Íris Mist og Róbert fimleikafólk ársins 2012 7. desember 2012 14:15 Stjórn fimleikasambands Íslands hefur valið Írisi Mist Magnúsdóttur úr Gerplu sem fimleikakonu ársins 2012 og Róbert Kristmannsson úr Gerplu sem fimleikamann ársins 2012. Fimleikasambandið Stjórn fimleikasambands Íslands hefur valið Írisi Mist Magnúsdóttur úr Gerplu sem fimleikakonu ársins 2012 og Róbert Kristmannsson úr Gerplu sem fimleikamann ársins 2012. Íris Mist hefur verið um árabil verið lykilmanneskja íslenskra fimleika og framistaða hennar í landsliði Íslands í hópfimleikum verið til mikillar fyrirmyndar. Íris Mist var einn af máttarstólpum landsliðsins sem varði Evrópumeistaratitil Íslands í kvennaflokki á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum, sem fór fram í Aarhus Danmörku í október. Íris Mist er þekkt fyrir að framkvæma allar æfingar með mikilli einbeitingu, krafti og glæsileika en að auki að vera mikill styrkur fyrir sína liðsfélaga innan sem utan vallar. Íris Mist hefur lengi verið ein besta fimleikakona Evrópu og hefur framkvæmt mörg af flóknustu stökkum sem sést hafa á Evrópumeistaramótum. Íris Mist hefur unnið til fjölda titla í hópfimleikum á undanförnum árum, m.a. tvo Evrópumeistaratitla 2010 og 2012. Hún hefur unnið alla titla sem í boði eru á Íslandi frá árinu 2005 með félagsliðinu sínu, Gerplu. Að auki er Íris Mist er góð fyrirmynd yngri iðkenda, hvort sem er við þjálfun eða ástundun. Róbert hefur verið yfirburðarmaður í íslenskum áhaldafimleikum og burðarrás í landsliðshópi karla á undanförnum árum. Róbert keppti á flestum mótum ársins 2012 og varð Íslandsmeistari í fjölþraut karla ásamt því að sigra á öllum einstökum áhöldum og er því sjöfaldur Íslandsmeistari. Að auki hefur Róbert tekið þátt í fjölmörgun verkefnum með landsliðinu og staðið sig mjög vel, komst m.a. í úrslit á tveimur áhöldum, bogahesti og svifrá, á Norðurlandameistaramóti fullorðinna sem haldið var í Greeve Danmörku í apríl, varð í 7.sæti í fjölþraut, 4.sæti á svifrá og 5.sæti á bogahesti. Róbert hefur verið óskoraður leiðtogi sinna liðsmanna og er mikil fyrirmynd ungra fimleikapilta. Íþróttir Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira
Stjórn fimleikasambands Íslands hefur valið Írisi Mist Magnúsdóttur úr Gerplu sem fimleikakonu ársins 2012 og Róbert Kristmannsson úr Gerplu sem fimleikamann ársins 2012. Íris Mist hefur verið um árabil verið lykilmanneskja íslenskra fimleika og framistaða hennar í landsliði Íslands í hópfimleikum verið til mikillar fyrirmyndar. Íris Mist var einn af máttarstólpum landsliðsins sem varði Evrópumeistaratitil Íslands í kvennaflokki á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum, sem fór fram í Aarhus Danmörku í október. Íris Mist er þekkt fyrir að framkvæma allar æfingar með mikilli einbeitingu, krafti og glæsileika en að auki að vera mikill styrkur fyrir sína liðsfélaga innan sem utan vallar. Íris Mist hefur lengi verið ein besta fimleikakona Evrópu og hefur framkvæmt mörg af flóknustu stökkum sem sést hafa á Evrópumeistaramótum. Íris Mist hefur unnið til fjölda titla í hópfimleikum á undanförnum árum, m.a. tvo Evrópumeistaratitla 2010 og 2012. Hún hefur unnið alla titla sem í boði eru á Íslandi frá árinu 2005 með félagsliðinu sínu, Gerplu. Að auki er Íris Mist er góð fyrirmynd yngri iðkenda, hvort sem er við þjálfun eða ástundun. Róbert hefur verið yfirburðarmaður í íslenskum áhaldafimleikum og burðarrás í landsliðshópi karla á undanförnum árum. Róbert keppti á flestum mótum ársins 2012 og varð Íslandsmeistari í fjölþraut karla ásamt því að sigra á öllum einstökum áhöldum og er því sjöfaldur Íslandsmeistari. Að auki hefur Róbert tekið þátt í fjölmörgun verkefnum með landsliðinu og staðið sig mjög vel, komst m.a. í úrslit á tveimur áhöldum, bogahesti og svifrá, á Norðurlandameistaramóti fullorðinna sem haldið var í Greeve Danmörku í apríl, varð í 7.sæti í fjölþraut, 4.sæti á svifrá og 5.sæti á bogahesti. Róbert hefur verið óskoraður leiðtogi sinna liðsmanna og er mikil fyrirmynd ungra fimleikapilta.
Íþróttir Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira