Gummi Kristjáns: Ánægður að þetta sé frágengið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2012 14:26 Mynd/Heimasíða Start Bolvíkingurinn Guðmundur Kristjánsson er orðinn leikmaður Start sem leikur í úrvalsdeild norsku knattspyrnunnar á næsta ári. „Ég er mjög ánægður að þetta sé frágengið," sagði Guðmundur í samtali við Vísi í dag. „Ég var búinn að ganga frá mínum málum og heyrt frá báðum hliðum að þetta væri mjög nálægt því að klárast." Guðmundur var í láni hjá norska félaginu á síðustu leiktíð frá Breiðabliki en Start vann b-deildina og tryggði sér sæti á meðal þeirra bestu. Breiðablik og Start hafa átt í viðræðum um kaupverðið undanfarnar vikur en Guðmundur samdi um kaup og kjör við norska félagið að lokinni leiktíðinni í byrjun nóvember. Guðmundur var einn af lykilmönnum Start á síðustu leiktíð. Hann lék 27 leiki með liðinu og skoraði í þeim sjö mörk. Guðmundur spilaði fjölmargar stöður með Start þó hann sé að upplagi miðjumaður. Hann spilaði framarlega og aftarlega á miðjunni, á kantinum og í stöðu miðvarðar. „Allir sem fylgdust með Start á síðasta tímabili áttuðu sig á mikilvægi Guðmundar," segir Magne Kristiansen framkvæmdastjóri Start. Hann hrósar Guðmundi og fagnar því að málið sé í höfn. Matthías Vilhjálmsson, sem einnig var í lykilhlutverki hjá Start á leiktíðinni, skrifaði nýlega undir tveggja ára samning á dögunum líkt og fleiri lykilmenn liðsins. „Þeir sömdu við miðjumann frá Nígeríu, mjög góðan leikmann, sem var valinn besti leikmaðurinn á tímabilinu hjá okkur," segir Guðmundur en auk þess er frágengið að Ganverji sem var iðinn við kolann við markaskorun verður áfram. Guðmundur telur liðið þó þurfa að styrkja sig. „Ég hugsa að við þurfum að styrkja okkur aðeins. Veikleikinn okkar í sumar var að við höfðum ekki mjög breiðan hóp sem var ástæðan fyrir því að ég þurfti að leysa svona margar stöður í sumar. Ég held að við þurfum að styrkja okkur aðeins og ég held að þeir séu að reyna það," segir Guðmundur. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Bolvíkingurinn Guðmundur Kristjánsson er orðinn leikmaður Start sem leikur í úrvalsdeild norsku knattspyrnunnar á næsta ári. „Ég er mjög ánægður að þetta sé frágengið," sagði Guðmundur í samtali við Vísi í dag. „Ég var búinn að ganga frá mínum málum og heyrt frá báðum hliðum að þetta væri mjög nálægt því að klárast." Guðmundur var í láni hjá norska félaginu á síðustu leiktíð frá Breiðabliki en Start vann b-deildina og tryggði sér sæti á meðal þeirra bestu. Breiðablik og Start hafa átt í viðræðum um kaupverðið undanfarnar vikur en Guðmundur samdi um kaup og kjör við norska félagið að lokinni leiktíðinni í byrjun nóvember. Guðmundur var einn af lykilmönnum Start á síðustu leiktíð. Hann lék 27 leiki með liðinu og skoraði í þeim sjö mörk. Guðmundur spilaði fjölmargar stöður með Start þó hann sé að upplagi miðjumaður. Hann spilaði framarlega og aftarlega á miðjunni, á kantinum og í stöðu miðvarðar. „Allir sem fylgdust með Start á síðasta tímabili áttuðu sig á mikilvægi Guðmundar," segir Magne Kristiansen framkvæmdastjóri Start. Hann hrósar Guðmundi og fagnar því að málið sé í höfn. Matthías Vilhjálmsson, sem einnig var í lykilhlutverki hjá Start á leiktíðinni, skrifaði nýlega undir tveggja ára samning á dögunum líkt og fleiri lykilmenn liðsins. „Þeir sömdu við miðjumann frá Nígeríu, mjög góðan leikmann, sem var valinn besti leikmaðurinn á tímabilinu hjá okkur," segir Guðmundur en auk þess er frágengið að Ganverji sem var iðinn við kolann við markaskorun verður áfram. Guðmundur telur liðið þó þurfa að styrkja sig. „Ég hugsa að við þurfum að styrkja okkur aðeins. Veikleikinn okkar í sumar var að við höfðum ekki mjög breiðan hóp sem var ástæðan fyrir því að ég þurfti að leysa svona margar stöður í sumar. Ég held að við þurfum að styrkja okkur aðeins og ég held að þeir séu að reyna það," segir Guðmundur.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti