María og Sævar skíðafólk ársins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2012 15:45 Sævar Birgisson Mynd/Skíðasamband Íslands María Guðmundsdóttir frá Akureyri og Sævar Birgisson frá Ólafsfirði hafa verið útnefnd skíðakona og -maður ársins 2012. Skíðasamband Íslands opinberaði val sitt í dag og birti meðfylgjandi rökstuðning fyrir vali sínu sem sjá má hér að neðan.María Guðmundsdóttir María Guðmundsdóttir hefur verið ein fremsta skíðakona landsins í alpagreinum undanfarin ár. María er Íslandsmeistari í svigi. María átti mjög gott tímabil og bætti stöðu sína á heimslista en hún komst hæst í 287. sæti í svigi og færðist upp um 158. sæti á tímabilinu. Í stórsvigi færðist hún upp um 419. sæti á heimslista. María sigraði á fjórum sterkum alþjóðlegum FIS mótum Noregi, einnig varð hún í 2. Sæti á 5 sterkum FIS mótum í Noregi. María meiddist á Skíðamóti Íslands í apríl en hefur náð mjög góðum bata og nálgast nú sitt fyrra form.Sævar Birgisson Sævar hefur verið í fremstu röð skíðagöngumanna landsins mörg undanfarin ár. Sævar hefur á árinu tekið stöðugum framförum í keppni á erlendri grundu og er mjög einbeittur í að komast á Ólympíuleikana í Sochi í Rússlandi 2014. Sævar er búsettur í Ulricehamn í Svíþjóð í vetur og æfir þar undir handleiðslu landsliðsþjálfarans Linusar Davidssonar. Á fyrstu mótum vetrarins hefur Sævar stórbætt fyrri árangur og náði Ólympíulágmarki á FIS móti í Idrefjell í Svíþjóð 1.-2. desember síðast liðinn þegar hann hafnaði í 13 sæti. Fyrir þann árangur náði hann 86 FIS stigum en Ólympíulágmarkið er 120 FIS stig þannig að hann var langt innan þeirra marka. Þessi árangur er sá besti sem íslenskur skíðagöngumaður hefur náð í hátt í 20 ár. Sævar varð einnig Íslandsmeistari í sprettgöngu á Skíðamóti Íslands sem fram fór á Akureyri síðasta vetur.Mynd/Skíðasamband Íslands Innlendar Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Sjá meira
María Guðmundsdóttir frá Akureyri og Sævar Birgisson frá Ólafsfirði hafa verið útnefnd skíðakona og -maður ársins 2012. Skíðasamband Íslands opinberaði val sitt í dag og birti meðfylgjandi rökstuðning fyrir vali sínu sem sjá má hér að neðan.María Guðmundsdóttir María Guðmundsdóttir hefur verið ein fremsta skíðakona landsins í alpagreinum undanfarin ár. María er Íslandsmeistari í svigi. María átti mjög gott tímabil og bætti stöðu sína á heimslista en hún komst hæst í 287. sæti í svigi og færðist upp um 158. sæti á tímabilinu. Í stórsvigi færðist hún upp um 419. sæti á heimslista. María sigraði á fjórum sterkum alþjóðlegum FIS mótum Noregi, einnig varð hún í 2. Sæti á 5 sterkum FIS mótum í Noregi. María meiddist á Skíðamóti Íslands í apríl en hefur náð mjög góðum bata og nálgast nú sitt fyrra form.Sævar Birgisson Sævar hefur verið í fremstu röð skíðagöngumanna landsins mörg undanfarin ár. Sævar hefur á árinu tekið stöðugum framförum í keppni á erlendri grundu og er mjög einbeittur í að komast á Ólympíuleikana í Sochi í Rússlandi 2014. Sævar er búsettur í Ulricehamn í Svíþjóð í vetur og æfir þar undir handleiðslu landsliðsþjálfarans Linusar Davidssonar. Á fyrstu mótum vetrarins hefur Sævar stórbætt fyrri árangur og náði Ólympíulágmarki á FIS móti í Idrefjell í Svíþjóð 1.-2. desember síðast liðinn þegar hann hafnaði í 13 sæti. Fyrir þann árangur náði hann 86 FIS stigum en Ólympíulágmarkið er 120 FIS stig þannig að hann var langt innan þeirra marka. Þessi árangur er sá besti sem íslenskur skíðagöngumaður hefur náð í hátt í 20 ár. Sævar varð einnig Íslandsmeistari í sprettgöngu á Skíðamóti Íslands sem fram fór á Akureyri síðasta vetur.Mynd/Skíðasamband Íslands
Innlendar Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Sjá meira