Kolfinna lokaði sýningu Marc Jacobs í New York 16. febrúar 2012 07:00 Kolfinna Kristófersdóttir leit vel út á tískupallinum hjá undirlínunni Marc by Marc Jacobs en fyrirsætunni var sýnt það traust að loka sýningunni með því að ganga síðust fram á tískupallinn en það þykir mikill heiður. Nordicphotos/afp Það er óhætt að segja að fyrirsætan Kolfinna Kristófersdóttir sé að gera það gott í tískuheiminum um þessar mundir. Hún hefur verið í miklu uppáhaldi hjá hönnuðinum Alexander Wang og nú hefur sjálfur Marc Jacobs uppgötvað íslensku fyrirsætuna. Kolfinna þrammaði tískupallana fyrir báðar fatalínur hans, Marc by Marc Jacobs og Marc Jacobs. Hún fékk að loka fyrrnefndu sýningunni en það þykir mikill heiður fyrir fyrirsætur að ganga fyrst eða síðust út á pallinn. Tískuvikan er í fullum gangi í New York en aðalfatalína Marc Jacobs hefur hlotið misjafnar viðtökur. Það er óhætt að segja að hann hafi farið ótroðnar slóðir þegar kemur að hausttískunni í ár. Sjálfur segist hönnuðurinn hafa orðið fyrir áhrifum kvenna á borð við Önnu Piaggi og Lynn Yaeger sem báðar eru djarfar í fatavali. Vogue lofsamar línuna sem einkennist af síðum frökkum og skóm með stórum sylgjum, en tískubloggarar eru ekki eins hrifnir. - áp Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Graham Greene er látinn Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Það er óhætt að segja að fyrirsætan Kolfinna Kristófersdóttir sé að gera það gott í tískuheiminum um þessar mundir. Hún hefur verið í miklu uppáhaldi hjá hönnuðinum Alexander Wang og nú hefur sjálfur Marc Jacobs uppgötvað íslensku fyrirsætuna. Kolfinna þrammaði tískupallana fyrir báðar fatalínur hans, Marc by Marc Jacobs og Marc Jacobs. Hún fékk að loka fyrrnefndu sýningunni en það þykir mikill heiður fyrir fyrirsætur að ganga fyrst eða síðust út á pallinn. Tískuvikan er í fullum gangi í New York en aðalfatalína Marc Jacobs hefur hlotið misjafnar viðtökur. Það er óhætt að segja að hann hafi farið ótroðnar slóðir þegar kemur að hausttískunni í ár. Sjálfur segist hönnuðurinn hafa orðið fyrir áhrifum kvenna á borð við Önnu Piaggi og Lynn Yaeger sem báðar eru djarfar í fatavali. Vogue lofsamar línuna sem einkennist af síðum frökkum og skóm með stórum sylgjum, en tískubloggarar eru ekki eins hrifnir. - áp
Mest lesið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Graham Greene er látinn Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira