimm mínútum fyrir bardaga þá byrja ég að slaka á." Blandaðar bardagaíþróttir eða MMA er mjög gróft sport þar sem ansi margt er leyft. Mörgum finnst að Gunnar sé stundum of drenglyndur í hringnum og nýti ekki alla þá möguleika sem hann hefur til þess að meiða andstæðinginn og draga þar með úr honum mátt. „Sportið gengur ekki út á að meiða mikið. Hver velur sinn tilgang þarna eins og í lífinu. Ef tilgangurinn er að meiða er það ekki jákvætt. Minn tilgangur er að ég hef áhuga á að læra að verja sjálfan mig. Þar held ég að áhuginn spretti fyrst upp. Það er sjálfsvarnaráhugi. Auðvitað vita báðir einstaklingarnir í hringnum að þeir geta meitt sig og þetta getur verið sárt. Auðvitað er þetta „brútal" sport en við erum að læra að verjast." Gunnar hefur einnig verið að keppa í brasilísku jiu jitsu og hann er ekki hættur þar. „Ég á pottþétt eftir að keppa á Abu Dhabi-mótinu aftur. Það var mjög skemmtileg keppni. Hún verður vonandi í Japan næst því mig hefur alltaf langað að fara til Asíu," sagði Gunnar sem hefur einnig keppt í júdó. „Mér finnst júdóið mjög skemmtilegt. Það er gaman að mæta júdómönnum því þeir hafa öðruvísi orku og tækni. Ég hef tapað þar og hef oft tapað," sagði Gunnar léttur en hann hefur ekki spáð í því að taka þátt í Íslandsglímunni. Innlendar Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
„Það er ekki það skemmtilegasta við þetta sport að vera í hringnum. Ég get ekki sagt að ég njóti mín eitthvað sérstaklega þar," sagði bardagakappinn Gunnar Nelson sem var í ítarlegu viðtali í íþróttaþættinum á X-inu 977 í gær. Í viðtalinu fór Gunnar yfir víðan völl og viðurkenndi meðal annars að hann nyti sín ekki í hringnum. Gunnar hefur unnið níu bardaga í röð í blönduðum bardagaíþróttum eftir að hafa gert jafntefli í sínum fyrsta. „Ég hef mikla trú á sjálfum mér og hef æft með mörgum þeim bestu í heiminum. Ég hef því reynslu hvað það varðar," sagði Gunnar en hann vildi ekki leggja mat á það hvar hann væri staddur á meðal þeirra bestu í heiminum. Gunnar var einnig spurður út í hvort það væri eitthvað líkt með blönduðum bardagaíþróttum og hnefaleikum að því leyti að menn veldu sér andstæðinga. „Það er eflaust allur gangur á því. Það þarf að vera verðugur andstæðingur en það getur verið erfitt að velja. Hvað getur maður sagt um hver sé verðugur og hver ekki? Mér hefur fundist erfitt að velja mér andstæðing. Ef það er einhver sem hefur svipaða reynslu og gert það gott og talinn almennt sterkur verður það að nægja mér. Ég hef verið að mæta mönnum sem hafa aldrei tapað og unnið fleiri bardaga en ég." Gunnar keppti í sínum fyrsta bardaga um síðustu helgi eftir 17 mánaða hlé. Honum líkar betur að æfa en að keppa. „Ég æfi svona 3-4 tíma á dag eiginlega alla daga. Öll æfing er reynsla og lærdómur," sagði Gunnar en hann hefur líka vakið athygli fyrir að æfa á skýlunni einni fata. „Ég byrjaði að prófa það. Fannst það mjög þægilegt og svo er ég vanafastur. Ég er samt líka í stuttbuxum stundum. Mér finnst samt best að vera í skýlunni." Undirbúningur Gunnars fyrir keppni er ekki óhefðbundinn á neinn hátt en hann notar samt ekki tónlist né er hann hjátrúarfullur. „Ég er ekki með neina tónlist í gangi. Byrja að hita mig upp 40 mínútum fyrir bardaga. Þá liðkar maður sig og byrjar að finna flæðið. Svo fæ ég einn á móti mér og við tuskumst aðeins til. Svo fimm mínútum fyrir bardaga þá byrja ég að slaka á." Blandaðar bardagaíþróttir eða MMA er mjög gróft sport þar sem ansi margt er leyft. Mörgum finnst að Gunnar sé stundum of drenglyndur í hringnum og nýti ekki alla þá möguleika sem hann hefur til þess að meiða andstæðinginn og draga þar með úr honum mátt. „Sportið gengur ekki út á að meiða mikið. Hver velur sinn tilgang þarna eins og í lífinu. Ef tilgangurinn er að meiða er það ekki jákvætt. Minn tilgangur er að ég hef áhuga á að læra að verja sjálfan mig. Þar held ég að áhuginn spretti fyrst upp. Það er sjálfsvarnaráhugi. Auðvitað vita báðir einstaklingarnir í hringnum að þeir geta meitt sig og þetta getur verið sárt. Auðvitað er þetta „brútal" sport en við erum að læra að verjast." Gunnar hefur einnig verið að keppa í brasilísku jiu jitsu og hann er ekki hættur þar. „Ég á pottþétt eftir að keppa á Abu Dhabi-mótinu aftur. Það var mjög skemmtileg keppni. Hún verður vonandi í Japan næst því mig hefur alltaf langað að fara til Asíu," sagði Gunnar sem hefur einnig keppt í júdó. „Mér finnst júdóið mjög skemmtilegt. Það er gaman að mæta júdómönnum því þeir hafa öðruvísi orku og tækni. Ég hef tapað þar og hef oft tapað," sagði Gunnar léttur en hann hefur ekki spáð í því að taka þátt í Íslandsglímunni.
Innlendar Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira