Segir embættismenn hafa ánetjast ESB 25. janúar 2012 02:30 gagnrýninn Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra gagnrýnir embættismannakerfið fyrir sífelldar ferðir til Brussel, með tilheyrandi ferða- og uppihaldskostnaði sem lendi á ríkinu.fréttablaðið/gva Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur áhyggjur af því að stofnanaveldið, eins og hann orðaði það, hafi ánetjast Evrópusambandinu. Hann lýsti þeirri skoðun sinni undir glymjandi bjölluhljómi forseta Alþingis í gær, en ráðherra var kominn þó nokkuð fram yfir tímamörk sín. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði innanríkisráðherra út í skoðun hans á styrkveitingum Evrópusambandsins. Ásmundur las upp úr gömlum greinum Ögmundar þar sem hann lýsti aðlögunarstyrkjum við „glerperlur og eldvatn til að glæða áhuga okkar á að sitja til borðs í Brussel". Ögmundur sagði, á þingi í gær, að þar sem verið væri að ræða um eldvatnið, hefði hann mestar áhyggjur af stofnanakerfinu. Hann spurði hvernig á því stæði að það væri algeng regla að þegar samningar væru bornir upp innan ESB væru verkalýðshreyfingin, atvinnurekendasamtök og stjórnsýsla hlynnt, en almenningur á móti. „Það er vegna þess að það er búið að fara með flugvélafarma, viku eftir viku eftir viku, mánuð eftir mánuð eftir mánuð, út til Brussel þar sem menn halda til á kostnað ríkisins. Þetta fólk ánetjast Evrópusambandinu og vill ólmt halda áfram og fá að fara í fleiri ferðir. Fleiri ferðir, fleiri hótelferðir, meiri dagpeninga. Það er þetta sem er að gerast. Það er þess vegna sem stofnanaveldið ánetjast Evrópusambandinu." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur áhyggjur af því að stofnanaveldið, eins og hann orðaði það, hafi ánetjast Evrópusambandinu. Hann lýsti þeirri skoðun sinni undir glymjandi bjölluhljómi forseta Alþingis í gær, en ráðherra var kominn þó nokkuð fram yfir tímamörk sín. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði innanríkisráðherra út í skoðun hans á styrkveitingum Evrópusambandsins. Ásmundur las upp úr gömlum greinum Ögmundar þar sem hann lýsti aðlögunarstyrkjum við „glerperlur og eldvatn til að glæða áhuga okkar á að sitja til borðs í Brussel". Ögmundur sagði, á þingi í gær, að þar sem verið væri að ræða um eldvatnið, hefði hann mestar áhyggjur af stofnanakerfinu. Hann spurði hvernig á því stæði að það væri algeng regla að þegar samningar væru bornir upp innan ESB væru verkalýðshreyfingin, atvinnurekendasamtök og stjórnsýsla hlynnt, en almenningur á móti. „Það er vegna þess að það er búið að fara með flugvélafarma, viku eftir viku eftir viku, mánuð eftir mánuð eftir mánuð, út til Brussel þar sem menn halda til á kostnað ríkisins. Þetta fólk ánetjast Evrópusambandinu og vill ólmt halda áfram og fá að fara í fleiri ferðir. Fleiri ferðir, fleiri hótelferðir, meiri dagpeninga. Það er þetta sem er að gerast. Það er þess vegna sem stofnanaveldið ánetjast Evrópusambandinu." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Sjá meira