Fótbolti

Liðin sem komust ekki í 16-liða úrslit misstu af 500 milljónum kr.

Stuðningsmenn Celtic höfðu ástæðu til þess að fagna í gær þegar liðið komst í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Stuðningsmenn Celtic höfðu ástæðu til þess að fagna í gær þegar liðið komst í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Nordic Photos/ Getty Images
Í gær lauk riðlakeppninni í Meistaradeild Evrópu og það er ljóst hvaða 16 lið verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslitum keppninnar þann 20. desember n.k. Liðin sem komust áfram úr riðlakeppninni fá rétt tæplega hálfan milljarð kr. í sinn hlut frá UEFA í peningagreiðslum og það er að miklu að keppa á því sviði á lokastigum keppninnar.

Chelsea, sem fagnaði sigri í Meistaradeildinni s.l. vor, fékk rétt tæplega 10 milljarða kr. í sinn hlut fyrir þátttöku sína í keppninni. Eins og áður segir fá liðin sem komast í 16-liða úrslit um 500 milljónir kr. í sinn hlut. Þau lið sem komast í 8-liða úrslit fá 540 milljónir kr. hvert, fyrir undanúrslitasæti fá liðin rétt um 700 milljónir kr. Liðin sem leika til úrslita skipta á milli sín 2,5 milljörðum kr., þar af fær sigurliðið um 1,6 milljarða kr. en tapliðið fær um 900 milljónir kr.

Liðin sem komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar fá 640 milljónir kr. fyrir það eitt að komast í keppnina. Greitt er fyrir hvern leik í riðlakeppninni og samtals fá liðin um 540 milljónir kr. Einnig er greitt fyrir árangur í riðlakeppninni, 130 milljónir kr. fyrir sigur, og 65 milljónir kr. fyrir jafntefli. Liðin fá einnig greiðslu í takt við markaðsstærð þeirra. Á síðasta keppnistímabili fékk rétt um 5 milljarða kr. í slíka greiðslu en til samanburðar fékk BATE Borisov frá Hvíta-Rússland 45 milljónir kr. í slíka greiðslu.

Liðin sem komust í 16-liða úrslitin eru: Paris Saint-Germain, Porto, Schalke 04, Arsenal, Málaga, AC Milan, Borussia Dortmund, Real Madrid, Juventus, Shakhtar Donetsk, Bayern München, Valencia, Barcelona, Celtic, Manchester United, Galatasaray.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×