Skrifað hefur verið undir útgáfusamning vegna sögu Alþýðusambands Íslands (ASÍ) sem koma á út í tveimur bindum næsta haust.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, skrifuðu í gær undir samninginn, að því er fram kemur á vef ASÍ. Sumarliði Ísleifsson sagnfræðingur hefur undanfarin fjögur ár unnið að ritun bókarinnar. Áætlaður útgáfudagur verksins er sagður fyrsti október. - óká
Saga ASÍ kemur út í október
