Norðmenn kanna olíuleit og vinnslu við Svalbarða 8. desember 2012 10:34 Norska ríkisstjórnin hefur falið Olíuráði landsins að kanna möguleikana á olíuleit og olíuvinnslu við Svalbarða. Til stendur að setja Svalbarða á heimsminjaskrá UNESCO og því vill norska stjórnin að kannað verði hvaða áhrif slík ákvörðun myndi hafa á olíuleit og vinnslu við Svalbarða í framtíðinni. Fjallað er um málið í vikuritinu Teknisk Ugeblad. Þar er segir að einnig verði kannaðir möguleikarnir af því að flytja olíu eða gas í gegnum Svalbarða fari svo að norðurskautssvæðið verði opnað fyrir olíu- og gasvinnslu. Ivar Vigdenes pólitískur ráðgjafi Olíuráðsins segir að það sé eðlilegt að norsk stjórnvöld kanni framtíðarnot af Svalbarða í tengslum við olíuvinnslu í Barentshafi. Þar á hann við hluti eins og þjónustu og birgðastöðvar fyrir vinnsluna í Barentshafinu. Þessar hugmyndir norska stjórnvalda eru upp á kant við vilja fjölmargra umhverfisverndarsamtaka sem vilja að Svalbarði og hafsvæðið í kringum hann verði alfarið friðað. Prófessorinn Johan Petter Barlindhaug sem sæti á í stjórn North Energy segir að ef hafsvæðið austur af Svalbarða verði friðað muni það stríða gegn mikilvægum hagsmunum Norðmanna á þessum slóðum. Mest lesið Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Norska ríkisstjórnin hefur falið Olíuráði landsins að kanna möguleikana á olíuleit og olíuvinnslu við Svalbarða. Til stendur að setja Svalbarða á heimsminjaskrá UNESCO og því vill norska stjórnin að kannað verði hvaða áhrif slík ákvörðun myndi hafa á olíuleit og vinnslu við Svalbarða í framtíðinni. Fjallað er um málið í vikuritinu Teknisk Ugeblad. Þar er segir að einnig verði kannaðir möguleikarnir af því að flytja olíu eða gas í gegnum Svalbarða fari svo að norðurskautssvæðið verði opnað fyrir olíu- og gasvinnslu. Ivar Vigdenes pólitískur ráðgjafi Olíuráðsins segir að það sé eðlilegt að norsk stjórnvöld kanni framtíðarnot af Svalbarða í tengslum við olíuvinnslu í Barentshafi. Þar á hann við hluti eins og þjónustu og birgðastöðvar fyrir vinnsluna í Barentshafinu. Þessar hugmyndir norska stjórnvalda eru upp á kant við vilja fjölmargra umhverfisverndarsamtaka sem vilja að Svalbarði og hafsvæðið í kringum hann verði alfarið friðað. Prófessorinn Johan Petter Barlindhaug sem sæti á í stjórn North Energy segir að ef hafsvæðið austur af Svalbarða verði friðað muni það stríða gegn mikilvægum hagsmunum Norðmanna á þessum slóðum.
Mest lesið Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira