Hrekkjalómur gerði á sig af hræðslu 22. febrúar 2012 05:00 Fjölskyldufaðir var í gær fundinn sekur um frelsissviptingu í Héraðsdómi Reykjavíkur og gert að greiða ellefu ára dreng hundrað þúsund krónur í bætur fyrir að valda honum miklu andlegu áfalli í janúar 2010. Drengurinn, þá níu ára, gerði dyraat heima hjá manninum að kvöldi til ásamt vini sínum. Maðurinn bar við yfirheyrslu hjá lögreglu að hann hafi verið orðinn langþreyttur á reglubundnu dyraati heima hjá sér undanfarna þrjá mánuði. Hann hafi því hlaupið út á sokkaleistunum, staðráðinn í að hafa hendur í hári pörupiltanna. Hann náði öðrum þeirra, og var ákærður fyrir að hafa tekið helst til harkalega á honum, gripið í háls hans, hrist hann svo hann féll, hótað að flengja hann og svo farið með hann í íbúð sína og haldið honum þar nauðugum þar til föður drengsins bar að garði. Ríkissaksóknari taldi að maðurinn hefði gerst sekur um líkamsárás, hótun og brot gegn frjálsræði og barnaverndarlögum. Drengnum varð svo mikið um aðfarirnar að hann missti bæði þvag og hægðir og hefur átt mjög erfitt með að jafna sig. Dómurinn segir að manninum „hafi verið rétt, eins og á stóð og lýst hefur verið, að reyna að hafa hendur í hári þess eða þeirra sem höfðu valdið honum og fjölskyldu hans ónæði". Við það hafi hann ekki farið yfir strikið og hvorki beitt ofbeldi né hótunum. Hins vegar hafi hann átt að fara með drenginn rakleiðis heim til hans, en ekki heim til sín. Það sé frelsissvipting. Ákvörðun refsingar er frestað í tvö ár. - sh Fréttir Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Fjölskyldufaðir var í gær fundinn sekur um frelsissviptingu í Héraðsdómi Reykjavíkur og gert að greiða ellefu ára dreng hundrað þúsund krónur í bætur fyrir að valda honum miklu andlegu áfalli í janúar 2010. Drengurinn, þá níu ára, gerði dyraat heima hjá manninum að kvöldi til ásamt vini sínum. Maðurinn bar við yfirheyrslu hjá lögreglu að hann hafi verið orðinn langþreyttur á reglubundnu dyraati heima hjá sér undanfarna þrjá mánuði. Hann hafi því hlaupið út á sokkaleistunum, staðráðinn í að hafa hendur í hári pörupiltanna. Hann náði öðrum þeirra, og var ákærður fyrir að hafa tekið helst til harkalega á honum, gripið í háls hans, hrist hann svo hann féll, hótað að flengja hann og svo farið með hann í íbúð sína og haldið honum þar nauðugum þar til föður drengsins bar að garði. Ríkissaksóknari taldi að maðurinn hefði gerst sekur um líkamsárás, hótun og brot gegn frjálsræði og barnaverndarlögum. Drengnum varð svo mikið um aðfarirnar að hann missti bæði þvag og hægðir og hefur átt mjög erfitt með að jafna sig. Dómurinn segir að manninum „hafi verið rétt, eins og á stóð og lýst hefur verið, að reyna að hafa hendur í hári þess eða þeirra sem höfðu valdið honum og fjölskyldu hans ónæði". Við það hafi hann ekki farið yfir strikið og hvorki beitt ofbeldi né hótunum. Hins vegar hafi hann átt að fara með drenginn rakleiðis heim til hans, en ekki heim til sín. Það sé frelsissvipting. Ákvörðun refsingar er frestað í tvö ár. - sh
Fréttir Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira