Eftirlitskerfið brást 1. febrúar 2012 05:00 Álfheiður Ingadóttir, formaður velferðarnefndar, gagnrýnir velferðarráðherra fyrir að bjóða ekki öllum konum að láta fjarlægja úr sér PIP sílíkonpúðana, þótt þeir séu ekki lekir. Hörð orð féllu á Alþingi í gær í sérstökum umræðum um PIP sílíkonpúðana. Gagnrýni þingmanna beindist fyrst og fremst að eftirlitsaðilum heilbrigðiskerfisins; Landlækni, Jens Kjartanssyni lýtalækni, Lyfjastofnun og stjórnvöldum. Velferðarráðherra var einróma hvattur til að beita sér fyrir hertri löggjöf um eftirlit í heilbrigðismálum og samspil hins opinbera og einkageirans hér á landi. Ólína Þorvarðardóttir og Álfheiður Ingadóttir voru málshefjendur í umræðunum tveimur um ábyrgð og eftirlit hins opinbera gagnvart einkarekinni heilbrigðisþjónustu og viðbrögð heilbrigðisyfirvalda eftir að PIP-málið kom upp. Báðar fóru fram á lagabreytingar er varða eftirlit, viðurlög við vanrækslu og samspil einkageirans og hins opinbera í heilbrigðiskerfinu. Álfheiður sagði það ámælisvert og bíræfið af Læknafélagi Íslands að „skjóta skildi yfir nokkra félaga sína“ í ljósi þess að félagið leitaði með mál lýtalækna til Persónuverndar þegar landlæknir krafði þá um upplýsingar um brjóstastækkanir sem þeir hafa gert á stofum sínum síðan árið 2000. Í svari við fyrirspurn Álfheiðar sagði Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra að ástæða þess að fimm vikur liðu frá því að málið kom upp þar til konurnar sem fengið höfðu PIP púðana fengu boð um ómskoðun og ráðgjöf, væri ágreiningur um verð og hver ætti að vinna verkið. „Sem undirstrikar að enginn vill axla ábyrgð,“ sagði Guðbjartur. „Þegar farið var í málið voru þetta 393 konur sem fengu bréf. Sumar þeirra fengu bréf án þess að fá púðana, sem undirstrikar einnig hvernig skráningu var háttað.“ Að sögn Guðbjarts hafa um 160 konur af þessum 393, en ekki 440 eins og áður var haldið fram, brugðist við boði velferðarráðuneytisins. Álfheiður hafði orð á því að fram hafi komið á fundi velferðarnefndar á mánudag að PIP-málið „væri orðið að krísu“ þar sem þar bendi hver á annan í stað þess að taka höndum saman og hafa konurnar, eða fórnarlömbin, með í ráðum og þarfir þeirra í forgrunni þegar leitað er leiða til að leysa málið. Fjöldi þingmanna lagði orð í belg í umræðunum, þar á meðal Eygló Harðardóttir og Birgitta Jónsdóttir, sem höfðu orð á því að betra hefði verið að láta IKEA sjá um innköllunina á sílíkonpúðunum, heldur en Landlækni og Jens Kjartansson, sem flutti þá inn til landsins. sunna@frettabladid.is PIP-brjóstapúðar Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Hörð orð féllu á Alþingi í gær í sérstökum umræðum um PIP sílíkonpúðana. Gagnrýni þingmanna beindist fyrst og fremst að eftirlitsaðilum heilbrigðiskerfisins; Landlækni, Jens Kjartanssyni lýtalækni, Lyfjastofnun og stjórnvöldum. Velferðarráðherra var einróma hvattur til að beita sér fyrir hertri löggjöf um eftirlit í heilbrigðismálum og samspil hins opinbera og einkageirans hér á landi. Ólína Þorvarðardóttir og Álfheiður Ingadóttir voru málshefjendur í umræðunum tveimur um ábyrgð og eftirlit hins opinbera gagnvart einkarekinni heilbrigðisþjónustu og viðbrögð heilbrigðisyfirvalda eftir að PIP-málið kom upp. Báðar fóru fram á lagabreytingar er varða eftirlit, viðurlög við vanrækslu og samspil einkageirans og hins opinbera í heilbrigðiskerfinu. Álfheiður sagði það ámælisvert og bíræfið af Læknafélagi Íslands að „skjóta skildi yfir nokkra félaga sína“ í ljósi þess að félagið leitaði með mál lýtalækna til Persónuverndar þegar landlæknir krafði þá um upplýsingar um brjóstastækkanir sem þeir hafa gert á stofum sínum síðan árið 2000. Í svari við fyrirspurn Álfheiðar sagði Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra að ástæða þess að fimm vikur liðu frá því að málið kom upp þar til konurnar sem fengið höfðu PIP púðana fengu boð um ómskoðun og ráðgjöf, væri ágreiningur um verð og hver ætti að vinna verkið. „Sem undirstrikar að enginn vill axla ábyrgð,“ sagði Guðbjartur. „Þegar farið var í málið voru þetta 393 konur sem fengu bréf. Sumar þeirra fengu bréf án þess að fá púðana, sem undirstrikar einnig hvernig skráningu var háttað.“ Að sögn Guðbjarts hafa um 160 konur af þessum 393, en ekki 440 eins og áður var haldið fram, brugðist við boði velferðarráðuneytisins. Álfheiður hafði orð á því að fram hafi komið á fundi velferðarnefndar á mánudag að PIP-málið „væri orðið að krísu“ þar sem þar bendi hver á annan í stað þess að taka höndum saman og hafa konurnar, eða fórnarlömbin, með í ráðum og þarfir þeirra í forgrunni þegar leitað er leiða til að leysa málið. Fjöldi þingmanna lagði orð í belg í umræðunum, þar á meðal Eygló Harðardóttir og Birgitta Jónsdóttir, sem höfðu orð á því að betra hefði verið að láta IKEA sjá um innköllunina á sílíkonpúðunum, heldur en Landlækni og Jens Kjartansson, sem flutti þá inn til landsins. sunna@frettabladid.is
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira