Líka jólaskraut 26. nóvember 2012 13:47 María Manda hannaði standandi jólakort fyrir jólin í fyrra. Núna hefur hún bætt við standandi pakkamerkispjöldum sem hún hlaut verðlaun fyrir. MYND/ANTON María Manda umbúðahönnuður hlaut Skúlaverðlaunin í ár fyrir pakkamerkispjöld sem hún hannaði. Standandi pakkamerkispjöldin hennar Maríu Möndu hlutu Skúlaverðlaunin í ár en verðlaunin voru afhent á sýningunni Handverk og hönnun sem haldin var í byrjun mánaðarins. Verðlaunin eru veitt þeim hönnuði sem talinn er eiga besta nýja hlutinn á sýningunni og mega hlutirnir hvorki hafa verið til sýnis né sölu opinberlega fyrir sýninguna. "Fyrir jólin í fyrra bjó ég til standandi jólakort og sendi til viðskiptavina minna," segir Mandý, eins og hún er kölluð, en hún rekur umbúðasmiðjuna MMHönnun. "Nokkur kort lentu á Þjóðminjasafninu af því ég hafði unnið fyrir það. Vala Ólafsdóttir sem vinnur þar hringdi í mig og spurði hvort ég vildi ekki selja jólakortin. Þetta var bara kortér í jól og ég ætlaði ekki að fara út í sölu á þessu. Hún talaði mig til og ég fór með nokkur kort til hennar sem seldust svo upp. Ég fór með fleiri kort og þau seldust upp á hverjum degi fyrir jólin," segir Mandý og hlær. Um síðustu jól notaði Mandý jólakortin sem pakkamerkispjöld á pakka sem hún gaf vinum og vandamönnum. Út frá því ákvað hún að hanna minni pakkamerkispjöldin sem hún hlaut verðlaunin fyrir. "Bæði kortin og merkispjöldin hafa framhaldslíf eða tvöfalt hlutverk því það er líka hægt að stilla þeim upp og nota sem jólaskraut. Jólakortin koma vel út ef þeim er raðað saman á borð eða í glugga og fallegt er að hengja litlu spjöldin á jólatréð." Mandý segir umbúðir skipta miklu máli í framsetningu verslana og í markaðssetningu en fyrirtæki hennar hannar umbúðir fyrir bæði lítil og stór fyrirtæki. "Það hefur oft verið vandamál fyrir hönnuði og handverksfólk að finna umbúðir sem passa fyrir þeirra vöru. Ég sérhanna formið á umbúðunum svo það smellpassi," segir hún. Jólakortin og pakkamerkispjöldin frá Mandý fást í helstu gjafa- og hönnunarverslunum bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Jólafréttir Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
María Manda umbúðahönnuður hlaut Skúlaverðlaunin í ár fyrir pakkamerkispjöld sem hún hannaði. Standandi pakkamerkispjöldin hennar Maríu Möndu hlutu Skúlaverðlaunin í ár en verðlaunin voru afhent á sýningunni Handverk og hönnun sem haldin var í byrjun mánaðarins. Verðlaunin eru veitt þeim hönnuði sem talinn er eiga besta nýja hlutinn á sýningunni og mega hlutirnir hvorki hafa verið til sýnis né sölu opinberlega fyrir sýninguna. "Fyrir jólin í fyrra bjó ég til standandi jólakort og sendi til viðskiptavina minna," segir Mandý, eins og hún er kölluð, en hún rekur umbúðasmiðjuna MMHönnun. "Nokkur kort lentu á Þjóðminjasafninu af því ég hafði unnið fyrir það. Vala Ólafsdóttir sem vinnur þar hringdi í mig og spurði hvort ég vildi ekki selja jólakortin. Þetta var bara kortér í jól og ég ætlaði ekki að fara út í sölu á þessu. Hún talaði mig til og ég fór með nokkur kort til hennar sem seldust svo upp. Ég fór með fleiri kort og þau seldust upp á hverjum degi fyrir jólin," segir Mandý og hlær. Um síðustu jól notaði Mandý jólakortin sem pakkamerkispjöld á pakka sem hún gaf vinum og vandamönnum. Út frá því ákvað hún að hanna minni pakkamerkispjöldin sem hún hlaut verðlaunin fyrir. "Bæði kortin og merkispjöldin hafa framhaldslíf eða tvöfalt hlutverk því það er líka hægt að stilla þeim upp og nota sem jólaskraut. Jólakortin koma vel út ef þeim er raðað saman á borð eða í glugga og fallegt er að hengja litlu spjöldin á jólatréð." Mandý segir umbúðir skipta miklu máli í framsetningu verslana og í markaðssetningu en fyrirtæki hennar hannar umbúðir fyrir bæði lítil og stór fyrirtæki. "Það hefur oft verið vandamál fyrir hönnuði og handverksfólk að finna umbúðir sem passa fyrir þeirra vöru. Ég sérhanna formið á umbúðunum svo það smellpassi," segir hún. Jólakortin og pakkamerkispjöldin frá Mandý fást í helstu gjafa- og hönnunarverslunum bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.
Jólafréttir Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira