Aðalheiður Rósa og Kristján Helgi karatefólk ársins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2012 12:45 Aðalheiður Rósa Harðardóttir og Kristján Helgi Carrasco með Íslandsmeistara sína í kata. Mynd/Karatesamband Íslands Aðalheiður Rósa Harðardóttir úr Breiðabliki og Kristján Helgi Carrasco úr Víkingi hafa verið útnefnd karatekona og -maður ársins 2012. Aðalheiður Rósa varð Norðurlandameistari í hópkata og Íslandsmeistari í einstaklingskata. Þá hafnaði hún í 9.-16. sæti á heimsmeistaramótinu í París. Hún er á 46. sæti heimslistans í kata. Þá hefur hún verið fastur meðlimur í landsliði Íslands í kata. Kristján Helgi varð bikarmeistari karla, Íslandsmeistari í einstaklingskata, Íslandsmeistari í kumite í -75 kg flokki og opnum flokki. Kristján Helgi hefur verið fastamaður í landsliði Íslands í karate undanfarin ár. Hér að neðan fer umfjöllun Karatasambandsins um árangur Aðalheiðar og Kristján Helga á árinu. Aðalheiður Rósa Harðardóttir, Karatedeild BreiðabliksAðalheiður Rósa hefur verið fastur meðlimur landsliðs Íslands í kata undanfarin ár og tekið þátt í fjölda móta á erlendis með góðum árangri. Fremst ber að telja árangur hennar á Heimsmeistaramótinu í karate, í nóvember 2012, þar sem hún hafnaði í 9.-16.sæti af 51 keppenda, eftir að hafa unnið í fyrstu 2 umferðum og komst í þriðju umferðina á mótinu. Að auki þá náði Aðalheiður mjög góðum árangri á Banzai Cup sem er mjög sterkt mót í þýskalandi auk þess sem hún tók þátt í Evrópumeistaramóti unglinga sem fór fram í Baku, Azerbaitjan, í febrúar á þessu ári. Stærsta stund Aðalheiðar á þessu ári var á Norðurlandameistaramótinu í karate þegar hún ásamt liðsfélögum sínum lönduðu Norðurlandameistaratitli í hópkata og um leið fyrsta norðurlandameistaratitli í sveitakeppni í karate sem Ísland hefur eignast. Aðalheiður Rósa er nú í 46.sæti á heimslista WKF yfir keppendur í kata kvenna. Helstu afrek Aðalheiðar Rósa á árinu 2012 voru: 1. Norðurlandameistari í hópkata 2. Íslandsmeistari í einstaklingskata 3. Íslandsmeistari í hópkata 4. 5.sæti í kata kvenna á Banzai Cup, þýskalandi 5. 9-16.sæti í kata kvenna á Heimsmeistaramóti í París 2012 (af 51 keppanda) 6. 46.sæti á heimslista yfir keppendur í kata kvenna Aðalheiður hefur verið nær ósigrandi í kata hér á landi sem sýnir hversu mögnuð íþróttakona hún er. Kristján Helgi Carrasco, Karatedeild VíkingsKristján Helgi hefur vaxið sem karatemaður hvert ár og var árið 2012 engin undantekning. Kristján Helgi keppir bæði í kata og kumite og hefur verið nær ósigrandi á þessu ári í báðum flokkum. Hann er bikarmeistari eftir að hafa leitt hvert bikarmót á fætur öðru og lét forystu sína aldrei af hendi frá fyrsta mótinu. Kristján Helgi er fjórfaldur Íslandsmeistari sem er einstakur árangur hjá svo ungum íþróttamanni, en titlarnir eru bæði í einstaklingsflokkum sem og í liðakeppni. Kristján Helgi hefur verið fastur landsliðsmaður í karate síðustu ár og tekið þátt í flestum þeim verkefnum sem landsliðið hefur staðið fyrir á árinu. Helstu afrek Kristjáns Helga á árinu 2012 voru: 1. Bikarmeistari karla 2011-2012 2. Íslandsmeistari í kata karla 3. Íslandsmeistari í kumite, opnum flokki 4. Íslandsmeistari í kumite –75kg 5. Íslandsmeistari kumite, sveitakeppni karla Kristján Helgi er því verðugur fulltrúi karatehreyfingarinnar og mikil fyrirmynd fyrir ungt íþróttafólk. Innlendar Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira
Aðalheiður Rósa Harðardóttir úr Breiðabliki og Kristján Helgi Carrasco úr Víkingi hafa verið útnefnd karatekona og -maður ársins 2012. Aðalheiður Rósa varð Norðurlandameistari í hópkata og Íslandsmeistari í einstaklingskata. Þá hafnaði hún í 9.-16. sæti á heimsmeistaramótinu í París. Hún er á 46. sæti heimslistans í kata. Þá hefur hún verið fastur meðlimur í landsliði Íslands í kata. Kristján Helgi varð bikarmeistari karla, Íslandsmeistari í einstaklingskata, Íslandsmeistari í kumite í -75 kg flokki og opnum flokki. Kristján Helgi hefur verið fastamaður í landsliði Íslands í karate undanfarin ár. Hér að neðan fer umfjöllun Karatasambandsins um árangur Aðalheiðar og Kristján Helga á árinu. Aðalheiður Rósa Harðardóttir, Karatedeild BreiðabliksAðalheiður Rósa hefur verið fastur meðlimur landsliðs Íslands í kata undanfarin ár og tekið þátt í fjölda móta á erlendis með góðum árangri. Fremst ber að telja árangur hennar á Heimsmeistaramótinu í karate, í nóvember 2012, þar sem hún hafnaði í 9.-16.sæti af 51 keppenda, eftir að hafa unnið í fyrstu 2 umferðum og komst í þriðju umferðina á mótinu. Að auki þá náði Aðalheiður mjög góðum árangri á Banzai Cup sem er mjög sterkt mót í þýskalandi auk þess sem hún tók þátt í Evrópumeistaramóti unglinga sem fór fram í Baku, Azerbaitjan, í febrúar á þessu ári. Stærsta stund Aðalheiðar á þessu ári var á Norðurlandameistaramótinu í karate þegar hún ásamt liðsfélögum sínum lönduðu Norðurlandameistaratitli í hópkata og um leið fyrsta norðurlandameistaratitli í sveitakeppni í karate sem Ísland hefur eignast. Aðalheiður Rósa er nú í 46.sæti á heimslista WKF yfir keppendur í kata kvenna. Helstu afrek Aðalheiðar Rósa á árinu 2012 voru: 1. Norðurlandameistari í hópkata 2. Íslandsmeistari í einstaklingskata 3. Íslandsmeistari í hópkata 4. 5.sæti í kata kvenna á Banzai Cup, þýskalandi 5. 9-16.sæti í kata kvenna á Heimsmeistaramóti í París 2012 (af 51 keppanda) 6. 46.sæti á heimslista yfir keppendur í kata kvenna Aðalheiður hefur verið nær ósigrandi í kata hér á landi sem sýnir hversu mögnuð íþróttakona hún er. Kristján Helgi Carrasco, Karatedeild VíkingsKristján Helgi hefur vaxið sem karatemaður hvert ár og var árið 2012 engin undantekning. Kristján Helgi keppir bæði í kata og kumite og hefur verið nær ósigrandi á þessu ári í báðum flokkum. Hann er bikarmeistari eftir að hafa leitt hvert bikarmót á fætur öðru og lét forystu sína aldrei af hendi frá fyrsta mótinu. Kristján Helgi er fjórfaldur Íslandsmeistari sem er einstakur árangur hjá svo ungum íþróttamanni, en titlarnir eru bæði í einstaklingsflokkum sem og í liðakeppni. Kristján Helgi hefur verið fastur landsliðsmaður í karate síðustu ár og tekið þátt í flestum þeim verkefnum sem landsliðið hefur staðið fyrir á árinu. Helstu afrek Kristjáns Helga á árinu 2012 voru: 1. Bikarmeistari karla 2011-2012 2. Íslandsmeistari í kata karla 3. Íslandsmeistari í kumite, opnum flokki 4. Íslandsmeistari í kumite –75kg 5. Íslandsmeistari kumite, sveitakeppni karla Kristján Helgi er því verðugur fulltrúi karatehreyfingarinnar og mikil fyrirmynd fyrir ungt íþróttafólk.
Innlendar Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Sjá meira