Vogue og ID hampa Ernu 21. febrúar 2012 09:00 Erna er í spennufalli eftir að sýningin er afstaðin og ánægð með góðar viðtökur blaðamanna og bloggara. „Þetta var rosalega skrýtinn dagur og ég finn fyrir miklum létti núna þegar vinnutörnin er að taka enda."," segir Erna Einarsdóttir fatahönnuður sem sýndi fatalínu sína á tískuvikunni í London á föstudaginn. Erna er útskriftarnemi í fatahönnun við Central Saint Martins en útskriftarsýningu skólans er alla jafna beðið með mikilli eftirvæntingu af tískuheiminum enda hefur skólinn alið af sér helstu hönnuði heims. „Mamma mín, tengdamamma og kærasti voru í áhorfendahópnum og þau sögðu að það hafi allavega verið um 400-500 áhorfendur á sýningunni," segir Erna en hún hefur eytt helginni í að skoða umsagnir blaðamanna og bloggara um fatnaðinn sinn. Erna þarf engu að kvíða því grátóna ullarpeysur hennar og kálfasíð pilsin lögðust almennt vel í tískuspekinga og er Erna sérstaklega nafngreind í flestum umsögnum um sýninguna sjálfa.ID Online segir fatalínu Ernu bera skandínavískan keim og setur hana í topp fjóra af 20 nemendum sem sýndu á sýningunni. Tim Blanks hjá Style segir fatalínu Ernu ásamt þremur öðrum nemendum hafi verið undantekning frá annars heldur leiðinlegri sýningu.Jessica Bumbs hjá breska Vogue var hins vegar hrifin af sýningunni í heild sinni og skrifar „Svölu gráu prjónapeysurnar hennar Ernu Einarsdóttur mega koma og eiga heima í fataskápnum mínum núna strax."Af sýningu Ernu.Erna notaði íslenska ull í sýningu sinni og fékk styrk frá Ístex til að gera útskriftarlínuna. En hvað tekur núna við hjá Ernu? „Það er mánuður eftir af skólanum og svo veit ég ekki. Ætli maður bíði ekki aðeins og sjái hvað kemur út úr þessu á næstu vikum en annars er ég komin með smá heimþrá eftir sjö ár erlendis. Það væri gaman að koma heim og vinna."-áp Lífið Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira
„Þetta var rosalega skrýtinn dagur og ég finn fyrir miklum létti núna þegar vinnutörnin er að taka enda."," segir Erna Einarsdóttir fatahönnuður sem sýndi fatalínu sína á tískuvikunni í London á föstudaginn. Erna er útskriftarnemi í fatahönnun við Central Saint Martins en útskriftarsýningu skólans er alla jafna beðið með mikilli eftirvæntingu af tískuheiminum enda hefur skólinn alið af sér helstu hönnuði heims. „Mamma mín, tengdamamma og kærasti voru í áhorfendahópnum og þau sögðu að það hafi allavega verið um 400-500 áhorfendur á sýningunni," segir Erna en hún hefur eytt helginni í að skoða umsagnir blaðamanna og bloggara um fatnaðinn sinn. Erna þarf engu að kvíða því grátóna ullarpeysur hennar og kálfasíð pilsin lögðust almennt vel í tískuspekinga og er Erna sérstaklega nafngreind í flestum umsögnum um sýninguna sjálfa.ID Online segir fatalínu Ernu bera skandínavískan keim og setur hana í topp fjóra af 20 nemendum sem sýndu á sýningunni. Tim Blanks hjá Style segir fatalínu Ernu ásamt þremur öðrum nemendum hafi verið undantekning frá annars heldur leiðinlegri sýningu.Jessica Bumbs hjá breska Vogue var hins vegar hrifin af sýningunni í heild sinni og skrifar „Svölu gráu prjónapeysurnar hennar Ernu Einarsdóttur mega koma og eiga heima í fataskápnum mínum núna strax."Af sýningu Ernu.Erna notaði íslenska ull í sýningu sinni og fékk styrk frá Ístex til að gera útskriftarlínuna. En hvað tekur núna við hjá Ernu? „Það er mánuður eftir af skólanum og svo veit ég ekki. Ætli maður bíði ekki aðeins og sjái hvað kemur út úr þessu á næstu vikum en annars er ég komin með smá heimþrá eftir sjö ár erlendis. Það væri gaman að koma heim og vinna."-áp
Lífið Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira