Bender þeysist um sveitir landsins Trausti Hafliðason skrifar 19. desember 2012 11:00 Gunnar veiddi meðal annars í Jöklu í sumar. Gunnar Bender hefur í samstarfi við Myndform gefið út nýjan DVD-disk sem er safn af því besta sem sýnt var í þáttunum Veiðivaktinni á sjónvarpsstöðinni ÍNN síðasta sumar. Þættirnir eru flestum veiðimönnum vel kunnir en í þeim þeysist Gunnar um sveitir landsins, eltir gjarnan veiðimenn uppi og tekur þá í smá spjall. „Það sem helst stendur upp úr er þegar við fylgdust með opnun Norðurár," segir Gunnar í samtali við Veiðivísi. „Þá voru menn nú heldur betur bjartsýnir enda engin ástæða til annars því opnunin var mjög góð. Síðan fór þetta auðvitað eins og þetta fór. Veiðin var léleg en við létum það samt ekkert stoppa okkur heldur héldum okkar striki og vorum stanslaust á ferðinni allt sumarið. Við áttum víða mjög góðar stundir. Sérstaklega var gaman að vera með Hirti Steinarssyni veiðimanni við veiðar um miðja nótt við Þingvallavatn. Einnig stendur upp úr ferð í Breiðdalsá síðsumars en menn geta horft á þetta allt saman á disknum og auðvitað margt fleira." Tóku upp 25 tíma af efniVeiðivaktin er samansafn af því besta sem birtist í samnefndum þáttum á sjónvarpsstöðinni ÍNN.Mikil vinna fer í gerð Veiðivaktarinnar en síðasta sumar voru þættirnir átján talsins og hver þeirra hálftíma langur. Það þýðir að sýndar voru um níu klukkustundir af efni. Gunnar segir að reyndar hafi þeir tekið upp miklu meira – líklega um 25 tíma af efni í heildina. „Á disknum er þetta síðan soðið niður í 90 mínútur," segir hann. Gunnar byrjaði með þættina sumarið 2010 og hefur því verið með þá í þrjú sumur. Hann segist ekki vera búinn að ákveða hvort Veiðivaktin fari í loftið á ný næsta sumar. „Ég ákveð aldrei neitt svona langt fram í tímann," segir Gunnar. „Ég á nú samt frekar von á því að við höldum þessu áfram þar sem þættirnir hafa notið töluverðra vinsælda enda mjög sérstakir að mörgu leyti. Hefðin var sú að veiðiþættir væru teknir upp á sumrin og síðan birtir á haustin eða um veturinn. Við höfum aftur móti unnið þetta strax. Efnið sem við sýnum er oftast bara nokkurra daga gamalt. Þetta er mikil vinna en skemmtileg."trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði
Gunnar Bender hefur í samstarfi við Myndform gefið út nýjan DVD-disk sem er safn af því besta sem sýnt var í þáttunum Veiðivaktinni á sjónvarpsstöðinni ÍNN síðasta sumar. Þættirnir eru flestum veiðimönnum vel kunnir en í þeim þeysist Gunnar um sveitir landsins, eltir gjarnan veiðimenn uppi og tekur þá í smá spjall. „Það sem helst stendur upp úr er þegar við fylgdust með opnun Norðurár," segir Gunnar í samtali við Veiðivísi. „Þá voru menn nú heldur betur bjartsýnir enda engin ástæða til annars því opnunin var mjög góð. Síðan fór þetta auðvitað eins og þetta fór. Veiðin var léleg en við létum það samt ekkert stoppa okkur heldur héldum okkar striki og vorum stanslaust á ferðinni allt sumarið. Við áttum víða mjög góðar stundir. Sérstaklega var gaman að vera með Hirti Steinarssyni veiðimanni við veiðar um miðja nótt við Þingvallavatn. Einnig stendur upp úr ferð í Breiðdalsá síðsumars en menn geta horft á þetta allt saman á disknum og auðvitað margt fleira." Tóku upp 25 tíma af efniVeiðivaktin er samansafn af því besta sem birtist í samnefndum þáttum á sjónvarpsstöðinni ÍNN.Mikil vinna fer í gerð Veiðivaktarinnar en síðasta sumar voru þættirnir átján talsins og hver þeirra hálftíma langur. Það þýðir að sýndar voru um níu klukkustundir af efni. Gunnar segir að reyndar hafi þeir tekið upp miklu meira – líklega um 25 tíma af efni í heildina. „Á disknum er þetta síðan soðið niður í 90 mínútur," segir hann. Gunnar byrjaði með þættina sumarið 2010 og hefur því verið með þá í þrjú sumur. Hann segist ekki vera búinn að ákveða hvort Veiðivaktin fari í loftið á ný næsta sumar. „Ég ákveð aldrei neitt svona langt fram í tímann," segir Gunnar. „Ég á nú samt frekar von á því að við höldum þessu áfram þar sem þættirnir hafa notið töluverðra vinsælda enda mjög sérstakir að mörgu leyti. Hefðin var sú að veiðiþættir væru teknir upp á sumrin og síðan birtir á haustin eða um veturinn. Við höfum aftur móti unnið þetta strax. Efnið sem við sýnum er oftast bara nokkurra daga gamalt. Þetta er mikil vinna en skemmtileg."trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði