Dregur úr flutningum þó fleiri fari en komi 25. janúar 2012 06:30 Enn flytja fleiri frá landinu en til þess, þrátt fyrir að heldur hafi dregið úr brottflutningi. Tölur frá Hagstofu Íslands sýna að árið 2011 fluttu 6.982 frá landinu, en 5.578 til landsins. Árið 2010 fluttu 7.759 frá Íslandi en 5.625 til landsins. Þetta þýðir að brottfluttir umfram aðflutta voru 1.404 í fyrra. Íslenskir ríkisborgarar eru í meirihluta þeirra sem fluttu frá landinu, eða 4.135 miðað við 2.847 erlenda ríkisborgara. Þeir eru einnig í meirihluta þeirra sem flytja til landsins og brottfluttir íslenskir ríkisborgarar umfram aðflutta eru 1.311. Alls fluttu 2.754 erlendir ríkisborgarar til landsins árið 2011. Flestir íslenskir ríkisborgarar fluttu til Noregs, Danmerkur eða Svíþjóðar; 3.022 af þeim 4.135 sem fluttu. Þar af fóru 1.508 til Noregs, sem er vinsælasti áfangastaður brottfluttra. Flestir sem hingað flytja koma einnig frá þessum þremur löndum, eða 2.113 af 2.824. Erlendir ríkisborgarar flytja flestir til Póllands, eða 1.000 af 2.847 alls. Þaðan fluttu líka flestir erlendir ríkisborgar til landsins, eða 768. Langflestir þeirra sem flytja af landi brott eru undir þrítugu, tæplega 1.300 á aldrinum 25 til 29 og um 1.200 á aldrinum 20 til 24 ára. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni hófust miklir búferlaflutningar til og frá landinu árið 2004 sem standa enn. Á árunum 2004 til 2008 fluttist 15.921 til landsins umfram brottflutta. Síðustu þrjú ár hefur það snúist við og hafa 8.373 flutt af landi brott umfram aðflutta. Árið 2008 fluttu tæplega 7.500 erlndir ríkisborgarar til landsins. Úr því hefur dregið við hrun, en þó fluttu 3.392 hingað árið 2009, 2.988 árið 2010 og 2.754 í fyrra. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Sjá meira
Enn flytja fleiri frá landinu en til þess, þrátt fyrir að heldur hafi dregið úr brottflutningi. Tölur frá Hagstofu Íslands sýna að árið 2011 fluttu 6.982 frá landinu, en 5.578 til landsins. Árið 2010 fluttu 7.759 frá Íslandi en 5.625 til landsins. Þetta þýðir að brottfluttir umfram aðflutta voru 1.404 í fyrra. Íslenskir ríkisborgarar eru í meirihluta þeirra sem fluttu frá landinu, eða 4.135 miðað við 2.847 erlenda ríkisborgara. Þeir eru einnig í meirihluta þeirra sem flytja til landsins og brottfluttir íslenskir ríkisborgarar umfram aðflutta eru 1.311. Alls fluttu 2.754 erlendir ríkisborgarar til landsins árið 2011. Flestir íslenskir ríkisborgarar fluttu til Noregs, Danmerkur eða Svíþjóðar; 3.022 af þeim 4.135 sem fluttu. Þar af fóru 1.508 til Noregs, sem er vinsælasti áfangastaður brottfluttra. Flestir sem hingað flytja koma einnig frá þessum þremur löndum, eða 2.113 af 2.824. Erlendir ríkisborgarar flytja flestir til Póllands, eða 1.000 af 2.847 alls. Þaðan fluttu líka flestir erlendir ríkisborgar til landsins, eða 768. Langflestir þeirra sem flytja af landi brott eru undir þrítugu, tæplega 1.300 á aldrinum 25 til 29 og um 1.200 á aldrinum 20 til 24 ára. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni hófust miklir búferlaflutningar til og frá landinu árið 2004 sem standa enn. Á árunum 2004 til 2008 fluttist 15.921 til landsins umfram brottflutta. Síðustu þrjú ár hefur það snúist við og hafa 8.373 flutt af landi brott umfram aðflutta. Árið 2008 fluttu tæplega 7.500 erlndir ríkisborgarar til landsins. Úr því hefur dregið við hrun, en þó fluttu 3.392 hingað árið 2009, 2.988 árið 2010 og 2.754 í fyrra. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Sjá meira