Ást á stórum byggingum Pawel Bartoszek skrifar 10. febrúar 2012 06:00 Einhverjum gæti þótt mikil eftirsjá að öllu fénu sem fer í sundlaugar hér og þar um landið. „Mikið mætti spara með því að fækka þeim og nýta heita vatnið í aðra og uppbyggilegri hluti," gætu menn sagt. Nú er til dæmis flott sundaðstaða í Reykjanesbæ. Þegar búið er að flytja flugvöllinn til Keflavíkur blasir við að hægt verði að fækka sundlaugum um landið töluvert. Menn munu þá geta hoppað í flugvél eftir vinnu, farið í sund í „Lands- háskólasundlauginni" í Reykjanesbæ og komið heim fyrir tíufréttir. Samlíkingin sem hér er sett upp, í tengslum við Landspítalann – Háskólasjúkrahús er kannski hvorki hnyttin né góð. Helsti galli hennar er að sjúkrahús eru sérhæfðar stofnanir, en sundlaugar varla. Sameining sjúkrahúsa hefur því kosti sem sameining sundlauga hefur ekki. En ókostirnir eru samt svipaðir. Lego-kubba-draumarMörg okkar, og þá sérstaklega þau sem láta sig þjóðfélagsmál varða, heillast gjarnan af hugmyndum um einhverjar stórar byggingar sem hýsa ástríður þeirra og ævistörf. Og auðvitað teljum við hugmyndirnar undantekningarlítið verðskulda opinbert fjármagn. Einn vill risasjúkrahús, annar óperuhöll, sá þriðji yfirbyggða sundlaug í ólympíulengd. Það er oft gaman þegar þessar byggingar eru risnar, en við sjáum aldrei það sem ekki varð til fyrir þá peninga sem þær kostuðu. Harpan kostar hvern Íslending 3.000 kr. á ári næstu 35 árin. Kannski finnst mörgum það þess virði. En eitt þarf að hafa í huga: Allt í kringum landið sitja sveitarfélög uppi með nýkláruð risagóðærisverkefni sem kjósendur næstu áratuga munu þurfa að borga, hvort sem þeim líkar það vel eða illa. Sveitarfélögin féllu þannig í sömu gryfjuna og mörg heimili sem skuldbundu sig til að greiða ógrynni fjár í steypu og málm og þurfa nú að láta öllu skemmtilegri útgjöld mæta afgangi. Það er fljótlegra að segja upp líkamsræktarkortinu en að selja húsið. All-inMenn byggja risatónlistarhús. Allir glaðir. Nasa lokar. Allir fúlir. „Björgum Nasa," segja allir. Það er kannski bjartsýni að ætla að almenningur hætti að krefjast útgjalda í hluti sem hljóma vel. En auðvitað er það samt þannig að hver einasta yfirtaka borgarinnar á óarðbærum rekstri kostar pening og skekkir auk þess samkeppnisstöðu annarra slíkra staða. Borgin rekur Hörpuna, Tjarnarbíó, Paradís og Austurbæjarbíó. Það er gott í bili. Reyndar skal viðurkenna að uppkaup á þegar byggðu húsnæði, eins og Austurbæjarbíói, eru að mörgu leyti heppilegri en margra áratuga skuldbindingar í nýjum risaverkefnum. Borgarstjórnir framtíðar geta selt Austurbæjarbíó ef þau vilja. Næstu tíu kjörtímabil munu borgarstjórnir Reykjavíkur hins vegar greiða vextina af Hörpu, sama hvað þeim finnst. Einkaaðilar geta alveg rekið skemmtistaði. Maður eiginlega óttast þá þróun að sjálf yfirlýsing eiganda um að hann hyggist byggja hótel eða íbúðir í miðbænum skuli oft duga til að setja af stað atburðarás sem endar með því að eigandinn fær borgað fullt án þess að þurfa að að byggja nokkuð. Ef hefð kemst á að nota skattfé til að kaupa menn úr óarðbærum rekstri, þá munum við vart gera annað. Alveg viss?Loks aftur að nýrri byggingu Landspítala – Háskólasjúkrahúss. Áttum okkur á nokkrum afleiðingum þessa verkefnis. Í fyrsta lagi munu menn ólíklega færa flugvöllinn, ef miklum fjármunum er varið í uppbyggingu sjúkrahúss á þessum stað. Í öðru lagi mun sjúkraþjónusta utan höfuðborgarsvæðis ólíklega batna, enda mun ávallt vera hagkvæmast að hagræða með því að færa alla starfsemi til Reykjavíkur. Sú vinna sem lögð hefur verið í hönnun sjúkrahússins að undanförnu hefur skilað margfalt betri og borgarvænni tillögum en lagt var af stað með. En þetta er engu að síður mjög mikið fé sem við skuldbindum okkur til að greiða í mjög langan tíma. Við þurfum því að vera mjög viss um að þetta sé það sem við viljum. Við þurfum líka að vera undir það búin að uppbygging heilbrigðisþjónustu muni á næstu árum einskorðast við nýja sjúkrahúsið því við munum þurfa að klára það. Auðvitað er heilmargt unnið með byggingunni. Fátt er svo með öllu illt sem kostar hundrað milljarða. Vonum bara að það sé þess virði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun
Einhverjum gæti þótt mikil eftirsjá að öllu fénu sem fer í sundlaugar hér og þar um landið. „Mikið mætti spara með því að fækka þeim og nýta heita vatnið í aðra og uppbyggilegri hluti," gætu menn sagt. Nú er til dæmis flott sundaðstaða í Reykjanesbæ. Þegar búið er að flytja flugvöllinn til Keflavíkur blasir við að hægt verði að fækka sundlaugum um landið töluvert. Menn munu þá geta hoppað í flugvél eftir vinnu, farið í sund í „Lands- háskólasundlauginni" í Reykjanesbæ og komið heim fyrir tíufréttir. Samlíkingin sem hér er sett upp, í tengslum við Landspítalann – Háskólasjúkrahús er kannski hvorki hnyttin né góð. Helsti galli hennar er að sjúkrahús eru sérhæfðar stofnanir, en sundlaugar varla. Sameining sjúkrahúsa hefur því kosti sem sameining sundlauga hefur ekki. En ókostirnir eru samt svipaðir. Lego-kubba-draumarMörg okkar, og þá sérstaklega þau sem láta sig þjóðfélagsmál varða, heillast gjarnan af hugmyndum um einhverjar stórar byggingar sem hýsa ástríður þeirra og ævistörf. Og auðvitað teljum við hugmyndirnar undantekningarlítið verðskulda opinbert fjármagn. Einn vill risasjúkrahús, annar óperuhöll, sá þriðji yfirbyggða sundlaug í ólympíulengd. Það er oft gaman þegar þessar byggingar eru risnar, en við sjáum aldrei það sem ekki varð til fyrir þá peninga sem þær kostuðu. Harpan kostar hvern Íslending 3.000 kr. á ári næstu 35 árin. Kannski finnst mörgum það þess virði. En eitt þarf að hafa í huga: Allt í kringum landið sitja sveitarfélög uppi með nýkláruð risagóðærisverkefni sem kjósendur næstu áratuga munu þurfa að borga, hvort sem þeim líkar það vel eða illa. Sveitarfélögin féllu þannig í sömu gryfjuna og mörg heimili sem skuldbundu sig til að greiða ógrynni fjár í steypu og málm og þurfa nú að láta öllu skemmtilegri útgjöld mæta afgangi. Það er fljótlegra að segja upp líkamsræktarkortinu en að selja húsið. All-inMenn byggja risatónlistarhús. Allir glaðir. Nasa lokar. Allir fúlir. „Björgum Nasa," segja allir. Það er kannski bjartsýni að ætla að almenningur hætti að krefjast útgjalda í hluti sem hljóma vel. En auðvitað er það samt þannig að hver einasta yfirtaka borgarinnar á óarðbærum rekstri kostar pening og skekkir auk þess samkeppnisstöðu annarra slíkra staða. Borgin rekur Hörpuna, Tjarnarbíó, Paradís og Austurbæjarbíó. Það er gott í bili. Reyndar skal viðurkenna að uppkaup á þegar byggðu húsnæði, eins og Austurbæjarbíói, eru að mörgu leyti heppilegri en margra áratuga skuldbindingar í nýjum risaverkefnum. Borgarstjórnir framtíðar geta selt Austurbæjarbíó ef þau vilja. Næstu tíu kjörtímabil munu borgarstjórnir Reykjavíkur hins vegar greiða vextina af Hörpu, sama hvað þeim finnst. Einkaaðilar geta alveg rekið skemmtistaði. Maður eiginlega óttast þá þróun að sjálf yfirlýsing eiganda um að hann hyggist byggja hótel eða íbúðir í miðbænum skuli oft duga til að setja af stað atburðarás sem endar með því að eigandinn fær borgað fullt án þess að þurfa að að byggja nokkuð. Ef hefð kemst á að nota skattfé til að kaupa menn úr óarðbærum rekstri, þá munum við vart gera annað. Alveg viss?Loks aftur að nýrri byggingu Landspítala – Háskólasjúkrahúss. Áttum okkur á nokkrum afleiðingum þessa verkefnis. Í fyrsta lagi munu menn ólíklega færa flugvöllinn, ef miklum fjármunum er varið í uppbyggingu sjúkrahúss á þessum stað. Í öðru lagi mun sjúkraþjónusta utan höfuðborgarsvæðis ólíklega batna, enda mun ávallt vera hagkvæmast að hagræða með því að færa alla starfsemi til Reykjavíkur. Sú vinna sem lögð hefur verið í hönnun sjúkrahússins að undanförnu hefur skilað margfalt betri og borgarvænni tillögum en lagt var af stað með. En þetta er engu að síður mjög mikið fé sem við skuldbindum okkur til að greiða í mjög langan tíma. Við þurfum því að vera mjög viss um að þetta sé það sem við viljum. Við þurfum líka að vera undir það búin að uppbygging heilbrigðisþjónustu muni á næstu árum einskorðast við nýja sjúkrahúsið því við munum þurfa að klára það. Auðvitað er heilmargt unnið með byggingunni. Fátt er svo með öllu illt sem kostar hundrað milljarða. Vonum bara að það sé þess virði.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun