Svarti dauði fer ekki í sölu í vínbúðunum 23. febrúar 2012 07:30 Bjór kenndur við svarta dauða verður ekki seldur í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) vegna þess að á bjórflöskunum stendur „Drekkið í friði". Eigandi vörumerkisins hefur kært ákvörðun ÁTVR um að taka bjórinn ekki í sölu til fjármálaráðuneytisins. Bjórinn Black Death Beer hefur verið framleiddur frá árinu 1989 og seldur víða erlendis, auk þess sem hann hefur verið seldur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Sótt var um að koma bjórnum í reynslusölu í ÁTVR seint á síðasta ári, en umsókninni var hafnað. Ákvörðun ÁTVR um að hafna því að selja bjórinn sem kenndur er við svarta dauða byggir á því að á umbúðum áfengis megi einungis vera skilaboð sem tengist vörunni, gerð hennar eða eiginleikum. Með öðrum orðum má ekki biðja þá sem ætla sér að drekka bjórinn að „drekka í friði" samkvæmt ákvörðun ÁTVR. Bjórinn er framleiddur af Vífilfelli, en eigandi vörumerkisins er Valgeir T. Sigurðsson. Í bréfi sem lögmaður Valgeirs hefur sent fjármálaráðuneytinu segir að textinn „Drekkið í friði" feli í sér „jákvæð skilaboð og ábendingu um ábyrga neyslu vörunnar". Þar er því mótmælt að textinn geti talist gildishlaðinn eða innihaldi ómálefnalegar upplýsingar. Í bréfinu er einnig bent á að ósamræmi sé í því sem ÁTVR kjósi að taka í sölu og því sem hafnað hafi verið. Bent er á að á umbúðum bjórsins Bríó standi „Það er gott að vera bríó". Orðið bríó finnst ekki í orðabók, en í bréfinu segir að það sé slangur fyrir að vera hífaður. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Bjór kenndur við svarta dauða verður ekki seldur í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) vegna þess að á bjórflöskunum stendur „Drekkið í friði". Eigandi vörumerkisins hefur kært ákvörðun ÁTVR um að taka bjórinn ekki í sölu til fjármálaráðuneytisins. Bjórinn Black Death Beer hefur verið framleiddur frá árinu 1989 og seldur víða erlendis, auk þess sem hann hefur verið seldur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Sótt var um að koma bjórnum í reynslusölu í ÁTVR seint á síðasta ári, en umsókninni var hafnað. Ákvörðun ÁTVR um að hafna því að selja bjórinn sem kenndur er við svarta dauða byggir á því að á umbúðum áfengis megi einungis vera skilaboð sem tengist vörunni, gerð hennar eða eiginleikum. Með öðrum orðum má ekki biðja þá sem ætla sér að drekka bjórinn að „drekka í friði" samkvæmt ákvörðun ÁTVR. Bjórinn er framleiddur af Vífilfelli, en eigandi vörumerkisins er Valgeir T. Sigurðsson. Í bréfi sem lögmaður Valgeirs hefur sent fjármálaráðuneytinu segir að textinn „Drekkið í friði" feli í sér „jákvæð skilaboð og ábendingu um ábyrga neyslu vörunnar". Þar er því mótmælt að textinn geti talist gildishlaðinn eða innihaldi ómálefnalegar upplýsingar. Í bréfinu er einnig bent á að ósamræmi sé í því sem ÁTVR kjósi að taka í sölu og því sem hafnað hafi verið. Bent er á að á umbúðum bjórsins Bríó standi „Það er gott að vera bríó". Orðið bríó finnst ekki í orðabók, en í bréfinu segir að það sé slangur fyrir að vera hífaður. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira