Þungavigtarmaður í fagráði fyrir RFF 23. janúar 2012 11:00 Þórey Eva Einarsdóttir, framkvæmdastjóri RFF, og Ellen Loftsdóttir, listrænn stjórnandi, eru byrjaðar á fullu í undirbúningi hátíðarinnar. fréttablaðið/stefan Í ár fer tískuhátíðin Reykjavík Fashion Festival fram dagana 30. mars til 1. apríl og verða tískusýningar bæði í Hörpunni og í Gamla bíói en Þórey Eva Einarsdóttir er framkvæmdastjóri RFF. Umsóknarfrestur fyrir hönnuði rann út í síðustu viku og var aðsóknin framar vonum. „Alls sóttu 35 hönnuðir um og í raun öll stærstu nöfnin í íslenska fatahönnunarbransanum í dag. Það verður mjög erfitt fyrir fagráðið að sía út,“ segir Ellen Loftsdóttir, stílisti og listrænn stjórnandi RFF en mörg þekkt nöfn sitja í fagráðinu í ár. Þar ber hæst nafn Geraldo Conceicao. Hann er fatahönnuður sem hefur unnið sem listrænn stjórnandi hjá tískuhúsunum Miu Miu og Yves Saint Laurent. „Að hafa þetta nafn í fagráði gefur hátíðinni óneitanlega mikla vigt og sýnir að í ár verður meiri pressa á hönnuði að standa sig,“ segir Ellen. „Hann hefur komið hingað áður og verið prófdómari hjá Listaháskólanum svo hann kannast við íslenska fatahönnun og var meira en til í að taka þátt í þessu með okkur,“ segir Ellen og bætir við að hann sé kunningi Lindu Bjargar Árnadóttir, fagstjóra fatahönnunardeildar LHÍ sem einnig situr í fagráði. Aðrir sem skipa fagráðið eru Dorrit Moussaieff forsetafrú, Edda Guðmundsdóttir, stílisti og ráðgjafi, Anna Clausen stílisti og Áslaug Magnúsdóttir, eigandi Mode Operandi ásamt Ellen. „Með því að hafa fólk úr ólíkum áttum í fagráðinu erum við að reyna að gæta hlutleysis. Það er til dæmis mjög gott að fá Dorrit með okkur í lið því hún er ekki bara smekkkona heldur hefur hún reynst íslenskri fatahönnun mjög vel.“ -áp RFF Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Í ár fer tískuhátíðin Reykjavík Fashion Festival fram dagana 30. mars til 1. apríl og verða tískusýningar bæði í Hörpunni og í Gamla bíói en Þórey Eva Einarsdóttir er framkvæmdastjóri RFF. Umsóknarfrestur fyrir hönnuði rann út í síðustu viku og var aðsóknin framar vonum. „Alls sóttu 35 hönnuðir um og í raun öll stærstu nöfnin í íslenska fatahönnunarbransanum í dag. Það verður mjög erfitt fyrir fagráðið að sía út,“ segir Ellen Loftsdóttir, stílisti og listrænn stjórnandi RFF en mörg þekkt nöfn sitja í fagráðinu í ár. Þar ber hæst nafn Geraldo Conceicao. Hann er fatahönnuður sem hefur unnið sem listrænn stjórnandi hjá tískuhúsunum Miu Miu og Yves Saint Laurent. „Að hafa þetta nafn í fagráði gefur hátíðinni óneitanlega mikla vigt og sýnir að í ár verður meiri pressa á hönnuði að standa sig,“ segir Ellen. „Hann hefur komið hingað áður og verið prófdómari hjá Listaháskólanum svo hann kannast við íslenska fatahönnun og var meira en til í að taka þátt í þessu með okkur,“ segir Ellen og bætir við að hann sé kunningi Lindu Bjargar Árnadóttir, fagstjóra fatahönnunardeildar LHÍ sem einnig situr í fagráði. Aðrir sem skipa fagráðið eru Dorrit Moussaieff forsetafrú, Edda Guðmundsdóttir, stílisti og ráðgjafi, Anna Clausen stílisti og Áslaug Magnúsdóttir, eigandi Mode Operandi ásamt Ellen. „Með því að hafa fólk úr ólíkum áttum í fagráðinu erum við að reyna að gæta hlutleysis. Það er til dæmis mjög gott að fá Dorrit með okkur í lið því hún er ekki bara smekkkona heldur hefur hún reynst íslenskri fatahönnun mjög vel.“ -áp
RFF Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira