Mikilmenni hafa verið grafin upp gegnum tíðina BBI skrifar 27. nóvember 2012 21:45 Charlie Chaplin. Jarðneskar leifar Yasser Arafat voru grafnar upp á dögunum til að rannsaka hvort hann hafi verið myrtur. Af þessu tilefni tóku blaðamenn breska ríkisútvarpsins BBC saman áhugaverðan lista yfir tíu mikilmenni sem voru grafin upp af ýmsum ástæðum. Kvikmyndaleikarinn Charlie Chaplin sem var grafinn upp í mars árið 1978 af nokkurs konar grafræningjum. Þeir grófu hann aftur niður á kornakri nokkrum og kröfðust lausnargjalds af lögmanni stjörnunnar. Líkinu var skilað þremur mánuðum síðar eftir að grafræningjarnir voru handteknir. Í það skiptið grafhvelfingin gerð úr járnbentri steinsteypu svo ómögulegt yrði að hafa Chaplin á brott aftur. Þá var aska Marie Curie færð á sínum tíma úr litlum kirkjugarði til Parísar þar sem hún hvílir nú. Þetta var gert í heiðursskyni, enda vann hún nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar á geislavirkni.Kristófer Kólumbus var á sínum tíma grafinn í kirkjugarði í borginni Valladolid á Spáni. Hann hafði hins vegar farið fram á það í erfðaskrá sinni að vera grafinn í Ameríku. Þar var hins vegar engin kirkja til staðar þegar hann lést árið 1506. Árið 1542 var hann því grafinn upp og sendur til Dóminíska lýðveldisins til hinstu hvílu. En þar með er ekki öll sagan sögð, því Dóminíska lýðveldið varð nýlenda Frakklands í lok 17. aldar og þá var Kólumbus grafinn upp á ný og sendur til Kúbu. Þar fékk hann ekki að hvíla lengi, því Kúba varð sjálfstæð árið 1898 og Kólumbus var grafinn upp í þriðja sinn og sendur yfir Atlantshafið til borgarinnar Sevilla á Spáni. Þar ku hann nú hvíla, að öllum líkindum. Mönnum ber ekki alls kostar saman um það því í Dóminíska lýðveldinu er einnig trékista sem inniheldur bein sem merkt eru Kólumbusi.Virginia Poe, kona skáldsins Edgar Allan Poe, var upphaflega grafin í fjölskyldureitnum í litlum kirkjugarði. Árið 1875 eyðilagðist kirkjugarðurinn og rétt í þann mund sem kirkjuvörðurinn hugðist kasta jarðneskum leifum Virginiu bjargaði William Gill, sem skrifaði ævisögu Edgar Allan Poe, beinunum og kom þeir í grafhýsi skáldsins.Che Guevara, byltingarhetja Kúbu, var skotinn í Bólivíu árið 1967. Því var lengi haldið leyndu hvar hann var grafinn. Árið 1995 kom svo í ljós að hann lá nærri flugbraut á flugvelli í Bólivíu þar sem hann hafði verið drepinn. Tveimur árum síðar var líkinu skilað til Kúbu, þegar 30 ár voru frá dauða hans. Hann hvílir nú á safni á Kúbu, þó einhverjir efist um að um rétt lík sé að ræða. Aðrir sem nefndir eru á lista BBC eru Elizabeth Siddal, Haile Selassie, Evita, Jesse James og Oliver Cromwell. Nóbelsverðlaun Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira
Jarðneskar leifar Yasser Arafat voru grafnar upp á dögunum til að rannsaka hvort hann hafi verið myrtur. Af þessu tilefni tóku blaðamenn breska ríkisútvarpsins BBC saman áhugaverðan lista yfir tíu mikilmenni sem voru grafin upp af ýmsum ástæðum. Kvikmyndaleikarinn Charlie Chaplin sem var grafinn upp í mars árið 1978 af nokkurs konar grafræningjum. Þeir grófu hann aftur niður á kornakri nokkrum og kröfðust lausnargjalds af lögmanni stjörnunnar. Líkinu var skilað þremur mánuðum síðar eftir að grafræningjarnir voru handteknir. Í það skiptið grafhvelfingin gerð úr járnbentri steinsteypu svo ómögulegt yrði að hafa Chaplin á brott aftur. Þá var aska Marie Curie færð á sínum tíma úr litlum kirkjugarði til Parísar þar sem hún hvílir nú. Þetta var gert í heiðursskyni, enda vann hún nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir sínar á geislavirkni.Kristófer Kólumbus var á sínum tíma grafinn í kirkjugarði í borginni Valladolid á Spáni. Hann hafði hins vegar farið fram á það í erfðaskrá sinni að vera grafinn í Ameríku. Þar var hins vegar engin kirkja til staðar þegar hann lést árið 1506. Árið 1542 var hann því grafinn upp og sendur til Dóminíska lýðveldisins til hinstu hvílu. En þar með er ekki öll sagan sögð, því Dóminíska lýðveldið varð nýlenda Frakklands í lok 17. aldar og þá var Kólumbus grafinn upp á ný og sendur til Kúbu. Þar fékk hann ekki að hvíla lengi, því Kúba varð sjálfstæð árið 1898 og Kólumbus var grafinn upp í þriðja sinn og sendur yfir Atlantshafið til borgarinnar Sevilla á Spáni. Þar ku hann nú hvíla, að öllum líkindum. Mönnum ber ekki alls kostar saman um það því í Dóminíska lýðveldinu er einnig trékista sem inniheldur bein sem merkt eru Kólumbusi.Virginia Poe, kona skáldsins Edgar Allan Poe, var upphaflega grafin í fjölskyldureitnum í litlum kirkjugarði. Árið 1875 eyðilagðist kirkjugarðurinn og rétt í þann mund sem kirkjuvörðurinn hugðist kasta jarðneskum leifum Virginiu bjargaði William Gill, sem skrifaði ævisögu Edgar Allan Poe, beinunum og kom þeir í grafhýsi skáldsins.Che Guevara, byltingarhetja Kúbu, var skotinn í Bólivíu árið 1967. Því var lengi haldið leyndu hvar hann var grafinn. Árið 1995 kom svo í ljós að hann lá nærri flugbraut á flugvelli í Bólivíu þar sem hann hafði verið drepinn. Tveimur árum síðar var líkinu skilað til Kúbu, þegar 30 ár voru frá dauða hans. Hann hvílir nú á safni á Kúbu, þó einhverjir efist um að um rétt lík sé að ræða. Aðrir sem nefndir eru á lista BBC eru Elizabeth Siddal, Haile Selassie, Evita, Jesse James og Oliver Cromwell.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira