Mamma Bobba starfrækir mig 25. janúar 2012 06:00 Allir þekkja þá tilhlökkun sem fylgir því að flytja að heiman. Að skapa sér eigin tilveru og skera á naflastrenginn við ma og pa. Frelsistilfinningin sem grípur mann við það að ráða sér sjálfur gerir meira að segja sokkaþvott skemmtilegan fyrst um sinn. Stundum virðast Íslendingar hins vegar ekki hafa gert sér grein fyrir því að ábyrgð fylgir því að flytja að heiman og stofna eigið heimili. Oft er eins og við teljum það eðlilegasta hlut í heimi að þegar við erum búin að klúðra málum rækilega getum við hringt í mömmu og pabba sem koma og bjarga okkur. Og fyrir okkur öll er ríkisvaldið okkar foreldrar. Þannig tók það ekki langan tíma fyrir nýeinkavædda banka að fara á hausinn og hringja í ma og pa til að taka til eftir partýið. Þetta á hins vegar við í mun fleiri tilfellum. Manni virðist oft og tíðum að við kunnum ekki alveg fótum okkar forráð ein og sér. Kannski er það vegna þess að við vitum að alltaf kemur einhver og bjargar okkur. Tökum iðnaðarsaltið sem dæmi. Fyrirtæki úti í bæ selur salt sem kyrfilega er merkt sem iðnaðarsalt, í umbúðum með reykspúandi verksmiðju, sem matarsalt. Önnur fyrirtæki kaupa sama salt og nota í matinn sem þau framleiða. Allir græða enda saltið ódýrara. Nema neytendur reyndar. Þegar málið kemst upp beinast sjónir hins vegar um leið að eftirlitsaðilunum. Ábyrgð þeirra sem helltu úr pokunum með verksmiðjumyndinni í rúnnstykkjadeigið virðist allt í einu engin. Eftirlitið brást, segja menn. En er það ekki á mína ábyrgð hvað ég nota í mína framleiðslu? Helli ég glaður hverju sem er í vörurnar mínar ef eftirlitið hefur ekki bannað mér það? Eins er með skattsvik, sem stundum hafa verið kölluð þjóðaríþrótt Íslendinga. Kerfið er bara ekki betra en þetta, segja menn og yppta öxlum. En ekkert kerfi tekur fyrir öll undanskot. Ábyrgðin er þeirra sem nýta sér þau, ekki þeirra sem komu ekki auga á leiðir til að girða fyrir þau. Brjóstafyllingarmálið ógurlega er annað dæmi. Maður sem rekur fyrirtæki, læknastofu, úti í bæ, notaði gallaða vöru. Ríkið borgar. Hvar er kapítalisminn í því? Hvernig stendur á því að fyrirtæki og við öll virðumst reiða okkur á ríkið til að hjálpa okkur endalaust? Ég ámig sjálf, en Mamma Bobba starfrækir mig söng Megas. Eigum okkur sjálf, berum ábyrgð á okkur sjálfum og hættum að hringja í Mömmu Bobba þegar illa fer. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Kolbeinn Óttarsson Proppé Skoðanir Mest lesið Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun
Allir þekkja þá tilhlökkun sem fylgir því að flytja að heiman. Að skapa sér eigin tilveru og skera á naflastrenginn við ma og pa. Frelsistilfinningin sem grípur mann við það að ráða sér sjálfur gerir meira að segja sokkaþvott skemmtilegan fyrst um sinn. Stundum virðast Íslendingar hins vegar ekki hafa gert sér grein fyrir því að ábyrgð fylgir því að flytja að heiman og stofna eigið heimili. Oft er eins og við teljum það eðlilegasta hlut í heimi að þegar við erum búin að klúðra málum rækilega getum við hringt í mömmu og pabba sem koma og bjarga okkur. Og fyrir okkur öll er ríkisvaldið okkar foreldrar. Þannig tók það ekki langan tíma fyrir nýeinkavædda banka að fara á hausinn og hringja í ma og pa til að taka til eftir partýið. Þetta á hins vegar við í mun fleiri tilfellum. Manni virðist oft og tíðum að við kunnum ekki alveg fótum okkar forráð ein og sér. Kannski er það vegna þess að við vitum að alltaf kemur einhver og bjargar okkur. Tökum iðnaðarsaltið sem dæmi. Fyrirtæki úti í bæ selur salt sem kyrfilega er merkt sem iðnaðarsalt, í umbúðum með reykspúandi verksmiðju, sem matarsalt. Önnur fyrirtæki kaupa sama salt og nota í matinn sem þau framleiða. Allir græða enda saltið ódýrara. Nema neytendur reyndar. Þegar málið kemst upp beinast sjónir hins vegar um leið að eftirlitsaðilunum. Ábyrgð þeirra sem helltu úr pokunum með verksmiðjumyndinni í rúnnstykkjadeigið virðist allt í einu engin. Eftirlitið brást, segja menn. En er það ekki á mína ábyrgð hvað ég nota í mína framleiðslu? Helli ég glaður hverju sem er í vörurnar mínar ef eftirlitið hefur ekki bannað mér það? Eins er með skattsvik, sem stundum hafa verið kölluð þjóðaríþrótt Íslendinga. Kerfið er bara ekki betra en þetta, segja menn og yppta öxlum. En ekkert kerfi tekur fyrir öll undanskot. Ábyrgðin er þeirra sem nýta sér þau, ekki þeirra sem komu ekki auga á leiðir til að girða fyrir þau. Brjóstafyllingarmálið ógurlega er annað dæmi. Maður sem rekur fyrirtæki, læknastofu, úti í bæ, notaði gallaða vöru. Ríkið borgar. Hvar er kapítalisminn í því? Hvernig stendur á því að fyrirtæki og við öll virðumst reiða okkur á ríkið til að hjálpa okkur endalaust? Ég ámig sjálf, en Mamma Bobba starfrækir mig söng Megas. Eigum okkur sjálf, berum ábyrgð á okkur sjálfum og hættum að hringja í Mömmu Bobba þegar illa fer.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun