Golden State sjóðheitt | Miami vann þrátt fyrir frákastaleysi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2012 09:44 Carl Landry, liðsmaður Golden State, treður með tilþrifum í nótt. Nordicphotos/Getty Golden State sneri aftur á heimavöll sinn eftir sjö útileiki í röð og vann sigur á lánlausu liði New Orleans Hornets í NBA-körfuboltanum í nótt. Ryan Anderson kom af bekknum og skoraði 28 stig fyrir Hornets sem tapaði sínum áttunda leik í röð. Hornets liðið er reynslulítið og fróðlegt verður að sjá hvernig mótlætið fer í þá. Liðið hefur tapað 18 af síðustu 20 og er útlitið ekki gott. Stríðsmennirnir frá Oakland hafa hins vegar unnið sjö af síðustu átta og erum í góðum málum. David Lee skoraði 26 stig og Klay Thompson 19 stig. Miami vann ellefu stiga sigur á Minnesota Timberwolves í gærkvöldi þrátt fyrir að eiga ekkert í gestina í baráttunni um fráköstin. Gestirnir frá Minnesota tóku 52 fráköst í leiknum en stjörnurnar frá Miami aðeins 24. Dwyane Wade skoraði 24 stig og LeBron James 22 stig auk þess að eiga 11 stoðsendingar. Þetta er í fyrsta skipti síðan 1994 sem lið vinnur sigur þrátt fyrir að taka svo miklu færri fráköst. Andrei Kirileinko skoraði 22 stig fyrir Minnesota. Miami hefur nú unnið 16 leiki og tapað sex. Aðeisn Oklahoma City Thunder, L.A. Clippers og New York Knicks státa af betra sigurhlutfalli en ekkert liðanna lék í nótt. Los Angeles Lakers vann eins stigs sigur á Charlotte Bobcats í leik liðanna á vesturströndinni 101-100. Charlotte fékk tækifæri til að tryggja sér sigur í lokasókninni en sóknin fór út um þúfur. Kobe Bryant skoraði 30 stig fyrir Lakers.Úrslitin í nótt Washington Wizards 95-100 Atlanta Hawks Cleveland Cavaliers 99-113 Toronto RaptorsMiami Heat 103-92 Minnesota Timberwolves Brooklyn Nets 90-92 Utah JazzMilwaukee Bucks 98-93 Indiana PacersDallas Mavericks 107-100 Philadelphia 76ersDenver Nuggets 112-106 San Antonio SpursLos Angeles Lakers 101-100 Charlotte BobcatsGolden State Warriors 103-96 New Orleans Hornets NBA Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Sjá meira
Golden State sneri aftur á heimavöll sinn eftir sjö útileiki í röð og vann sigur á lánlausu liði New Orleans Hornets í NBA-körfuboltanum í nótt. Ryan Anderson kom af bekknum og skoraði 28 stig fyrir Hornets sem tapaði sínum áttunda leik í röð. Hornets liðið er reynslulítið og fróðlegt verður að sjá hvernig mótlætið fer í þá. Liðið hefur tapað 18 af síðustu 20 og er útlitið ekki gott. Stríðsmennirnir frá Oakland hafa hins vegar unnið sjö af síðustu átta og erum í góðum málum. David Lee skoraði 26 stig og Klay Thompson 19 stig. Miami vann ellefu stiga sigur á Minnesota Timberwolves í gærkvöldi þrátt fyrir að eiga ekkert í gestina í baráttunni um fráköstin. Gestirnir frá Minnesota tóku 52 fráköst í leiknum en stjörnurnar frá Miami aðeins 24. Dwyane Wade skoraði 24 stig og LeBron James 22 stig auk þess að eiga 11 stoðsendingar. Þetta er í fyrsta skipti síðan 1994 sem lið vinnur sigur þrátt fyrir að taka svo miklu færri fráköst. Andrei Kirileinko skoraði 22 stig fyrir Minnesota. Miami hefur nú unnið 16 leiki og tapað sex. Aðeisn Oklahoma City Thunder, L.A. Clippers og New York Knicks státa af betra sigurhlutfalli en ekkert liðanna lék í nótt. Los Angeles Lakers vann eins stigs sigur á Charlotte Bobcats í leik liðanna á vesturströndinni 101-100. Charlotte fékk tækifæri til að tryggja sér sigur í lokasókninni en sóknin fór út um þúfur. Kobe Bryant skoraði 30 stig fyrir Lakers.Úrslitin í nótt Washington Wizards 95-100 Atlanta Hawks Cleveland Cavaliers 99-113 Toronto RaptorsMiami Heat 103-92 Minnesota Timberwolves Brooklyn Nets 90-92 Utah JazzMilwaukee Bucks 98-93 Indiana PacersDallas Mavericks 107-100 Philadelphia 76ersDenver Nuggets 112-106 San Antonio SpursLos Angeles Lakers 101-100 Charlotte BobcatsGolden State Warriors 103-96 New Orleans Hornets
NBA Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Fleiri fréttir Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Sjá meira