Rangfærslum svarað Sigmar Guðmundsson skrifar 18. janúar 2012 06:00 Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi starfsmaður Baugs, skrifar grein í Fréttablaðið í gær um umfjöllun Kastljóss um stefnu slitastjórnar Glitnis gegn helstu stjórnendum bankans og eigendum. Í grein sinni fullyrðir Kristín að stefnan sé „lesin upp orðrétt í Kastljósi Ríkisútvarpsins, þann 12. janúar síðastliðinn án nokkurra athugasemda, eins og um hreinan sannleika sé að ræða". Allir áhorfendur Kastljóss sáu þetta kvöld að Jón Ásgeir Jóhannesson fékk mikið rými fyrir athugasemdir sínar í þættinum. Hann vildi reyndar ekki koma í viðtal, en Kastljós vann innslag um þær athugasemdir sem hann vildi koma á framfæri eftir að hafa verið í tölvupóstsamskiptum við hann sama dag. Jón Ásgeir fékk því að sjálfsögðu að svara þeim atriðum sem Kastljós fjallaði um upp úr stefnu slitastjórnar Glitnis. Lárusi Welding stóð það einnig til boða og líka Katrínu Pétursdóttur, fyrrum stjórnarmanni í Glitni, en þau svöruðu ekki skilaboðum Kastljóss. Kristín skautar einnig fram hjá því að á RÚV hefur talsvert verið fjallað um stefnu slitastjórnar í Bandaríkjunum. Niðurstöðum þess málareksturs hafa verið gerð ágæt skil og því fremur langsótt að gefa í skyn að á Glitnismenn halli í því. Auðvitað birtir RÚV fréttir upp úr stefnu slitastjórnar Glitnis. Skárra væri það nú! Kastljós og fréttastofa RÚV gera áhorfendum sínum að sjálfsögðu grein fyrir slíkri frétt um leið og hún liggur fyrir. Og þess er vandlega gætt að þeir sem fjallað er um fái tækifæri til að svara. Kristín vísar mikið í þau gildi sem voru viðhöfð þegar hún vann á RÚV. Þau hafa ekki breyst og það skal fullyrt hér að Kristín Þorsteinsdóttir hefði ekki legið á slíkri frétt, enda ekki þekkt fyrir að sitja á skúbbum sínum. Hitt er síðan rétt sem Kristín segir að skilanefndar- og slitastjórnarmenn mættu vera mun duglegri við að mæta í viðtöl og eftir atvikum svara fjölmiðlamönnum. En það gildir líka um þá menn sem Kristín er nú að verja. Fyrrum starfsmenn föllnu bankanna, eigendur þeirra og stjórnendur, svara líka seint og illa og neita að mæta í viðtöl. Og Kristín segir að á þeim tíma sem hún vann á RÚV hafi „drottningarviðtöl" ekki verið komin til sögunnar. Stutt leit í fréttasafni RÚV segir nú reyndar þá sögu að viðtöl þar sem spyrill er einn með viðmælanda hafa tíðkast hér um áratuga skeið, rétt eins og annarstaðar. Kristín tók líka þannig viðtöl, bæði við stjórnmálamenn og aðra. Grein Kristínar er samstofna grein sem níu lögmenn skrifuðu á dögunum eftir að Kastljós fjallaði um meinta markaðsmisnotkun bankanna. Þar var stefið það sama; vondir fjölmiðlar eru ósanngjarnir við stjórnendur og eigendur föllnu bankanna sem ekki fá að bera hönd fyrir höfuð sér. Á einhvern undraverðan hátt tókst níu sprenglærðum lögmönnum að „gleyma" því að í þeirri umfjöllun Kastljóss var öllum þeim sem fjallað var um boðið að tjá sig eða koma með athugasemdir. Enginn þáði það. Svo er vaðið fram á ritvöllinn og kvartað undan „einhliða" umfjöllun! Almenningur í þessu landi á rétt á því að vita hvers vegna hér varð heilt bankahrun. Þau mál eru nú til meðferðar hjá rannsakendum og dómstólum og það er skylda fjölmiðla að fjalla um þau. Stundum komast fjölmiðlar yfir upplýsingar sem ekki eru opinberar. Þá á fjölmiðillinn að meta hvort efnið sé fréttnæmt og eigi erindi til almennings. Og stefna slitastjórnar Glitnis og kærur fjármálaeftirlitsins til sérstaks saksóknara eru fréttnæmar. Viðbrögð stefndra og sakborninga einnig. Svo einfalt er það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi starfsmaður Baugs, skrifar grein í Fréttablaðið í gær um umfjöllun Kastljóss um stefnu slitastjórnar Glitnis gegn helstu stjórnendum bankans og eigendum. Í grein sinni fullyrðir Kristín að stefnan sé „lesin upp orðrétt í Kastljósi Ríkisútvarpsins, þann 12. janúar síðastliðinn án nokkurra athugasemda, eins og um hreinan sannleika sé að ræða". Allir áhorfendur Kastljóss sáu þetta kvöld að Jón Ásgeir Jóhannesson fékk mikið rými fyrir athugasemdir sínar í þættinum. Hann vildi reyndar ekki koma í viðtal, en Kastljós vann innslag um þær athugasemdir sem hann vildi koma á framfæri eftir að hafa verið í tölvupóstsamskiptum við hann sama dag. Jón Ásgeir fékk því að sjálfsögðu að svara þeim atriðum sem Kastljós fjallaði um upp úr stefnu slitastjórnar Glitnis. Lárusi Welding stóð það einnig til boða og líka Katrínu Pétursdóttur, fyrrum stjórnarmanni í Glitni, en þau svöruðu ekki skilaboðum Kastljóss. Kristín skautar einnig fram hjá því að á RÚV hefur talsvert verið fjallað um stefnu slitastjórnar í Bandaríkjunum. Niðurstöðum þess málareksturs hafa verið gerð ágæt skil og því fremur langsótt að gefa í skyn að á Glitnismenn halli í því. Auðvitað birtir RÚV fréttir upp úr stefnu slitastjórnar Glitnis. Skárra væri það nú! Kastljós og fréttastofa RÚV gera áhorfendum sínum að sjálfsögðu grein fyrir slíkri frétt um leið og hún liggur fyrir. Og þess er vandlega gætt að þeir sem fjallað er um fái tækifæri til að svara. Kristín vísar mikið í þau gildi sem voru viðhöfð þegar hún vann á RÚV. Þau hafa ekki breyst og það skal fullyrt hér að Kristín Þorsteinsdóttir hefði ekki legið á slíkri frétt, enda ekki þekkt fyrir að sitja á skúbbum sínum. Hitt er síðan rétt sem Kristín segir að skilanefndar- og slitastjórnarmenn mættu vera mun duglegri við að mæta í viðtöl og eftir atvikum svara fjölmiðlamönnum. En það gildir líka um þá menn sem Kristín er nú að verja. Fyrrum starfsmenn föllnu bankanna, eigendur þeirra og stjórnendur, svara líka seint og illa og neita að mæta í viðtöl. Og Kristín segir að á þeim tíma sem hún vann á RÚV hafi „drottningarviðtöl" ekki verið komin til sögunnar. Stutt leit í fréttasafni RÚV segir nú reyndar þá sögu að viðtöl þar sem spyrill er einn með viðmælanda hafa tíðkast hér um áratuga skeið, rétt eins og annarstaðar. Kristín tók líka þannig viðtöl, bæði við stjórnmálamenn og aðra. Grein Kristínar er samstofna grein sem níu lögmenn skrifuðu á dögunum eftir að Kastljós fjallaði um meinta markaðsmisnotkun bankanna. Þar var stefið það sama; vondir fjölmiðlar eru ósanngjarnir við stjórnendur og eigendur föllnu bankanna sem ekki fá að bera hönd fyrir höfuð sér. Á einhvern undraverðan hátt tókst níu sprenglærðum lögmönnum að „gleyma" því að í þeirri umfjöllun Kastljóss var öllum þeim sem fjallað var um boðið að tjá sig eða koma með athugasemdir. Enginn þáði það. Svo er vaðið fram á ritvöllinn og kvartað undan „einhliða" umfjöllun! Almenningur í þessu landi á rétt á því að vita hvers vegna hér varð heilt bankahrun. Þau mál eru nú til meðferðar hjá rannsakendum og dómstólum og það er skylda fjölmiðla að fjalla um þau. Stundum komast fjölmiðlar yfir upplýsingar sem ekki eru opinberar. Þá á fjölmiðillinn að meta hvort efnið sé fréttnæmt og eigi erindi til almennings. Og stefna slitastjórnar Glitnis og kærur fjármálaeftirlitsins til sérstaks saksóknara eru fréttnæmar. Viðbrögð stefndra og sakborninga einnig. Svo einfalt er það.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar