NBA í nótt: Boston tapaði í slagsmálaleik gegn Brooklyn 29. nóvember 2012 09:04 Það gekk mikið á í leik Boston Celtics gegn Brooklyn Nets í NBA deildinni í nótt. Boston tapaði 95-83 en þrír leikmenn voru reknir af leikvelli vegna slagsmála. Rajon Rondo, leikstjórnandi Boston, lenti í útistöðum við Kris Humphries leikmann Nets – og voru þeir reknir út úr húsi. Gerald Wallace hjá Nets fékk sína aðra tæknivillu þegar hann reyndi að stöðva slagsmálin og lauk hann þar með keppni. Joe Johnson skoraði 18 stig fyrir Nets, Andray Blatche skoraði 17 og tók 13 fráköst. Paul Garnett skoraði 16 stig og tók 10 fráköst, Paul Pierce skoraði 14. Rondo náði að gefa þrjár stoðsendingar áður en hann var rekinn út. Þar með lauk 37 leikja hrinu hjá honum þar sem hann hafði náð að gefa 10 stoðsendingar eða fleiri að meðaltali í leik. Hann jafnað þar með við John Stockton sem náði 37 slíkum leikjum en Rondo virtist ætla að gera atlögu að meti Magic Johnson sem náði 46 leikjum í röð með +10 stoðsendinum í leik. Washington – Portland 84-82 Tólf leikja taphrinu Washington lauk með 84-82 sigri gegn Portland og er þetta fyrsti sigurleikur Washington á tímabilinu. Jordan Crawford skoraði 19 stig fyrir Washington. Emeka Okafor tryggði sigurinn með tveimur vítaskotum þegar 40 sek. voru eftir af leiknum. New Jersey Nets á verstu byrjun í sögu NBA deildarinnar en liðið tapaði 18 fyrstu leikjum sínum í deildinni.Oklahoma – Houston 120-98 Oklahoma átti ekki í vandræðum með Houston á heimavelli þar sem að Kevin Durant skoraði 37 stig sem er met hjá honum í vetur. Þetta var fyrsti leikur James Harden á gamla heimavellinum eftir að hann fór frá Oklahoma til Houston í leikmannaskiptum. Harden skoraði 17 stig en hann hitti aðeins úr 3 af alls 16 skotum sínum utan af velli. Patrick Patterson skoraði 27 stig fyrir Houston.Chicago – Dallas 101-78 Það gengur ekkert hjá Dallas en liðið er enn án Dirk Nowitzki sem er að jafna sig eftir aðgerð á hné. Luol Deng skoraði 22 stig fyrir Chicago og hann tók 6 fráköst. Dallas hefur tapað 8 af síðustu 11 leikjum en liðið er með 7 sigurleiki og 9 tapleiki.Memphis – Toronto 103-82 Marreese Speights skoraði 18 stig og tók 12 fráköst fyrir Memphis. Marc Gasol og Zach Randolph skoruðu 17 stig hvor, en Randolph tók að auki 13 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. DeMar DeRozan var stigahæstur í liði Toronto með 16 stig en liðið hefur tapað 6 leikjum í röð. Andrea Bargnani lék ekki með Toronto vegna meiðsla en þetta er annar leikurinn í röð sem hann missir af vegna ökklameiðsla.Milwaukee – New York 88-102 Carmelo Anthony skoraði 29 stig fyrir New York en hann lék ekkert í fjórða leikhluta. Anthony tók 8 fráköst á þeim 30 mínútum sem hann lék. Anthony er næst stigahæsti leikmaður deildarinnar en hann hefur skorað 29 stig eða meira í síðustu fjórum leikjum. Steve Novak skoraði 19 stig fyrir New York og Tyson Chandler bætti við 17 stigum og tók hann 8 fráköst. Þriggja leikja taphrinu New York lauk með þessum sigri. Jason Kidd lék ekki með New York vegna meiðsla í baki.LA Clippers – Minnesota 101-95 Chris Paul skoraði 23 stig og gaf 11 stoðsendingar fyrir LA Clippers. Chauncey Billups lék sinn fyrsta leik með Clippers eftir að hann sleit hásin í byrjun febrúar á þessu ári. Billups skoraði 7 stig og gaf 3 stoðsendingar á þeim 19 mínútum sem hann lék. Blake Griffin skoraði 18 stig og tók 6 fráköst fyrir Clippers en hann skoraði aðeins 4 stig í tapleik gegn New Orleans á mánudag – sem er lægsta stigaskor hans á ferlinum. Kevin Love skoraði 19 stig og tók 12 fráköst fyrir Minnesota en hann hefur skorað 23 stig að meðaltali í leik og tekið 15,6 fráköst frá því hann hóf að leika að nýju eftir handarbrot. Detroit – Phoenix 117-77 Atlanta – Charlotte 94-91 Orlando – San Antonio 89-110 New Orleans – Utah 84-96 NBA Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira
Það gekk mikið á í leik Boston Celtics gegn Brooklyn Nets í NBA deildinni í nótt. Boston tapaði 95-83 en þrír leikmenn voru reknir af leikvelli vegna slagsmála. Rajon Rondo, leikstjórnandi Boston, lenti í útistöðum við Kris Humphries leikmann Nets – og voru þeir reknir út úr húsi. Gerald Wallace hjá Nets fékk sína aðra tæknivillu þegar hann reyndi að stöðva slagsmálin og lauk hann þar með keppni. Joe Johnson skoraði 18 stig fyrir Nets, Andray Blatche skoraði 17 og tók 13 fráköst. Paul Garnett skoraði 16 stig og tók 10 fráköst, Paul Pierce skoraði 14. Rondo náði að gefa þrjár stoðsendingar áður en hann var rekinn út. Þar með lauk 37 leikja hrinu hjá honum þar sem hann hafði náð að gefa 10 stoðsendingar eða fleiri að meðaltali í leik. Hann jafnað þar með við John Stockton sem náði 37 slíkum leikjum en Rondo virtist ætla að gera atlögu að meti Magic Johnson sem náði 46 leikjum í röð með +10 stoðsendinum í leik. Washington – Portland 84-82 Tólf leikja taphrinu Washington lauk með 84-82 sigri gegn Portland og er þetta fyrsti sigurleikur Washington á tímabilinu. Jordan Crawford skoraði 19 stig fyrir Washington. Emeka Okafor tryggði sigurinn með tveimur vítaskotum þegar 40 sek. voru eftir af leiknum. New Jersey Nets á verstu byrjun í sögu NBA deildarinnar en liðið tapaði 18 fyrstu leikjum sínum í deildinni.Oklahoma – Houston 120-98 Oklahoma átti ekki í vandræðum með Houston á heimavelli þar sem að Kevin Durant skoraði 37 stig sem er met hjá honum í vetur. Þetta var fyrsti leikur James Harden á gamla heimavellinum eftir að hann fór frá Oklahoma til Houston í leikmannaskiptum. Harden skoraði 17 stig en hann hitti aðeins úr 3 af alls 16 skotum sínum utan af velli. Patrick Patterson skoraði 27 stig fyrir Houston.Chicago – Dallas 101-78 Það gengur ekkert hjá Dallas en liðið er enn án Dirk Nowitzki sem er að jafna sig eftir aðgerð á hné. Luol Deng skoraði 22 stig fyrir Chicago og hann tók 6 fráköst. Dallas hefur tapað 8 af síðustu 11 leikjum en liðið er með 7 sigurleiki og 9 tapleiki.Memphis – Toronto 103-82 Marreese Speights skoraði 18 stig og tók 12 fráköst fyrir Memphis. Marc Gasol og Zach Randolph skoruðu 17 stig hvor, en Randolph tók að auki 13 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. DeMar DeRozan var stigahæstur í liði Toronto með 16 stig en liðið hefur tapað 6 leikjum í röð. Andrea Bargnani lék ekki með Toronto vegna meiðsla en þetta er annar leikurinn í röð sem hann missir af vegna ökklameiðsla.Milwaukee – New York 88-102 Carmelo Anthony skoraði 29 stig fyrir New York en hann lék ekkert í fjórða leikhluta. Anthony tók 8 fráköst á þeim 30 mínútum sem hann lék. Anthony er næst stigahæsti leikmaður deildarinnar en hann hefur skorað 29 stig eða meira í síðustu fjórum leikjum. Steve Novak skoraði 19 stig fyrir New York og Tyson Chandler bætti við 17 stigum og tók hann 8 fráköst. Þriggja leikja taphrinu New York lauk með þessum sigri. Jason Kidd lék ekki með New York vegna meiðsla í baki.LA Clippers – Minnesota 101-95 Chris Paul skoraði 23 stig og gaf 11 stoðsendingar fyrir LA Clippers. Chauncey Billups lék sinn fyrsta leik með Clippers eftir að hann sleit hásin í byrjun febrúar á þessu ári. Billups skoraði 7 stig og gaf 3 stoðsendingar á þeim 19 mínútum sem hann lék. Blake Griffin skoraði 18 stig og tók 6 fráköst fyrir Clippers en hann skoraði aðeins 4 stig í tapleik gegn New Orleans á mánudag – sem er lægsta stigaskor hans á ferlinum. Kevin Love skoraði 19 stig og tók 12 fráköst fyrir Minnesota en hann hefur skorað 23 stig að meðaltali í leik og tekið 15,6 fráköst frá því hann hóf að leika að nýju eftir handarbrot. Detroit – Phoenix 117-77 Atlanta – Charlotte 94-91 Orlando – San Antonio 89-110 New Orleans – Utah 84-96
NBA Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira