Fótbolti

Messi ætlar að bæta metið enn frekar

Lionel Messi bætti í gærkvöld markametið sem var áður í eigu Þjóðverjans Gerd Müllers.
Lionel Messi bætti í gærkvöld markametið sem var áður í eigu Þjóðverjans Gerd Müllers. AFP
Lionel Messi bætti í gærkvöld markametið sem var áður í eigu Þjóðverjans Gerd Müllers. Messi skoraði bæði mörk Barcelona í gær þegar liðið lagði Real Betis á útivelli í spænsku deildinni og þar með hefur hann skorað 86 mörk á þessu ári en Müller skoraði 85 á sama árinu.

„Ég stefni á að skora nokkur til viðbótar til þess að það verði enn erfiðara að bæta metið," sagði Messi eftir leikinn gegn Betis. Messi hefur skorað 74 mörk fyrir Barcelona og 12 fyrir argentínska landsliðið á þessu ári.

Á þessu ári á Messi eftir að leika tvo deildarleiki og einn bikarleik. Hinn 25 ára gamli framherji er því til alls líklegur að bæta við enn fleiri mörkum á næstu vikum.

„Ég hef sagt það mörgum sinnum áður. Það er alltaf gaman að eiga met en sigurinn var mikilvægari. Markmiðið er að vinna titla með Barcelona og það skiptir meira máli en met sem ég set sem einstaklingur."

Barcelona er með sex stiga forskot á toppi deildarinnar en Atletico Madrid er í öðru sætui. Real Madrid er í þriðja sæti, ellefu stigum á eftir Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×