Söluskrá SVFR: Óbreytt verð á 17 svæðum og lækkað verð á einu Trausti Hafliðason skrifar 4. desember 2012 23:57 Söluskrá Stangaveiðifélags Reykjavíkur er komin til félagsmanna. Á 17 veiðisvæðum helst verð óbreytt og í Árbót og Tjörn lækkar verð um 13 til 20 prósent milli ára. Stangaveiðifélag býður félagsmönnum sínum upp á að kaupa veiðileyfi á 19 silungasvæðum og 21 laxasvæði. Það er ekkert leyndarmál að mikillar óánægju hefur gætt meðal veiðimanna vegna hás verðs veiðileyfa. Stjórn félagsins hefur ákveðið að koma til móts við þessar óánægjuraddir með því að vera með óbreytt verð á 9 silungasvæðum og 8 laxasvæðum. Þessu til viðbótar lækkar verð á Árbótar- og Tjarnarsvæðinu í Laxá í Aðaldal eins og áður sagði. Lækkunin er mismikil eftir tímabilum eða frá 13 og upp í 20 prósent.Breyting í Norðurá og Laxa í Dölum Skyldufæði er oft töluverður kostnaður í veiðiferðum. Af þessum sökum hefur Stangaveiðifélagið ákveðið að afnema fæðisskyldu í Norðurá frá og með 23. ágúst. Boðið verður upp á uppábúin rúm og þrifið verður eftir að veiðimenn yfirgefa veiðhúsið. Fyrirkomulag í Laxá í Dölum er einnig breytt. Á tímabilinu frá 28. júní til 20. júlí verður fæðisskyldan afnumin. Þá verður leyft á veiða á bæði flugu og maðk á þessu tímabili með þeim takmörkunum þó að þriggja laxa kvóti er á hverja stöng á vakt. Veiði menn kvótann er þeim heimilt að veiða og sleppa. Líkt og í Norðurá hafa veiðimenn aðgang að veiðihúsinu á þessu tímabili og verður boðið upp á uppábúin rúm og þrif.Engin A-umsókn í Elliðaárnar Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum þá er búið að breyta fyrirkomulagi umsókna í Elliðaárnar. Félagsmenn þurfa nú ekki að nota A-umsókn til þess að fá leyfi heldur geta allir sótt um í árnar. Er þetta gert vegna þess að undanfarin ár hafa tugir félagsmanna, sem nýtt hafa A-umsóknirnar í EIlliðaárnar, ekki fengið leyfi í ánum og þar með hafa A-umsóknirnar fallið milli skips og bryggju. Nú geta félagsmenn sem sagt nýtt A-umsóknirnar til að sækja um leyfi í öðrum ám.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði
Söluskrá Stangaveiðifélags Reykjavíkur er komin til félagsmanna. Á 17 veiðisvæðum helst verð óbreytt og í Árbót og Tjörn lækkar verð um 13 til 20 prósent milli ára. Stangaveiðifélag býður félagsmönnum sínum upp á að kaupa veiðileyfi á 19 silungasvæðum og 21 laxasvæði. Það er ekkert leyndarmál að mikillar óánægju hefur gætt meðal veiðimanna vegna hás verðs veiðileyfa. Stjórn félagsins hefur ákveðið að koma til móts við þessar óánægjuraddir með því að vera með óbreytt verð á 9 silungasvæðum og 8 laxasvæðum. Þessu til viðbótar lækkar verð á Árbótar- og Tjarnarsvæðinu í Laxá í Aðaldal eins og áður sagði. Lækkunin er mismikil eftir tímabilum eða frá 13 og upp í 20 prósent.Breyting í Norðurá og Laxa í Dölum Skyldufæði er oft töluverður kostnaður í veiðiferðum. Af þessum sökum hefur Stangaveiðifélagið ákveðið að afnema fæðisskyldu í Norðurá frá og með 23. ágúst. Boðið verður upp á uppábúin rúm og þrifið verður eftir að veiðimenn yfirgefa veiðhúsið. Fyrirkomulag í Laxá í Dölum er einnig breytt. Á tímabilinu frá 28. júní til 20. júlí verður fæðisskyldan afnumin. Þá verður leyft á veiða á bæði flugu og maðk á þessu tímabili með þeim takmörkunum þó að þriggja laxa kvóti er á hverja stöng á vakt. Veiði menn kvótann er þeim heimilt að veiða og sleppa. Líkt og í Norðurá hafa veiðimenn aðgang að veiðihúsinu á þessu tímabili og verður boðið upp á uppábúin rúm og þrif.Engin A-umsókn í Elliðaárnar Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum þá er búið að breyta fyrirkomulagi umsókna í Elliðaárnar. Félagsmenn þurfa nú ekki að nota A-umsókn til þess að fá leyfi heldur geta allir sótt um í árnar. Er þetta gert vegna þess að undanfarin ár hafa tugir félagsmanna, sem nýtt hafa A-umsóknirnar í EIlliðaárnar, ekki fengið leyfi í ánum og þar með hafa A-umsóknirnar fallið milli skips og bryggju. Nú geta félagsmenn sem sagt nýtt A-umsóknirnar til að sækja um leyfi í öðrum ám.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði