Mikilmenni hafa verið grafin upp gegnum tíðina BBI skrifar 27. nóvember 2012 21:45 Charlie Chaplin. Jarðneskar leifar Yasser Arafat voru grafnar upp á dögunum til að rannsaka hvort hann hafi verið myrtur. Af þessu tilefni tóku blaðamenn breska ríkisútvarpsins BBC saman áhugaverðan lista yfir tíu mikilmenni sem voru grafin upp af ýmsum ástæðum. Kvikmyndaleikarinn Charlie Chaplin sem var grafinn upp í mars árið 1978 af nokkurs konar grafræningjum. Þeir grófu hann aftur niður á kornakri nokkrum og kröfðust lausnargjalds af lögmanni stjörnunnar. Líkinu var skilað þremur mánuðum síðar eftir að grafræningjarnir voru handteknir. Í það skiptið grafhvelfingin gerð úr járnbentri steinsteypu svo ómögulegt yrði að hafa Chaplin á brott aftur. Þá var aska Marie Curie færð á sínum tíma úr litlum kirkjugarði til Parísar þar sem hún hvílir nú. Þetta var gert í heiðursskyni, enda vann hún nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar á geislavirkni.Kristófer Kólumbus var á sínum tíma grafinn í kirkjugarði í borginni Valladolid á Spáni. Hann hafði hins vegar farið fram á það í erfðaskrá sinni að vera grafinn í Ameríku. Þar var hins vegar engin kirkja til staðar þegar hann lést árið 1506. Árið 1542 var hann því grafinn upp og sendur til Dóminíska lýðveldisins til hinstu hvílu. En þar með er ekki öll sagan sögð, því Dóminíska lýðveldið varð nýlenda Frakklands í lok 17. aldar og þá var Kólumbus grafinn upp á ný og sendur til Kúbu. Þar fékk hann ekki að hvíla lengi, því Kúba varð sjálfstæð árið 1898 og Kólumbus var grafinn upp í þriðja sinn og sendur yfir Atlantshafið til borgarinnar Sevilla á Spáni. Þar ku hann nú hvíla, að öllum líkindum. Mönnum ber ekki alls kostar saman um það því í Dóminíska lýðveldinu er einnig trékista sem inniheldur bein sem merkt eru Kólumbusi.Virginia Poe, kona skáldsins Edgar Allan Poe, var upphaflega grafin í fjölskyldureitnum í litlum kirkjugarði. Árið 1875 eyðilagðist kirkjugarðurinn og rétt í þann mund sem kirkjuvörðurinn hugðist kasta jarðneskum leifum Virginiu bjargaði William Gill, sem skrifaði ævisögu Edgar Allan Poe, beinunum og kom þeir í grafhýsi skáldsins.Che Guevara, byltingarhetja Kúbu, var skotinn í Bólivíu árið 1967. Því var lengi haldið leyndu hvar hann var grafinn. Árið 1995 kom svo í ljós að hann lá nærri flugbraut á flugvelli í Bólivíu þar sem hann hafði verið drepinn. Tveimur árum síðar var líkinu skilað til Kúbu, þegar 30 ár voru frá dauða hans. Hann hvílir nú á safni á Kúbu, þó einhverjir efist um að um rétt lík sé að ræða. Aðrir sem nefndir eru á lista BBC eru Elizabeth Siddal, Haile Selassie, Evita, Jesse James og Oliver Cromwell. Nóbelsverðlaun Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Jarðneskar leifar Yasser Arafat voru grafnar upp á dögunum til að rannsaka hvort hann hafi verið myrtur. Af þessu tilefni tóku blaðamenn breska ríkisútvarpsins BBC saman áhugaverðan lista yfir tíu mikilmenni sem voru grafin upp af ýmsum ástæðum. Kvikmyndaleikarinn Charlie Chaplin sem var grafinn upp í mars árið 1978 af nokkurs konar grafræningjum. Þeir grófu hann aftur niður á kornakri nokkrum og kröfðust lausnargjalds af lögmanni stjörnunnar. Líkinu var skilað þremur mánuðum síðar eftir að grafræningjarnir voru handteknir. Í það skiptið grafhvelfingin gerð úr járnbentri steinsteypu svo ómögulegt yrði að hafa Chaplin á brott aftur. Þá var aska Marie Curie færð á sínum tíma úr litlum kirkjugarði til Parísar þar sem hún hvílir nú. Þetta var gert í heiðursskyni, enda vann hún nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar á geislavirkni.Kristófer Kólumbus var á sínum tíma grafinn í kirkjugarði í borginni Valladolid á Spáni. Hann hafði hins vegar farið fram á það í erfðaskrá sinni að vera grafinn í Ameríku. Þar var hins vegar engin kirkja til staðar þegar hann lést árið 1506. Árið 1542 var hann því grafinn upp og sendur til Dóminíska lýðveldisins til hinstu hvílu. En þar með er ekki öll sagan sögð, því Dóminíska lýðveldið varð nýlenda Frakklands í lok 17. aldar og þá var Kólumbus grafinn upp á ný og sendur til Kúbu. Þar fékk hann ekki að hvíla lengi, því Kúba varð sjálfstæð árið 1898 og Kólumbus var grafinn upp í þriðja sinn og sendur yfir Atlantshafið til borgarinnar Sevilla á Spáni. Þar ku hann nú hvíla, að öllum líkindum. Mönnum ber ekki alls kostar saman um það því í Dóminíska lýðveldinu er einnig trékista sem inniheldur bein sem merkt eru Kólumbusi.Virginia Poe, kona skáldsins Edgar Allan Poe, var upphaflega grafin í fjölskyldureitnum í litlum kirkjugarði. Árið 1875 eyðilagðist kirkjugarðurinn og rétt í þann mund sem kirkjuvörðurinn hugðist kasta jarðneskum leifum Virginiu bjargaði William Gill, sem skrifaði ævisögu Edgar Allan Poe, beinunum og kom þeir í grafhýsi skáldsins.Che Guevara, byltingarhetja Kúbu, var skotinn í Bólivíu árið 1967. Því var lengi haldið leyndu hvar hann var grafinn. Árið 1995 kom svo í ljós að hann lá nærri flugbraut á flugvelli í Bólivíu þar sem hann hafði verið drepinn. Tveimur árum síðar var líkinu skilað til Kúbu, þegar 30 ár voru frá dauða hans. Hann hvílir nú á safni á Kúbu, þó einhverjir efist um að um rétt lík sé að ræða. Aðrir sem nefndir eru á lista BBC eru Elizabeth Siddal, Haile Selassie, Evita, Jesse James og Oliver Cromwell.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira