Kylfingarnir Andri Þór Björnsson og Arnór Ingi Finnbjörnsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur spiluðu frábærlega á öðrum hringnum á Dixie Amateur golfmótinu í Flórídafylki í gær.
Liðsfélagarnir spiluðu báðir á 68 höggum eða á fjórum höggum undir pari. Andri Þór spilaði fyrsta hringinn á þremur höggum undir bari og er því á sjö höggum undir samanlagt. Hann deilir öðru sætinu með kylfingi frá Texas. Þeir eru þó báðir sex höggum á eftir forystusauðnum Daniel Berger á þrettán höggum undir pari.
Arnór Ingi spilaði fyrsta hringinn á einu höggi yfir pari og er á fjórum undir samanlagt. Hann deilir 12. sætinu með fjórum kylfingum. Stöðuna í mótinu má sjá hér.
Frábær hringur hjá Andra Þór og Arnóri Inga

Tengdar fréttir

Andri Þór sjóðandi heitur á fyrsta hring á Flórída
Kylfingarnir Andri Þór Björnsson og Arnór Ingi Finnbjörnsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur eru við keppni á Dixie Amateur golfmótinu sem hófst í Flórídafylki í gær.