Landlæknir og PSA-mælingar Einar Benediktsson skrifar 27. febrúar 2012 11:00 Ekki hefur það vakið eftirtekt, að blöðruhálskirtilskrabbamein (BHKK) hafi verið tilefni sérstakrar árvekni landlæknis og er það þó algengasta krabbamein íslenskra karla. Yfir 200 okkar greinast með sjúkdóminn árlega og dauðsföll eru yfir 50. En viti menn, aldrei fór svo að landlæknir tæki ekki á sig rögg. Það var með yfirlýsingu, eða einskonar dagskipan, þann 23. febrúar um PSA-mælingar. Lagst er harkalega gegn þeim réttindum hvers og eins að leita til læknis og óska eftir skoðun sem gæti bent til þess að BHKK geri vart við sig. Það er PSA-greining og þuklun á kirtlinum, sem er ódýrt og fljótafgreitt úrræði sem er þó ekki afgerandi. Þetta vill Framför – krabbameinsfélag karla benda mönnum 50 ára og eldri sem siðferðilega skyldu okkar krabbameinssjúklinga. Að verða fyrir ádrepu að hvetja til slíks kom illa á óvart. Getur það verið vegna vankunnáttu að lýst sé yfir að engin heilbrigðisyfirvöld hvetji menn að láta mæla hjá sér PSA? Viðkomandi bandarísk stofnun er the National Cancer Institute at the National Institute of Health í Washington. Þessi stofnun upplýsir að the U.S. Food and Drug Administration (FDA) hefur staðfest að PSA-mæling og þuklun sé notað til að hjálpa til við að greina blöðruhálskrabbamein í körlum 50 ára og eldri. („has approved the use of the PSA test along with digital rectal exam to help detect prostate cancer on men age 50 and older"). Ameríska tryggingarkerfið – Medicare – greiðir fyrir árlegt PSA próf allra karlmanna 50 ára og eldri. Athugun sem Harvard gerði 2005 leiddi í ljós að karlmenn sem láta gera PSA-próf árlega hafi þrisvar sinnum minni líkur að deyja úr krabbameini en þeir sem ekki gera það. Varðandi meðferðarúrræði má benda á spánnýja (febrúar 2012) bandaríska athugun frá Kibel et al. á 10 ára lífslíkum eftir skurðaðgerð, ytri geislun og innri geislun. Um er að ræða 10.429 sjúklinga á tveim sjúkrahúsum m.t.t. byrjunargilda PSA, Gleason og klínískrar stöðu. Fyrir þá 6.485 sem voru í skurðaðgerð ( radical prostatectomy of some type) voru 10 ára lífslíkur 88,9%, fyrir 2.264 sem fengu geislun ( some form of external beam radiation therapy – EBRT) var það 82,6% og fyrir 1.680 í innri geislun (brachytherapy) 81,7%. Væri ekki rétt að upplýsa fremur um þetta en aukaverkanir eins og ristruflanir og þvagleka? Svo vikið sé að minni reynslu, greindist ég með staðbundið BHKK haustið 2009 en hafði þá verið í árlegu eftirliti frá því 2000 með PSA blóðprófi, þreifingu, ómskoðun og sýnatöku. Um var lengi að ræða nokkuð hækkað PSA gildi og stækkun kirtilsins sem reyndist góðkynja. Haustið 2009 fór þetta úr böndunum og ég mældist með PSA 25 og Gleason greiningu 9. Talið er að mikil hætta sé á ferðum ef PSA er yfir 20 og Gleason yfir 8. Það sem ákveðið var fyrir mig var geislameðferð. Ég fékk sk IMRT High Dose geislun eða 76Gy eða 2Gy í hvert skipti og þýddi það 38 komur í tækin á Krabbameinadeild LSH. Þetta tók tæpt kortér í geislun og var ég lengst af þarna kl. 1.30 fimm virka daga vikunnar í apríl-júní 2010 og naut þar frábærrar aðhlynningar starfsliðs þessa erfiða sviðs. Tekið er á móti 40-50 krabbameinssjúklingum á dag í geislameðferðir. Frá byrjun og samhliða geisluninni var ég í hórmónahvarfsmeðferð með tveim lyfjum. Geislameðferðin er sársaukalaus en aukaverkanir voru aðallega þreyta og taugastrekkingur. PSA-ið fór í 2.5 í meðferðinni, varð 0.05 við lokin og var þar enn í ársbyrjun 2012. Er enn á mjög minnkuðum lyfjaskammti, reyndar með hliðarverkunum sem mér eru ekki til teljandi ama. Þetta gat með öðrum orðum ekki verið betra. Er þarna nokkurn lærdóm að draga í sambandi við forvarnir? Hér skal þá fullyrt það augljósa, að það er aðeins vegna reglulegra töku PSA gildanna að það er í tæka tíð hægt að hjálpa mér. Meinið var staðbundið í kirtlinum og þá eru ráð til að eyða því. Þannig á ég frábærum læknum og geislameðferðartæki LSH bókstaflega líf mitt að launa. Krabbamein er hræðilegur sjúkdómur þegar illa fer. Við sem fórum í meðferð vegna BHKK, höfum víst margir einhverjar aukaverkanir. Hvað sjálfan mig snertir er það blátt áfram afkáralegt – absúrd – að spyrja hvorn kostinn ég hefði valið, að dragast upp í kvalafullum sjúkdómi eða að fá að lifa þótt með einhverjum aukaverkunum sé. Þetta er því að þakka að fylgst var með mér með PSA- mælingum. Landlæknir segir að ekki hafi verið sýnt með óyggjandi hætti að það bjargi mannslífum. Einmitt það, segi ég þá undrandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Ekki hefur það vakið eftirtekt, að blöðruhálskirtilskrabbamein (BHKK) hafi verið tilefni sérstakrar árvekni landlæknis og er það þó algengasta krabbamein íslenskra karla. Yfir 200 okkar greinast með sjúkdóminn árlega og dauðsföll eru yfir 50. En viti menn, aldrei fór svo að landlæknir tæki ekki á sig rögg. Það var með yfirlýsingu, eða einskonar dagskipan, þann 23. febrúar um PSA-mælingar. Lagst er harkalega gegn þeim réttindum hvers og eins að leita til læknis og óska eftir skoðun sem gæti bent til þess að BHKK geri vart við sig. Það er PSA-greining og þuklun á kirtlinum, sem er ódýrt og fljótafgreitt úrræði sem er þó ekki afgerandi. Þetta vill Framför – krabbameinsfélag karla benda mönnum 50 ára og eldri sem siðferðilega skyldu okkar krabbameinssjúklinga. Að verða fyrir ádrepu að hvetja til slíks kom illa á óvart. Getur það verið vegna vankunnáttu að lýst sé yfir að engin heilbrigðisyfirvöld hvetji menn að láta mæla hjá sér PSA? Viðkomandi bandarísk stofnun er the National Cancer Institute at the National Institute of Health í Washington. Þessi stofnun upplýsir að the U.S. Food and Drug Administration (FDA) hefur staðfest að PSA-mæling og þuklun sé notað til að hjálpa til við að greina blöðruhálskrabbamein í körlum 50 ára og eldri. („has approved the use of the PSA test along with digital rectal exam to help detect prostate cancer on men age 50 and older"). Ameríska tryggingarkerfið – Medicare – greiðir fyrir árlegt PSA próf allra karlmanna 50 ára og eldri. Athugun sem Harvard gerði 2005 leiddi í ljós að karlmenn sem láta gera PSA-próf árlega hafi þrisvar sinnum minni líkur að deyja úr krabbameini en þeir sem ekki gera það. Varðandi meðferðarúrræði má benda á spánnýja (febrúar 2012) bandaríska athugun frá Kibel et al. á 10 ára lífslíkum eftir skurðaðgerð, ytri geislun og innri geislun. Um er að ræða 10.429 sjúklinga á tveim sjúkrahúsum m.t.t. byrjunargilda PSA, Gleason og klínískrar stöðu. Fyrir þá 6.485 sem voru í skurðaðgerð ( radical prostatectomy of some type) voru 10 ára lífslíkur 88,9%, fyrir 2.264 sem fengu geislun ( some form of external beam radiation therapy – EBRT) var það 82,6% og fyrir 1.680 í innri geislun (brachytherapy) 81,7%. Væri ekki rétt að upplýsa fremur um þetta en aukaverkanir eins og ristruflanir og þvagleka? Svo vikið sé að minni reynslu, greindist ég með staðbundið BHKK haustið 2009 en hafði þá verið í árlegu eftirliti frá því 2000 með PSA blóðprófi, þreifingu, ómskoðun og sýnatöku. Um var lengi að ræða nokkuð hækkað PSA gildi og stækkun kirtilsins sem reyndist góðkynja. Haustið 2009 fór þetta úr böndunum og ég mældist með PSA 25 og Gleason greiningu 9. Talið er að mikil hætta sé á ferðum ef PSA er yfir 20 og Gleason yfir 8. Það sem ákveðið var fyrir mig var geislameðferð. Ég fékk sk IMRT High Dose geislun eða 76Gy eða 2Gy í hvert skipti og þýddi það 38 komur í tækin á Krabbameinadeild LSH. Þetta tók tæpt kortér í geislun og var ég lengst af þarna kl. 1.30 fimm virka daga vikunnar í apríl-júní 2010 og naut þar frábærrar aðhlynningar starfsliðs þessa erfiða sviðs. Tekið er á móti 40-50 krabbameinssjúklingum á dag í geislameðferðir. Frá byrjun og samhliða geisluninni var ég í hórmónahvarfsmeðferð með tveim lyfjum. Geislameðferðin er sársaukalaus en aukaverkanir voru aðallega þreyta og taugastrekkingur. PSA-ið fór í 2.5 í meðferðinni, varð 0.05 við lokin og var þar enn í ársbyrjun 2012. Er enn á mjög minnkuðum lyfjaskammti, reyndar með hliðarverkunum sem mér eru ekki til teljandi ama. Þetta gat með öðrum orðum ekki verið betra. Er þarna nokkurn lærdóm að draga í sambandi við forvarnir? Hér skal þá fullyrt það augljósa, að það er aðeins vegna reglulegra töku PSA gildanna að það er í tæka tíð hægt að hjálpa mér. Meinið var staðbundið í kirtlinum og þá eru ráð til að eyða því. Þannig á ég frábærum læknum og geislameðferðartæki LSH bókstaflega líf mitt að launa. Krabbamein er hræðilegur sjúkdómur þegar illa fer. Við sem fórum í meðferð vegna BHKK, höfum víst margir einhverjar aukaverkanir. Hvað sjálfan mig snertir er það blátt áfram afkáralegt – absúrd – að spyrja hvorn kostinn ég hefði valið, að dragast upp í kvalafullum sjúkdómi eða að fá að lifa þótt með einhverjum aukaverkunum sé. Þetta er því að þakka að fylgst var með mér með PSA- mælingum. Landlæknir segir að ekki hafi verið sýnt með óyggjandi hætti að það bjargi mannslífum. Einmitt það, segi ég þá undrandi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun