NBA: Níu sigrar í röð hjá Los Angeles Clippers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2012 10:45 Blake Griffin. Mynd/AP Los Angeles Clippers hélt áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í nótt þegar liðið vann Milwaukee Bucks örugglega. New York Knicks vann án Carmelo Anthony og er enn ósigrað á heimavelli, Miami Heat vann sinn leik og San Antonio Spurs landaði sigri þrátt fyrir að missa Manu Ginobili meiddan af velli. Minnesota Timberwolves fagnaði líka endurkomu Ricky Rubio með því að vinna Dallas Mavericks í framlengdum leik.Matt Barnes skoraði 21 stig og Blake Griffin var með 18 stig og 11 fráköst þegar Los Angeles Clippers vann 111-85 útisigur á Milwaukee Bucks. Griffin náði þremur mögnuðum troðslum á stuttum tíma í þriðja leikhluta en Clippers-liðið vann þarna sinn níunda leik í röð og hefur ekki unnið fleiri leiki í röð síðan að félagið vann 11 leiki í röð sem Buffalo Braves tímabilið 1974 til 1975.Raymond Felton skoraði 25 stig og Tyson Chandler bætti við 23 stigum þegar New York Knicks vann 103-102 sigur á Cleveland Cavaliers þrátt fyrir að leika án Carmelo Anthony. New York hefur unnið alla tíu leiki sína í Madison Square Garden í vetur. Kyrie Irving skoraði 41 stig fyrir Cavs en Anderson Varejao átti möguleika á því að tryggja liðinu framlengingu en klikkaði á vítaskoti sekúndu fyrir leikslok.LeBron James var með 23 stig og 10 fráköst þegar Miami Heat vann Washington Wizards 102-72 en Miami-liðið leiddi allan tímann. Þetta var 42. leikurinn í röð þar sem James skorar 20 stig eða meira. Udonis Haslem og Dwyane Wade voru báðir með 13 stig. Bradley Beal var stigahæstur hjá Washington með 19 stig og Cartier Martin skoraði 18 stig.Tony Parker var með 22 stig og 8 stoðsendingar í 103-88 sigri San Antonio Spurs á Boston Celtics. Gary Neal var með 20 stig en Spurs-liðið missti Manu Ginobili meiddan af velli í fyrsta leikhlutanum. San Antonio hefur unnið 8 af 10 heimaleikjum sínum í vetur. Paul Pierce og Jason Terry voru báðir með 18 stig fyrir Boston.Ricky Rubio átti fína endurkomu eftir krossbandsslit þegar Minnesota Timberwolves vann 114-106 heimasigur á Dallas Mavericks eftir framlengingu. Rubio var með 8 stig og 9 stoðsendingar á 18 mínútum en stigahæstur var Nikola Pekovic með 21 stig. Liðið lék án Kevin Love sem var veikur en Andrei Kirilenko skoraði 5 af 14 stigum sínum í framlengunni. O.J. Mayo var með 20 stig hjá Dallas.David Lee var með 20 stig og 11 fráköst og Stephen Curry bætti við 18 stigum og 11 stoðsendingum þegar Golden State Warriors vann 115-93 útisigur á Atlanta Hawks en Golden State vann 6 af 7 leikjm á þessari útivallrreisu sinni um Austurströndina. Harrison Barnes og Carl Landry skoruðu báðir 19 stig fyrir Golden State en Al Horford var stigahæstur hjá Atlanta með 17 stig.Joakim Noah skoraði 12 stig og tók 10 fráköst í 83-82 endurkomusigri Chicago Bulls á Brooklyn Nets. Chicago hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum en liðið náði 8-0 spretti á lokakafla leiksins. Brook Lopez var með 18 stig og 10 fráköst á 25 mínútum fyrir Nets en Marco Belinelli var stigahæstur hjá Chicago með 19 stig.Úrslitin úr öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Atlanta Hawks - Golden State Warriors 93-115 Charlotte Bobcats - Orlando Magic 98-107 New York Knicks - Cleveland Cavaliers 103-102 Miami Heat - Washington Wizards 102-72 Detroit Pistons - Indiana Pacers 77-88 Chicago Bulls - Brooklyn Nets 83-82 Minnesota Timberwolves - Dallas Mavericks 114-106 (framlenging) Milwaukee Bucks - Los Angeles Clippers 85-111 San Antonio Spurs - Boston Celtics 103-88 Utah Jazz - Memphis Grizzlies 86-99 NBA Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Fleiri fréttir Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Sjá meira
Los Angeles Clippers hélt áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í nótt þegar liðið vann Milwaukee Bucks örugglega. New York Knicks vann án Carmelo Anthony og er enn ósigrað á heimavelli, Miami Heat vann sinn leik og San Antonio Spurs landaði sigri þrátt fyrir að missa Manu Ginobili meiddan af velli. Minnesota Timberwolves fagnaði líka endurkomu Ricky Rubio með því að vinna Dallas Mavericks í framlengdum leik.Matt Barnes skoraði 21 stig og Blake Griffin var með 18 stig og 11 fráköst þegar Los Angeles Clippers vann 111-85 útisigur á Milwaukee Bucks. Griffin náði þremur mögnuðum troðslum á stuttum tíma í þriðja leikhluta en Clippers-liðið vann þarna sinn níunda leik í röð og hefur ekki unnið fleiri leiki í röð síðan að félagið vann 11 leiki í röð sem Buffalo Braves tímabilið 1974 til 1975.Raymond Felton skoraði 25 stig og Tyson Chandler bætti við 23 stigum þegar New York Knicks vann 103-102 sigur á Cleveland Cavaliers þrátt fyrir að leika án Carmelo Anthony. New York hefur unnið alla tíu leiki sína í Madison Square Garden í vetur. Kyrie Irving skoraði 41 stig fyrir Cavs en Anderson Varejao átti möguleika á því að tryggja liðinu framlengingu en klikkaði á vítaskoti sekúndu fyrir leikslok.LeBron James var með 23 stig og 10 fráköst þegar Miami Heat vann Washington Wizards 102-72 en Miami-liðið leiddi allan tímann. Þetta var 42. leikurinn í röð þar sem James skorar 20 stig eða meira. Udonis Haslem og Dwyane Wade voru báðir með 13 stig. Bradley Beal var stigahæstur hjá Washington með 19 stig og Cartier Martin skoraði 18 stig.Tony Parker var með 22 stig og 8 stoðsendingar í 103-88 sigri San Antonio Spurs á Boston Celtics. Gary Neal var með 20 stig en Spurs-liðið missti Manu Ginobili meiddan af velli í fyrsta leikhlutanum. San Antonio hefur unnið 8 af 10 heimaleikjum sínum í vetur. Paul Pierce og Jason Terry voru báðir með 18 stig fyrir Boston.Ricky Rubio átti fína endurkomu eftir krossbandsslit þegar Minnesota Timberwolves vann 114-106 heimasigur á Dallas Mavericks eftir framlengingu. Rubio var með 8 stig og 9 stoðsendingar á 18 mínútum en stigahæstur var Nikola Pekovic með 21 stig. Liðið lék án Kevin Love sem var veikur en Andrei Kirilenko skoraði 5 af 14 stigum sínum í framlengunni. O.J. Mayo var með 20 stig hjá Dallas.David Lee var með 20 stig og 11 fráköst og Stephen Curry bætti við 18 stigum og 11 stoðsendingum þegar Golden State Warriors vann 115-93 útisigur á Atlanta Hawks en Golden State vann 6 af 7 leikjm á þessari útivallrreisu sinni um Austurströndina. Harrison Barnes og Carl Landry skoruðu báðir 19 stig fyrir Golden State en Al Horford var stigahæstur hjá Atlanta með 17 stig.Joakim Noah skoraði 12 stig og tók 10 fráköst í 83-82 endurkomusigri Chicago Bulls á Brooklyn Nets. Chicago hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum en liðið náði 8-0 spretti á lokakafla leiksins. Brook Lopez var með 18 stig og 10 fráköst á 25 mínútum fyrir Nets en Marco Belinelli var stigahæstur hjá Chicago með 19 stig.Úrslitin úr öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Atlanta Hawks - Golden State Warriors 93-115 Charlotte Bobcats - Orlando Magic 98-107 New York Knicks - Cleveland Cavaliers 103-102 Miami Heat - Washington Wizards 102-72 Detroit Pistons - Indiana Pacers 77-88 Chicago Bulls - Brooklyn Nets 83-82 Minnesota Timberwolves - Dallas Mavericks 114-106 (framlenging) Milwaukee Bucks - Los Angeles Clippers 85-111 San Antonio Spurs - Boston Celtics 103-88 Utah Jazz - Memphis Grizzlies 86-99
NBA Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Fleiri fréttir Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Sjá meira