Di Matteo rekinn frá Chelsea Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2012 09:15 Roberto Di Matteo í síðasta leiknum í gær. Mynd/AP Roberto Di Matteo hefur verið rekinn frá Chelsea en síðasti leikur hans var 3-0 tap á móti Juventus í Meistaradeildinni í gær. Chelsea tilkynnti þetta á twitter-síðu sinni og þar segir að félagið muni fljótlega greina frá því hver tekur við liðinu og stjórnar því á móti Manchester City um næstu helgi. Roberto Di Matteo tók við Chelsea af André Villas-Boas í byrjun mars en hann hafði áður verið aðstoðarmaður Portúgalans. Chelsea gerði flotta hluti undir hans stjórn síðustu mánuði tímabilsins og vann bæði Meistaradeildina og enska bikarinn. Chelsea byrjaði líka þetta tímabil mjög vel en síðan fór allt að ganga á afturfótunum og liðið hefur aðeins náð að vinna 2 af síðustu 8 leikjum sínum í öllum keppnum. Tapið á mótið Juve í gær setur liðið í slæma stöðu fyrir lokaumferðina í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og Chelsea gæti þar með orðið fyrsta meistaraliðið sem kemst ekki upp úr sínum riðli í titilvörninni. Yfirlýsingin frá ChelseaKnattspyrnufélagið Chelsea lauk í morgun samstarfi sínu við knattspyrnustjórann Roberto Di Matteo Frammistaða liðsins að undanförnu og úrslit hafa ekki staðið undir væntingum og eigandinn auk stjórnarinnar taldi að breytinga væri þörf til að stýra skipinu í rétta átt á þeim mikilvæga hluta tímabilsins sem nú fer í hönd. Félagið á erfitt verkefni fyrir höndum að komast í útsláttarkeppni Meistaradeildar ásamt því að gera atlögu að Englandsmeistaratitlinum ásamt því að keppa í þremur öðrum bikarkeppnum. Markmið okkar er að vera eins samkeppnishæfir og mögulegt er og berjast um titla á öllum vígstöðvum. Eigandinn og stjórnin vill þakka Roberto fyrir allt sem hann hefur gert í þágu félagsins frá því hann tók við stjórastöðunni í mars. Roberto stýrði liðinu til sögulegs sigurs í Meistaradeildinni og gerði liðið að enskum bikarmeistara í sjöunda skipti. Við munum aldrei gleyma hans mikla framlags til sögu félagsins og hann verður alltaf velkominn á Stamford Bridge. Félagið mun fljótlega senda út fréttatilkynningu hvað varðar nýjan knattspyrnustjóra félagsins. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Fleiri fréttir Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Sjá meira
Roberto Di Matteo hefur verið rekinn frá Chelsea en síðasti leikur hans var 3-0 tap á móti Juventus í Meistaradeildinni í gær. Chelsea tilkynnti þetta á twitter-síðu sinni og þar segir að félagið muni fljótlega greina frá því hver tekur við liðinu og stjórnar því á móti Manchester City um næstu helgi. Roberto Di Matteo tók við Chelsea af André Villas-Boas í byrjun mars en hann hafði áður verið aðstoðarmaður Portúgalans. Chelsea gerði flotta hluti undir hans stjórn síðustu mánuði tímabilsins og vann bæði Meistaradeildina og enska bikarinn. Chelsea byrjaði líka þetta tímabil mjög vel en síðan fór allt að ganga á afturfótunum og liðið hefur aðeins náð að vinna 2 af síðustu 8 leikjum sínum í öllum keppnum. Tapið á mótið Juve í gær setur liðið í slæma stöðu fyrir lokaumferðina í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og Chelsea gæti þar með orðið fyrsta meistaraliðið sem kemst ekki upp úr sínum riðli í titilvörninni. Yfirlýsingin frá ChelseaKnattspyrnufélagið Chelsea lauk í morgun samstarfi sínu við knattspyrnustjórann Roberto Di Matteo Frammistaða liðsins að undanförnu og úrslit hafa ekki staðið undir væntingum og eigandinn auk stjórnarinnar taldi að breytinga væri þörf til að stýra skipinu í rétta átt á þeim mikilvæga hluta tímabilsins sem nú fer í hönd. Félagið á erfitt verkefni fyrir höndum að komast í útsláttarkeppni Meistaradeildar ásamt því að gera atlögu að Englandsmeistaratitlinum ásamt því að keppa í þremur öðrum bikarkeppnum. Markmið okkar er að vera eins samkeppnishæfir og mögulegt er og berjast um titla á öllum vígstöðvum. Eigandinn og stjórnin vill þakka Roberto fyrir allt sem hann hefur gert í þágu félagsins frá því hann tók við stjórastöðunni í mars. Roberto stýrði liðinu til sögulegs sigurs í Meistaradeildinni og gerði liðið að enskum bikarmeistara í sjöunda skipti. Við munum aldrei gleyma hans mikla framlags til sögu félagsins og hann verður alltaf velkominn á Stamford Bridge. Félagið mun fljótlega senda út fréttatilkynningu hvað varðar nýjan knattspyrnustjóra félagsins.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Fleiri fréttir Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Sjá meira