Benítez á leiðinni á Brúna? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2012 09:03 Rafael Benitez. Mynd/AFP Guardian segir frá því í morgun að forráðamenn Chelsea séu búnir að heyra hljóðið í Rafael Benítez til að athuga það hvort að hann sé tilbúinn að taka við liðinu af Roberto Di Matteo en Chelsea tapaði 0-3 á móti Juventus í gríðarlega mikilvægum leik í Meistaradeildinni í gær. Rafael Benítez hefur verið atvinnulaus síðan að hann hætti með Internazionale í desember 2010 en hann stýrði áður Liverpool og Valencia við mjög góðan orðstír. Benítez myndi líklega aðeins fá samning út þetta tímabil en það hefur lengi verið orðrómur um það að Roman Abramovich, eigandi félagsins, ætli sér að fá Pep Guardiola, fyrrum þjálfara Barcelona, til að taka við Chelsea í sumar. Di Matteo tók sjálfur á sig sökina eftir tapið í gær en Chelsea hefur nú aðeins náð að vinna tvo af síðustu átta leikjum sínum í öllum keppnum. Liðið lék án eiginlegs framherja í gær því miðjumaðurinn Juan Mata var fremsti maður og 50 milljón punda maðurinn Fernando Torres kom ekki inn á fyrr en á 71. mínútu leiksins. „Á þessari stundu þá erum við allir í þessu saman. Ég er hérna núna og ég tel að ég verði hér áfram í framtíðinni. Ég er líklega samt ekki maðurinn sem þið ættuð að spyrja til að fá vita um mína framtíð hjá liðinu. Hvað mig varðar þá held ég bara áfram að vinna mína vinnu. Ég ber samt ábyrgð á úrslitunum og frammistöðu liðsins. Þetta var neikvætt kvöld fyrir okkur en ég valdi það liðið sem ég var viss um að myndi vinna Juventus. Ég á því sökina," sagði Roberto Di Matteo efir leik. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Sjá meira
Guardian segir frá því í morgun að forráðamenn Chelsea séu búnir að heyra hljóðið í Rafael Benítez til að athuga það hvort að hann sé tilbúinn að taka við liðinu af Roberto Di Matteo en Chelsea tapaði 0-3 á móti Juventus í gríðarlega mikilvægum leik í Meistaradeildinni í gær. Rafael Benítez hefur verið atvinnulaus síðan að hann hætti með Internazionale í desember 2010 en hann stýrði áður Liverpool og Valencia við mjög góðan orðstír. Benítez myndi líklega aðeins fá samning út þetta tímabil en það hefur lengi verið orðrómur um það að Roman Abramovich, eigandi félagsins, ætli sér að fá Pep Guardiola, fyrrum þjálfara Barcelona, til að taka við Chelsea í sumar. Di Matteo tók sjálfur á sig sökina eftir tapið í gær en Chelsea hefur nú aðeins náð að vinna tvo af síðustu átta leikjum sínum í öllum keppnum. Liðið lék án eiginlegs framherja í gær því miðjumaðurinn Juan Mata var fremsti maður og 50 milljón punda maðurinn Fernando Torres kom ekki inn á fyrr en á 71. mínútu leiksins. „Á þessari stundu þá erum við allir í þessu saman. Ég er hérna núna og ég tel að ég verði hér áfram í framtíðinni. Ég er líklega samt ekki maðurinn sem þið ættuð að spyrja til að fá vita um mína framtíð hjá liðinu. Hvað mig varðar þá held ég bara áfram að vinna mína vinnu. Ég ber samt ábyrgð á úrslitunum og frammistöðu liðsins. Þetta var neikvætt kvöld fyrir okkur en ég valdi það liðið sem ég var viss um að myndi vinna Juventus. Ég á því sökina," sagði Roberto Di Matteo efir leik.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Sjá meira