Söngkonan Jessica Simpson lét sig ekki vanta í brúðkaup bestu vinkonu sinnar, CaCee Cobb. Jessica var ein af brúðarmeyjunum og var svartklædd frá toppi til táar.
Jessica á von á sínu öðru barni með unnusta sínum Eric Johnson og sást glitta í myndarlega óléttubumbu.
Glæsileg.CaCee er fyrrverandi aðstoðarkona Jessicu en hún gekk að eiga leikarann Donald Faison heima hjá leikaranum Zach Braff í Kaliforníu um helgina. Parið var búið að vera trúlofað í sextán mánuði.