Níu þúsund Kínverjar ferðuðust til Íslands 28. janúar 2012 14:00 Nýárinu fagnað Ár drekans hófst í vikunni samkvæmt kínversku tímatali. Myndin er frá fagnaðarlátum í Peking síðasta miðvikudag.Nordicphotos/AFP Kínverskir ferðamenn sem heimsóttu Ísland á síðasta ári voru 8.784 talsins samkvæmt talningu Ferðamálastofu á erlendum ferðamönnum í Leifsstöð. Fjölgun frá fyrra ári nemur 69,1 prósenti. Kristín A. Árnadóttir, sendiherra Íslands í Kína, segir fjölgunina ekki síst áhugaverða fyrir þær sakir að ekki sé beint flug milli Íslands og Kína. Þá séu ferðalög Kínverja til Evrópu ennþá að mestu takmörkuð við hópferðir vegna reglugerða um vegabréfsáritanir. „Ferðalög Kínverja til útlanda hafa hins vegar aukist mjög síðustu ár, eftir því sem hagvöxtur og kaupmáttur í landinu hefur aukist," segir Kristín. Mest segir hún Kínverja ferðast til nágrannalanda í Asíu, en þó fari stöðugt vaxandi vinsældir áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku. Því skipti miklu máli að marka sér stöðu á þessum stóra markaði og hægt að gera sér hugmyndir um að hann vaxi enn frekar. „Kínverjar eru núna um eitt prósent þeirra ferðamanna sem til Íslands koma, en nokkuð ljóst er að það hlutfall á eftir að aukast," segir Kristín og bendir á að margfeldisáhrif séu af þeim ferðamönnum sem koma aftur heim til Kína og bera landinu vel söguna. Þá gera hagspár einnig ráð fyrir því að hagvöxtur haldi áfram að aukast hröðum skrefum í Kína og þar með fjöldi þeirra sem ráð hafa á ferðalögum til útlanda. Annars telur Kristín að margar skýringar kunni að liggja að baki aukningunni á árinu 2011. „Næsta víst er að þar vegur þungt mjög mikil umfjöllun um Ísland og íslenska ferðaþjónustu í tengslum við þátttöku landsins í Heimssýningunni í Sjanghæ árið 2010. Síðan vöktu náttúrlega mikla athygli í Kína eldgosin tvö á Íslandi sama ár." Því þurfi ekki að vera að eldgosin hér hafi þann fælingarmátt sem margir hafi óttast, fremur að þau hafi ýtt undir áhuga á landinu. Kristín segir að samhliða aukinni eftirspurn og öflugu markaðsstarfi sem sendiráð Íslands í Peking standi að með Íslandsstofu og íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum hafi fjölgað nokkuð kínverskum ferðaskrifstofum sem bjóða ferðir hingað til lands. Meðal þess sem ráðist hefur verið í er útgáfa nýs kynningarefnis, ný heimasíða og kynning á ferðamálasýningum. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Kínverskir ferðamenn sem heimsóttu Ísland á síðasta ári voru 8.784 talsins samkvæmt talningu Ferðamálastofu á erlendum ferðamönnum í Leifsstöð. Fjölgun frá fyrra ári nemur 69,1 prósenti. Kristín A. Árnadóttir, sendiherra Íslands í Kína, segir fjölgunina ekki síst áhugaverða fyrir þær sakir að ekki sé beint flug milli Íslands og Kína. Þá séu ferðalög Kínverja til Evrópu ennþá að mestu takmörkuð við hópferðir vegna reglugerða um vegabréfsáritanir. „Ferðalög Kínverja til útlanda hafa hins vegar aukist mjög síðustu ár, eftir því sem hagvöxtur og kaupmáttur í landinu hefur aukist," segir Kristín. Mest segir hún Kínverja ferðast til nágrannalanda í Asíu, en þó fari stöðugt vaxandi vinsældir áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku. Því skipti miklu máli að marka sér stöðu á þessum stóra markaði og hægt að gera sér hugmyndir um að hann vaxi enn frekar. „Kínverjar eru núna um eitt prósent þeirra ferðamanna sem til Íslands koma, en nokkuð ljóst er að það hlutfall á eftir að aukast," segir Kristín og bendir á að margfeldisáhrif séu af þeim ferðamönnum sem koma aftur heim til Kína og bera landinu vel söguna. Þá gera hagspár einnig ráð fyrir því að hagvöxtur haldi áfram að aukast hröðum skrefum í Kína og þar með fjöldi þeirra sem ráð hafa á ferðalögum til útlanda. Annars telur Kristín að margar skýringar kunni að liggja að baki aukningunni á árinu 2011. „Næsta víst er að þar vegur þungt mjög mikil umfjöllun um Ísland og íslenska ferðaþjónustu í tengslum við þátttöku landsins í Heimssýningunni í Sjanghæ árið 2010. Síðan vöktu náttúrlega mikla athygli í Kína eldgosin tvö á Íslandi sama ár." Því þurfi ekki að vera að eldgosin hér hafi þann fælingarmátt sem margir hafi óttast, fremur að þau hafi ýtt undir áhuga á landinu. Kristín segir að samhliða aukinni eftirspurn og öflugu markaðsstarfi sem sendiráð Íslands í Peking standi að með Íslandsstofu og íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum hafi fjölgað nokkuð kínverskum ferðaskrifstofum sem bjóða ferðir hingað til lands. Meðal þess sem ráðist hefur verið í er útgáfa nýs kynningarefnis, ný heimasíða og kynning á ferðamálasýningum. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira