Köllun forseta Davíð Þór Jónsson skrifar 7. janúar 2012 06:00 Varla hafði forseti Íslands lokið nýársávarpi sínu þar sem hann gaf í skyn að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs í sumar, fyrr en samkvæmisleikurinn „Finnum forseta" upphófst í fjölmiðlum og hvar sem fólk kom saman. Í sjálfu sér er ekkert athugavert við að þjóðin svipist nú um eftir heppilegum frambjóðendum í sínum röðum og ástæðulaust er að setja út á að fjölmiðlar taki að sér hlutverk ákveðins leitarljóss í þessari eftirgrennslan. Að mínu mati væri þó afar óæskilegt ef fyrir því myndaðist sú stemning að fjölmiðlar einir hefðu tillögurétt í þessum efnum. Þjóðin hefur aðeins einu sinni áður verið í þessari stöðu síðan ég fór að fylgjast með þjóðmálaumræðunni af einhverju viti, á vormánuðum 1996. (Ég var 15 ára árið 1980.) En mér er enn í fersku minni hvernig þessi samkvæmisleikur fór smám saman að tröllríða allri opinberri umræðu. Það þótti sjálfsögð kurteisi, ef þjóðþekktur einstaklingur var í útvarpsviðtali, að inna hann eftir því hvort hann hefði hugleitt forsetaframboð og nánast dónaskapur að láta það ógert. Sömuleiðis minnir mig að erfitt hafi verið að tjá sig opinberlega um þjóðfélagsmál á þessum tíma án þess að vera gerðar upp annarlegar hvatir fyrir því. Fólk var þá bara að vekja athygli á sér. Það var nefnilega afar mikilvægt að vera ekki að trana sér fram með framboði til forseta heldur voru framboð bara til að anna eftirspurn, til að láta undan þrýstingi. Fljótlega fór umræðan svo að snúast um fas, þokka, framkomu og jafnvel fjölskylduhagi frambjóðenda, rétt eins og mikilvægasta verkefni forseta Íslands sé að jólakort Bessastaðafjölskyldunnar sé nógu snoturt. Ereinhver leið framhjá þessu? Kannski ekki. En ég velti því fyrir mér hvaða áhrif það hefði ef þjóðin myndi kalla forseta frekar en kjósa hann. Þá væri enginn í framboði – eða öllu heldur væru allir í framboði. Hver einstaklingur með kosningarétt fengi að kalla hvern þann til forseta sem uppfyllir skilyrði um aldur og óflekkað mannorð. Síðan kæmi í ljós hvern flestir hefðu kallað til embættisins. Auðvitað myndu myndast hópar um ákveðna einstaklinga og fólk gæti eftir sem áður lýst yfir sérstökum áhuga á embættinu. En ég er ekki frá því að þetta gæti hlíft okkur við hvimleiðustu birtingarmyndum þessa samkvæmisleiks. Hugsanlega gæti þetta líka breytt viðhorfi okkar til embættisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson Skoðun Dagur sjaldgæfa sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Varla hafði forseti Íslands lokið nýársávarpi sínu þar sem hann gaf í skyn að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs í sumar, fyrr en samkvæmisleikurinn „Finnum forseta" upphófst í fjölmiðlum og hvar sem fólk kom saman. Í sjálfu sér er ekkert athugavert við að þjóðin svipist nú um eftir heppilegum frambjóðendum í sínum röðum og ástæðulaust er að setja út á að fjölmiðlar taki að sér hlutverk ákveðins leitarljóss í þessari eftirgrennslan. Að mínu mati væri þó afar óæskilegt ef fyrir því myndaðist sú stemning að fjölmiðlar einir hefðu tillögurétt í þessum efnum. Þjóðin hefur aðeins einu sinni áður verið í þessari stöðu síðan ég fór að fylgjast með þjóðmálaumræðunni af einhverju viti, á vormánuðum 1996. (Ég var 15 ára árið 1980.) En mér er enn í fersku minni hvernig þessi samkvæmisleikur fór smám saman að tröllríða allri opinberri umræðu. Það þótti sjálfsögð kurteisi, ef þjóðþekktur einstaklingur var í útvarpsviðtali, að inna hann eftir því hvort hann hefði hugleitt forsetaframboð og nánast dónaskapur að láta það ógert. Sömuleiðis minnir mig að erfitt hafi verið að tjá sig opinberlega um þjóðfélagsmál á þessum tíma án þess að vera gerðar upp annarlegar hvatir fyrir því. Fólk var þá bara að vekja athygli á sér. Það var nefnilega afar mikilvægt að vera ekki að trana sér fram með framboði til forseta heldur voru framboð bara til að anna eftirspurn, til að láta undan þrýstingi. Fljótlega fór umræðan svo að snúast um fas, þokka, framkomu og jafnvel fjölskylduhagi frambjóðenda, rétt eins og mikilvægasta verkefni forseta Íslands sé að jólakort Bessastaðafjölskyldunnar sé nógu snoturt. Ereinhver leið framhjá þessu? Kannski ekki. En ég velti því fyrir mér hvaða áhrif það hefði ef þjóðin myndi kalla forseta frekar en kjósa hann. Þá væri enginn í framboði – eða öllu heldur væru allir í framboði. Hver einstaklingur með kosningarétt fengi að kalla hvern þann til forseta sem uppfyllir skilyrði um aldur og óflekkað mannorð. Síðan kæmi í ljós hvern flestir hefðu kallað til embættisins. Auðvitað myndu myndast hópar um ákveðna einstaklinga og fólk gæti eftir sem áður lýst yfir sérstökum áhuga á embættinu. En ég er ekki frá því að þetta gæti hlíft okkur við hvimleiðustu birtingarmyndum þessa samkvæmisleiks. Hugsanlega gæti þetta líka breytt viðhorfi okkar til embættisins.