Hóta úrsögnum vegna breytinga í Elliðaánum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. desember 2012 20:30 Færri hafa komkst að en vilja í Elliðaánum undanfarin ár. Mynd / Trausti Liðsmenn Stangaveiðifélags Reykjavíkur deila um breytingar á úthlutun veiðileyfa í Elliðaánum næsta sumar. Árnefndin var á móti breytingunni. Úthlutun veiðileyfa í Elliðaánum verður tekin út fyrir sviga frá úthlutun á öðrum veiðisvæðum Stangaveiðifélagsins. Stjórn félagsins ákvað þetta í því skyni að hindra að A-umsóknir félagsmanna falli dauðar niður og til þess að þeir noti þá A-umsóknirnar til að kaupa leyfi á öðrum svæðum, auk þess að sækja um í Elliðaánum. Á spjallvef vefseturs Stangaveiðifélagsins, svfr.is, hefur breytingin verið rædd fram og til baka og sýnist sitt hverjum. Sumir fagna nýja fyrirkomulaginu á meðan aðrir hóta úrsögn úr félaginu. Gagnrýnendur segja meðal annars að úthlutunin verði í raun eins konar happdrætti því meira og minna allir félagsmenn muni sækja um til að vera í pottinum. Betra væri að menn þyrftu að leggja A-umsóknina sína undir eins verið hafði, jafnvel þótt þeir fái ekki allir veiðileyfi. Meðal þeirra sem tekið hefur þátt í umræðunni er Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélagsins. Bjarni hefur meðal annars minnt á að breytingin sé í raun afturhvarf til aðferðarfræði sem tíðkast hafi áður fyrr. Hann biður menn að mála ekki skrattann á vegginn. "Þegar umsóknarfjöldi liggur fyrir skulum við birta hann og taka umræðuna lengra. Ef þetta er ekki að gera sig, þá breytum við til baka," segir Bjarni á spjallvefnum. Ekkert launungarmál sé að ein af ástæðum breytingarinnar sé sú að stjórnin vonist að félagsmenn noti A-umsóknir sínar í annað og að umsóknum í aðrar ár fjölgi og salan aukist. Fram kemur að árnefnd Elliðaáa hafi verið mótfallin breytingunni en stjórnin engu að síðar ákveðið að hún yrði gerð. Minnt er á það á spjallvefnum að góður rómur hafi verið gerður að breytingunni á síðasta aðalfundi. "Ég skil gremju einhverra sem telja sig fara illa út úr þessari breytingu, en ég bið þá félagsmenn að horfa til stóru myndarinnar. Ef þessi breyting eykur söluna, þá þarf félagið svo sannarlega á því að halda. Geri hún það ekki, þá er ég alveg maður til þess að biðjast forláts og breyta þessu til baka," segir formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Umsóknarfrestur veiðileyfa hjá Stangaveiðifélaginu rennur út fimmtudaginn 13. desember. Stangveiði Mest lesið Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Kaldakvísl eftirsótt og uppseld í sumar Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði
Liðsmenn Stangaveiðifélags Reykjavíkur deila um breytingar á úthlutun veiðileyfa í Elliðaánum næsta sumar. Árnefndin var á móti breytingunni. Úthlutun veiðileyfa í Elliðaánum verður tekin út fyrir sviga frá úthlutun á öðrum veiðisvæðum Stangaveiðifélagsins. Stjórn félagsins ákvað þetta í því skyni að hindra að A-umsóknir félagsmanna falli dauðar niður og til þess að þeir noti þá A-umsóknirnar til að kaupa leyfi á öðrum svæðum, auk þess að sækja um í Elliðaánum. Á spjallvef vefseturs Stangaveiðifélagsins, svfr.is, hefur breytingin verið rædd fram og til baka og sýnist sitt hverjum. Sumir fagna nýja fyrirkomulaginu á meðan aðrir hóta úrsögn úr félaginu. Gagnrýnendur segja meðal annars að úthlutunin verði í raun eins konar happdrætti því meira og minna allir félagsmenn muni sækja um til að vera í pottinum. Betra væri að menn þyrftu að leggja A-umsóknina sína undir eins verið hafði, jafnvel þótt þeir fái ekki allir veiðileyfi. Meðal þeirra sem tekið hefur þátt í umræðunni er Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélagsins. Bjarni hefur meðal annars minnt á að breytingin sé í raun afturhvarf til aðferðarfræði sem tíðkast hafi áður fyrr. Hann biður menn að mála ekki skrattann á vegginn. "Þegar umsóknarfjöldi liggur fyrir skulum við birta hann og taka umræðuna lengra. Ef þetta er ekki að gera sig, þá breytum við til baka," segir Bjarni á spjallvefnum. Ekkert launungarmál sé að ein af ástæðum breytingarinnar sé sú að stjórnin vonist að félagsmenn noti A-umsóknir sínar í annað og að umsóknum í aðrar ár fjölgi og salan aukist. Fram kemur að árnefnd Elliðaáa hafi verið mótfallin breytingunni en stjórnin engu að síðar ákveðið að hún yrði gerð. Minnt er á það á spjallvefnum að góður rómur hafi verið gerður að breytingunni á síðasta aðalfundi. "Ég skil gremju einhverra sem telja sig fara illa út úr þessari breytingu, en ég bið þá félagsmenn að horfa til stóru myndarinnar. Ef þessi breyting eykur söluna, þá þarf félagið svo sannarlega á því að halda. Geri hún það ekki, þá er ég alveg maður til þess að biðjast forláts og breyta þessu til baka," segir formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Umsóknarfrestur veiðileyfa hjá Stangaveiðifélaginu rennur út fimmtudaginn 13. desember.
Stangveiði Mest lesið Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Kaldakvísl eftirsótt og uppseld í sumar Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði