Valdamesta unga fólkið í heiminum - Zuckerberg efstur Magnús Halldórsson skrifar 26. desember 2012 10:30 Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook. Á lista yfir valdamesta fólkið í heiminum er fólk sem hefur afrekað margt þrátt fyrir ungan aldur. Í efsta sæti yfir valdamesta unga fólkið í heiminum er Mark Zuckerberg (28 ára), forstjóri og stærsti eigandi Facebook. Þrátt fyrir að skráning félagsins á markað hafi ekki gengið vel, og eignir Zuckerberg lækkað í virði milli ára um þrjá milljarða dala, eða jafnvirði tæplega 380 milljarða króna, þá verða áhrif Facebook á líf fólks seint ofmetin. Notendur Facebook á heimsvísu fóru yfir einn milljarð í október á þessu ári, og fjölgar þeim stöðugt. Í öðru sæti er einræðisherrann í Norður-Kóreu, Kim Jong-Un (29 ára). Hann stjórnar ríki sem er með um 24 milljónir íbúa, með ógnarstjórn og ævintýralegri miðstýringu. Stórþjóðir heimsins horfa til Norður-Kóreu með illu augnarráði, en Jong-Un lætur sér fátt um finnast og heldur áfram með stjórnunarstíl föður síns Kim Jong-Il. Í þriðja sæti eru menn sem hafa verið á lista Forbes í meira en tíu ár, þrátt fyrir að vera aðeins 39 ára gamlir. Þetta eru Larry Page, forstjóri Google, og Sergey Brin, sem nú stýrir þróun sérverkefna hjá Google. Þeir eru stofnendur Google, og er enn stórir hluthafar. Áður en þeir fóru að grúska og fikta sig áfram með forritun, þá var ekki til neitt sem heitir að „googl-a". Það eitt og sér er áhrifamikið afrek, miðað við það hversu margir nýta sér leitarvél Google við dagleg störf sín í dag. Sjá má umfjöllun Forbes yfir valdamesta unga fólksins heimsins hér. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Á lista yfir valdamesta fólkið í heiminum er fólk sem hefur afrekað margt þrátt fyrir ungan aldur. Í efsta sæti yfir valdamesta unga fólkið í heiminum er Mark Zuckerberg (28 ára), forstjóri og stærsti eigandi Facebook. Þrátt fyrir að skráning félagsins á markað hafi ekki gengið vel, og eignir Zuckerberg lækkað í virði milli ára um þrjá milljarða dala, eða jafnvirði tæplega 380 milljarða króna, þá verða áhrif Facebook á líf fólks seint ofmetin. Notendur Facebook á heimsvísu fóru yfir einn milljarð í október á þessu ári, og fjölgar þeim stöðugt. Í öðru sæti er einræðisherrann í Norður-Kóreu, Kim Jong-Un (29 ára). Hann stjórnar ríki sem er með um 24 milljónir íbúa, með ógnarstjórn og ævintýralegri miðstýringu. Stórþjóðir heimsins horfa til Norður-Kóreu með illu augnarráði, en Jong-Un lætur sér fátt um finnast og heldur áfram með stjórnunarstíl föður síns Kim Jong-Il. Í þriðja sæti eru menn sem hafa verið á lista Forbes í meira en tíu ár, þrátt fyrir að vera aðeins 39 ára gamlir. Þetta eru Larry Page, forstjóri Google, og Sergey Brin, sem nú stýrir þróun sérverkefna hjá Google. Þeir eru stofnendur Google, og er enn stórir hluthafar. Áður en þeir fóru að grúska og fikta sig áfram með forritun, þá var ekki til neitt sem heitir að „googl-a". Það eitt og sér er áhrifamikið afrek, miðað við það hversu margir nýta sér leitarvél Google við dagleg störf sín í dag. Sjá má umfjöllun Forbes yfir valdamesta unga fólksins heimsins hér.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira