Fótbolti

Leikdagarnir klárir í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/NordicPhotos/Getty
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur nú ákveðið leikdaga fyrir sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar en dregið var í morgun. 16 liða úrslitin hefjast 12. febrúar með leikjum Celtic-Juventus og Valencia-PSG en lýkur síðan með leikjum Bayern München-Arsenal og Málaga-Porto 13. mars.

Stórleikur 16 liða úrslitanna á milli Real Madrid og Manchester United fer fram á sama degi og viðureignir Shakhtar Donetsk og Borussia Dortmund sem að margra mari spiluðu einna flottasta fótboltann í riðlakeppninni.

Hér fyrir neðan má sjá leikdagana fyrir sextán liða úrslitin en eins og í fyrra er viðureignunum átta skipt niður á fjóra daga þannig að aðeins tveir leikir fara fram á sama degi.



Fyrri leikir í 16 liða úrslitunum:

12. febrúar: Celtic-Juventus og Valencia-PSG

13. febrúar: Shakhtar-Dortmund og Real Madrid-Manchester United

19. febrúar: Porto-Málaga og Arsenal-Bayern München

20. febrúar: Galatasaray-Schalke og AC Milan-Barcelona



Seinni leikir í 16 liða úrslitunum:

5. mars: Manchester Unites-Real Madrid og Dortmund-Shakhtar

6. mars: Juventus-Celtic og PSG-Valencia

12. mars: Barcelona-Milan og Schalke-Galatasaray

13. mars: Bayern München-Arsenal og Málaga-Porto




Fleiri fréttir

Sjá meira


×